Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Sunnudagur, 9. september 2007
Júdo
Jæja þá eru langþráðar æfingar júdofélaganna að byrja. Drengirnir búnir að bíða í nokkrar vikur eftir að æfingar hæfust á ný. Keli ætlar að æfa að mestu með JR í vetur, en verður í frívikum sínum á æfingum hjá Júdodeild Umf. Selfoss. Stulli æfir á Selfossi og er að æfa handbolta með þessu fimm sinnum í viku, þannig að hann þarf í einhverja daga að fara bæði á æfingu í júdo og handbolta.
Deildin er að gíra sig upp í starfinu og stendur m.a yfir endurnýjun á dýnum í æfingaraðstöðunni. Fyrstu æfingar voru 3. sept. og er þátttaka bara góð.
Aldrei of seint að byrja að æfa, segja sannir júdomenn. www.umfs.is/judo
Laugardagur, 8. september 2007
Batnandi smekkur ?
Í blaðinu í dag er slegiðupp fyrirsögninni "Vínsmekkur Íslendinga fer batnandi". Í kjölfarið er rætt við umsjónarmann vefsvæðis sem heitir smakkarinn.is.
Smekkur hvers og eins er eins persónubundinn og hægt er. Enginn hefur sama smekk. Áðurnefndur "smakkari" hefur sinn smekk. Og ef draga á ályktanir um smekk landans af vínsölu tegunda í vínbúðum eru menn á rangri braut. Það er vitað mál að verð á vínum ræður verulega um neyslu þeirra.
Réttara væri að tala um vínneyslu heldur en vínsmekk í ofangreindu sambandi.
Fimmtudagur, 6. september 2007
Jesúauglýsingin
Jesúauglýsingin frá Símanum er varla guðlast. Ég er ekki viss um að hún særi marga. Hvað mig varðar skilur hún ekki eftir nein óþægindi.
Ég er hinsvegar sammála biskupinum um það að tilhneygingin í þjóðfélaginu sé stöðugt í þá áttina að brjóta niður hin helgu vé; ögra og gera grín að hlutum sem eru okkur hjartfólgnir og veita okkur skjól í lífinu.
Laugardagur, 1. september 2007
Veikur blettur sem sumir hafa gaman af
Það hefur áreiðanlega komið Dönum á óvart hversu heiftarleg viðbrögð voru við birtingu skopmynda af Múhameð austið 2005. Síðan held ég að það hafi komið öllum hinum kristna heimi líka á óvart. Fæsta hafði grunað að þessar myndir virkuðu eins og veikur blettur á hinum Islamska heimi.
Nú hef ég grun um að sumir hafi nokkra ánægju af því að Múslimar séu espaðir upp með þessu móti. Svona svipað og þegar fólk áttar sig á leið til að stríða einhverjum með eitthvað. Nefna menn gjarnan tjáningarfrelsið í þessu sambandi. Ekki vil ég láta banna þessar myndbirtingar en mikið ætti það að höfða til samvisku hvers og eins að láta það vera að særa aðra vísvitandi.
En hér er um trú að ræða. Trúfrelsi í okkar landi byggir fyrst og fremst á gagnkvæmri virðingu milli trúarbragða. Hlífum því blessuðum Múslimunum með svona myndbirtingum ef þess er nokkur kostur.
![]() |
Dönsk blöð birta Múhameðshundinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Blessuð rigningin og hinn svali norðanvindur
Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að mikill hiti á stórum landsvæðum er meira vandamál fyrir mannskepnuna en kuldar á landsvæðum í kringum pólana, fyrr en ég stóð í rúmlega 43 stiga hita í Tyrklandi í sumar. Og í þessum hitum brunnu skógar í Grikklandi, Búlgaríu, Ítalíu og á Tyrklandi. Fjörutía stiga hiti, vindur og ekki dropi úr lofti mánuðum saman. Allavega lífshættulegar aðstæður fyrir Dalamann af Íslenskum uppruna.
Mikinn hita klæðir maður ekki af sér eins og kuldann og þegar lofthiti er kominn upp fyrir líkamshita er ástandið orðið lífshættulegt, nema til séu ráð til að kæla sig niður. Og vatnsskortur ...hvernig á maður að muna eftir því að það sé skortur á hreinu vatni á stórum svæðum í heiminum...þegar vatn rennur, fossar eða snjóar til jarðar allt árið á Íslandi ?
Já blessuð rigningin og hinn svali norðanvindur. Að hafa blotnað er lúxus þegar maður er orðinn þur aftur og kuldinn er vellíðan þegar maður fær ilinn í kropinn á nýjan leik.
Svo drekkum við kaffi og kók þegar við (eins og aðeins fá prósent jarðarbúa geta) eigum kost á því að drekka hreint og ómengað vatn.
Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Með takkaförin á kinninni
MSN er ekki hættuleg og ekki heldur tölvuleikir. Hvorutveggja er getur bæði verið gagnlegt og skemmtilegt.
Það er hinsvegar óhófið sem er óhollt í þessu sem víða annarsstaðar. Þegar kastast illilega í kekki milli barna og foreldra vegna tölvunotkunar, sem farið hefur úr böndunum, er nánast í öllum tilvikum illa komið og vandinn fengið að vera óáreittur of lengi. Hinn þjáði tölvufíkill er í raun búinn að tapa áttum í svo mörgu; vansvefta, félagslega einangraður og með nám eða vinnu í klúðri.
Ég man eftir dreng sem kom eitt sinn í skóla hjá mér, reyndar alltof seint, með takkaförin á kinninni. Hann hafði lognast útaf við tölvuna kl. 5.00 hélt hann og hrökk upp þegar móðir hans vakti hann kl. 9.00.
![]() |
Lögregla kölluð til vegna deilna um tölvunotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Erfitt í framkvæmd
Ég er eiginlega feginn því að þetta málefni sé nú til umræðu í samfélaginu. Þegar fyrsta beiðnin um að nemandi stundaði nám í tveimur skólum kom til mín, hélt ég að það væri grín. Síðan þá hefur beiðnum sem þessum fjölgað en eru þó ennþá ekki orðnar margar.
Í skólanum hafa bæði verið nemendur sem hafa verið í skólum í sitthvoru sveitarfélaginu og svo nemandi sem var í skóla í sitthvoru landinu. Hvorutveggja hefur reynst flókið í framkvæmd og í öllum tilfellum hafa foreldrar gefist upp á framkvæmdinni.
Skólaganga í tveimur skólum getur verið flókin þótt í sama landi sé. Ekki er sama námsefni kennt allsstaðar né á sama hátt. Í sumum tilfellum hefur verið reynt að hafa nemandann í hálfan mánuð í senn í hvorum skóla, sem kostar mikil og tíð ferðalög. Þá kostar þetta samninga á milli sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu.
Það er auðveldlega hægt að færa rök fyrir því í sumum tilfellum að það besta lausnin tímabundið að barnið fari í tvo skóla og búi á tveimur heimilum. Reynsla virðist hinsvegar vera sú að það hentar ekki til lengdar... trúlega eftir því sem aðstæður barns og foreldra breytast. Fyrir mér er þetta því að birtast sem skammtímalausn, sem skólinn reynir að leysa í samvinnu við alla aðila.
.
![]() |
Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 18. ágúst 2007
ÍTR
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Af mér
Jæja þá er komið að árlegu fjölskyldumóti fjölskyldunnar. Nú á að fara út í Eyjar og vera þar yfir helgina. Skellum okkur með Herjólfi á morgun og komum á sunnudaginn til baka. Fór síðast til Vestmanneyja fyrir nákvæmlega 8 árum.
Settningin í Menntaskólanum Hraðbraut var í dag. Keli byrjar þar á fullu strax eftir helgi. Nú situr hann með stjörnur í augum og "testar" nýju fartölvuna sína.
Og ágústnóttin er dimm og falleg.
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Af hverju hunsum við þessa hættu ?
Þegar íslenskir ferðalangar voru komnir til Tyrklands og um borð í rútur frá Plús ferðum, Úrval útsýn og Sumarferðum, var þeim öllum ákveðið sagt af fararstjórum ferðaskrifstofanna að vera EKKI í sólinni milli kl. 12.00 - 16.00. Sólin væri sex sinnum sterkari en heima á Íslandi og þá er einnig hitinn mestur. Þetta hljómaði ekki einu sinni eins og ráðlagning, meira eins og fyrirmæli; "enginn á að vera í sólinni milli kl. 12.00 - 16.00. "
Það þarf nú ekki að sökum að spyrja en Íslendingarnir voru á öllum tímum við sundlaugarbakkann, nema ef vera skyldi á morgnana; þá voru margir ekki vaknaðir. Svo þarna hafðist blessaður landinn við á laugarbakkanum eða í lauginni yfir hádaginn (með hvíldum) í sexfaldri sól og 40 stiga hita (í skugga). Sumir dag eftir dag í eina til fjórar vikur. Okkur sýndist á ströndinni að þar væri sama sagan hjá nágrannaþjóðum.
Eins og fréttin greinir frá, þá vitum við af þeirri hættu, sem getur fylgt stífum sóböðum...en hvað er það sem veldur því að við hikum ekki við að hunsa þessa hættu í flestum tilvikum... og það þótt hún geti leitt til dauða ?
![]() |
Sóldýrkendur meðvitaðir um hættuna á húðkrabbameini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar