Leita í fréttum mbl.is

Veikur blettur sem sumir hafa gaman af

Það hefur áreiðanlega komið Dönum á óvart hversu heiftarleg viðbrögð voru við birtingu skopmynda af Múhameð austið 2005.  Síðan held ég að það hafi komið öllum hinum kristna heimi líka á óvart.  Fæsta hafði grunað að þessar myndir virkuðu eins og veikur blettur á hinum Islamska heimi.

Nú hef ég grun um að sumir hafi nokkra ánægju af því að Múslimar séu espaðir upp með þessu móti.  Svona svipað og þegar fólk áttar sig á leið til að stríða einhverjum með eitthvað.  Nefna menn gjarnan tjáningarfrelsið í þessu sambandi.  Ekki vil ég láta banna þessar myndbirtingar en mikið ætti það að höfða til samvisku hvers og eins að láta það vera að særa aðra vísvitandi.

En hér er um trú að ræða. Trúfrelsi í okkar landi byggir fyrst og fremst á gagnkvæmri virðingu milli trúarbragða. Hlífum því blessuðum Múslimunum með svona myndbirtingum ef þess er nokkur kostur.


mbl.is Dönsk blöð birta „Múhameðshundinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Það ríkir ekkert tjáningafrelsi á Vesturlöndum!  Sú hugmynd er bara ein stór blekking.  Tjáningafrelsi þýðir að maður má segja hvað sem er og komast upp með það.  Sú hugmynd að með því að birta dónamyndir sem fara fyrir brjóstið á einhverjum sé maður að verja tjáningafrelsið er hlægileg.

Afhverju má t.d. ekki brenna íslenska fánann til að mótmæla morðum Íslands á börnum í Afganistan?  Bara hlægileg vitleysa!  

Björn Heiðdal, 1.9.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Já Björn tek undir þetta.  Hálfhlægilegt að verja tjáningarfrelsið með birtingu á skrípa- eða dónamyndum.

Gagnkvæm virðing kæri Baldur.  Gagnkvæm virðing.

Eyjólfur Sturlaugsson, 1.9.2007 kl. 23:17

3 identicon

Tilgangurinn með þessu var sá að kveikja í litlum hópi öfgamanna sem enn kippa sér upp við sandkassaleiki kristinna manna.

Þegar þeir svo birtast í sjónvarpinu öskrandi og brennandi fána getur "góða fólkið'" sötrað kakó yfir fréttunum og fengið staðfest það sem það hafði hvort sem er fyrir löngu ákveðið - að allir múslimar séu snarbrjálaðir.

Ég hlýt að vera óvenju heppinn með múslima, því þeir sem ég þekki eru fjarri því brjálaðir.  Þeir vorkenna til jafns, vitlausum öfgamönnum - og  einstaklingum sem verja barnalegar móðganir í garð Islam.

Ég get ekki annað en verið sammála.  En vorkenni þó ekki alveg jafnt. 
Til eru menn sem hafa náð þeim merka áfanga að sannfæra sig um að ef menn teikni ekki myndir af Muhammad sé það stórhættulegt tjáningarfrelsinu.  Þeim vorkenni ég mest.

Vilji menn gagnrýna öfgamenn innan Islam er vissulega af nógu að taka.  Hundamyndirnar skila engu í þá átt.

Baldur McQueen (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 00:40

4 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Skúli þú ert nú meiri karlinn.  Notar hvert tækifæri til að hneykslast á Múslimum, ef marka má skrif þín hér og á þínu  bloggi.

Birtingar á skopmyndum af Múhameð kemur tjáningarfrelsi ekki á nokkurn hátt við, því það er hvergi bannað í vestrænum heimi.  Og ekkert vestrænt ríki íhugar að banna þessar birtingar.  Því er allt tal um "lengi lifi tjáningarfrelsið" í þessu sambandi alveg út í hött.

Tjáningarfrelsið "lengi lifi fyriri þig" hinsvegar, því þannig getur þú haldið áfram að rakka niður og hneykslast á Múslimum og trú þeirra.

ES

Eyjólfur Sturlaugsson, 3.9.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband