Leita í fréttum mbl.is

Erfitt í framkvæmd

Ég er eiginlega feginn því að þetta málefni sé nú til umræðu í samfélaginu.  Þegar fyrsta beiðnin um að nemandi stundaði nám í tveimur skólum kom til mín, hélt ég að það væri grín.  Síðan þá hefur beiðnum sem þessum fjölgað en eru þó ennþá ekki orðnar margar.

Í skólanum hafa bæði verið nemendur sem hafa verið í skólum í sitthvoru sveitarfélaginu og svo nemandi sem var í skóla í sitthvoru landinu.  Hvorutveggja hefur reynst flókið í framkvæmd og í öllum tilfellum hafa foreldrar gefist upp á framkvæmdinni.  

Skólaganga í tveimur skólum getur verið flókin þótt í sama landi sé.  Ekki er sama námsefni kennt allsstaðar né á sama hátt.  Í sumum tilfellum hefur verið reynt að hafa nemandann í hálfan mánuð í senn í hvorum skóla, sem kostar mikil og tíð ferðalög.    Þá kostar þetta samninga á milli sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu.

Það er auðveldlega hægt að færa rök fyrir því í sumum tilfellum að það besta lausnin tímabundið að barnið fari í tvo skóla og búi á tveimur heimilum.  Reynsla virðist hinsvegar vera sú að það hentar ekki til lengdar... trúlega eftir því sem aðstæður barns og foreldra breytast.  Fyrir mér er þetta því að birtast sem skammtímalausn, sem skólinn reynir að leysa í samvinnu við alla aðila.

.  


mbl.is Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Mér hefur alltaf fundist það lýsandi fyrir sjálfselsku foreldrana þegar börnum er þeytt á milli heimila foreldrana sem vilja hafa börnin hjá sér viku í senn, og svo nú þetta. börn þurfa að ganga í tvo skóla til að mæta þörfum fráskildra foreldra. hver er réttur barnsins? væri ekki réttlátara að fullorðnu aðilarnir flytji inn til barnanna til skiptis það voru jú foreldranir sem gáfust upp en ekki börnin en þau þjást jafnan mest vegna skilnaðar.
ég á sjálfur börn og er ekki skilinn en ef til þess kæmi þá myndi ég aldrei fara fram á þessa vitleysu. börnin væru hjá öðru hvoru foreldrinu með lögheimili og í einum skóla og mínar þarfir eða langanir kæmu eftir þörfum barnana.

Tjörvi Dýrfjörð, 24.8.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 205927

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband