Laugardagur, 15. september 2007
Áfram Selfoss
Þar kom að því að þetta fjölmenna sveitarfélag; Árborg næði að koma fótboltaliði sínu upp í 1. deild. Selfossliðið hefur þurft að lúta í gras undanfarin ár og sjá eftir fótboltafélögum úr mun fámennari bæjarfélögum fara upp í 1. deildina.
En nú kom að því og ekki er verra fyrir gamlan Siglfirðing að sjá að KS fylgir þeim líka. ÉG reikna fastlega með því að handboltaliðinu á Selfossi takist í vetur að komast upp í úrvalsdeildina.
Íþróttaakademíunar í Fjölbrautaskóla Suðurlands eru núna orðnar þrjár; körfuboltaakademía, handboltaakademía og fótboltaakademía. Í þessum þremur akademíum fer fram úrvalsþjálfun.
Til hamingju Selfossbúar ...boltinn er rétt að byrja að rúlla.
![]() |
Tekið á móti Selfossliðinu á Ölfusárbrú í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. september 2007
Bakslag
Miðvikudagur, 12. september 2007
165 millur fyrir mig
Potturinn í Víkingalottóinu var þrefaldur í kvöld. Ég er búinn að vera áskrifandi í átta ár á einhverjum tölum, sem ég er löngu búinn að gleyma. Nokkrum sinnum hefur verið fært inn á kreditkortið mitt upphæðir sé ég ef unnið allt frá 300 krónum upp í 3000 krónur.
En sá stóri hefur látið á sér standa. Á hverjum fimmtudagsmorgni bíð ég spenntur eftir því að síminn hringi og hinum megin á línunni sé spurt hvort þetta sé Eyjólfur og síðan sé mér tilkynnt að ég hafi verið einn með allar tölurnar réttar. Það fer sæluhrollur um mig við svona fallega tilhugsun.
Og á morgun er einmitt fimmtudagur og í kvöld biðu 165.000.000 kr eftir því að komast í hendur nýs eiganda. Það verður gaman þegar þeir hringja í mig í fyrramálið. Og ég veit alveg hvernig ég bregst við...hef svo oft farið yfir það í huganum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 11. september 2007
Nú borða ég vínber
Þegar ég var lítill strákur vestur í Dölum þekkti ég fáa ávexti. Epli, apelsínur, krækiber og bláber. Ég man ekki hvenær ég fékk banana fyrst eða peru. En ég man þegar ég fékk fyrst melónu og grape svo dæmi séu nefnd. Og ég man það líka að á jólunum fengust fleiri ávextir en venjulega í Kaupfélagi Saurbæinga á Skriðulandi. Til dæmis voru vínber þá sérstaklega keypt og höfð til hátíðarbrigða.
Nú tæpum 40 árum síðar borða ég vínber oft í viku í öllum regnbogas litum; græn, rauð og blá. Sum eru meira að segja steinalaus. Og á jólunum finnast engir ávextir lengur sem hægt er að kaupa og hafa til hátíðarbrigða.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 10. september 2007
Áhyggjur
Ég veit að ég á ekki að hafa áhyggjur. Áhyggjur koma í veg fyrir að ég sjái það bjarta og fagra í veröldinni og stytta jafnvel lífið. Mér tekst ofast að hrista af mér ýmiskonar áhyggjur ef mér finnst þær vera orðnar of yfirþyrmandi. Meira að segja orðinn nokkuð leikinn í því. En ég verð að viðurkenna að stundum þegar ég er með öllu áhyggjulaus að þá leiðist mér. Svo stundum þá dunda ég mér við að hafa áhyggjur.
En það nýjasta er að ég hef orðið áhyggjur af nýjum áhyggjum. Ég er farinn að velta því fyrir mér hvað gerist ef pólarnir bráðna og sjórinn hækkar...hemm hvað stendur Selfoss eiginlega hátt yfir sjó ? Og hvað gerist í alþjóðlegri fjármálakreppu....ha ...hjálpi mér.
Já það er nefnilega eins gott að ef maður hefur áhyggjur að séu að minnsta kosti skemmtilegar áhyggjur.
Sunnudagur, 9. september 2007
Júdo
Jæja þá eru langþráðar æfingar júdofélaganna að byrja. Drengirnir búnir að bíða í nokkrar vikur eftir að æfingar hæfust á ný. Keli ætlar að æfa að mestu með JR í vetur, en verður í frívikum sínum á æfingum hjá Júdodeild Umf. Selfoss. Stulli æfir á Selfossi og er að æfa handbolta með þessu fimm sinnum í viku, þannig að hann þarf í einhverja daga að fara bæði á æfingu í júdo og handbolta.
Deildin er að gíra sig upp í starfinu og stendur m.a yfir endurnýjun á dýnum í æfingaraðstöðunni. Fyrstu æfingar voru 3. sept. og er þátttaka bara góð.
Aldrei of seint að byrja að æfa, segja sannir júdomenn. www.umfs.is/judo
Laugardagur, 8. september 2007
Batnandi smekkur ?
Í blaðinu í dag er slegiðupp fyrirsögninni "Vínsmekkur Íslendinga fer batnandi". Í kjölfarið er rætt við umsjónarmann vefsvæðis sem heitir smakkarinn.is.
Smekkur hvers og eins er eins persónubundinn og hægt er. Enginn hefur sama smekk. Áðurnefndur "smakkari" hefur sinn smekk. Og ef draga á ályktanir um smekk landans af vínsölu tegunda í vínbúðum eru menn á rangri braut. Það er vitað mál að verð á vínum ræður verulega um neyslu þeirra.
Réttara væri að tala um vínneyslu heldur en vínsmekk í ofangreindu sambandi.
Fimmtudagur, 6. september 2007
Jesúauglýsingin
Jesúauglýsingin frá Símanum er varla guðlast. Ég er ekki viss um að hún særi marga. Hvað mig varðar skilur hún ekki eftir nein óþægindi.
Ég er hinsvegar sammála biskupinum um það að tilhneygingin í þjóðfélaginu sé stöðugt í þá áttina að brjóta niður hin helgu vé; ögra og gera grín að hlutum sem eru okkur hjartfólgnir og veita okkur skjól í lífinu.
Laugardagur, 1. september 2007
Veikur blettur sem sumir hafa gaman af
Það hefur áreiðanlega komið Dönum á óvart hversu heiftarleg viðbrögð voru við birtingu skopmynda af Múhameð austið 2005. Síðan held ég að það hafi komið öllum hinum kristna heimi líka á óvart. Fæsta hafði grunað að þessar myndir virkuðu eins og veikur blettur á hinum Islamska heimi.
Nú hef ég grun um að sumir hafi nokkra ánægju af því að Múslimar séu espaðir upp með þessu móti. Svona svipað og þegar fólk áttar sig á leið til að stríða einhverjum með eitthvað. Nefna menn gjarnan tjáningarfrelsið í þessu sambandi. Ekki vil ég láta banna þessar myndbirtingar en mikið ætti það að höfða til samvisku hvers og eins að láta það vera að særa aðra vísvitandi.
En hér er um trú að ræða. Trúfrelsi í okkar landi byggir fyrst og fremst á gagnkvæmri virðingu milli trúarbragða. Hlífum því blessuðum Múslimunum með svona myndbirtingum ef þess er nokkur kostur.
![]() |
Dönsk blöð birta Múhameðshundinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Blessuð rigningin og hinn svali norðanvindur
Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að mikill hiti á stórum landsvæðum er meira vandamál fyrir mannskepnuna en kuldar á landsvæðum í kringum pólana, fyrr en ég stóð í rúmlega 43 stiga hita í Tyrklandi í sumar. Og í þessum hitum brunnu skógar í Grikklandi, Búlgaríu, Ítalíu og á Tyrklandi. Fjörutía stiga hiti, vindur og ekki dropi úr lofti mánuðum saman. Allavega lífshættulegar aðstæður fyrir Dalamann af Íslenskum uppruna.
Mikinn hita klæðir maður ekki af sér eins og kuldann og þegar lofthiti er kominn upp fyrir líkamshita er ástandið orðið lífshættulegt, nema til séu ráð til að kæla sig niður. Og vatnsskortur ...hvernig á maður að muna eftir því að það sé skortur á hreinu vatni á stórum svæðum í heiminum...þegar vatn rennur, fossar eða snjóar til jarðar allt árið á Íslandi ?
Já blessuð rigningin og hinn svali norðanvindur. Að hafa blotnað er lúxus þegar maður er orðinn þur aftur og kuldinn er vellíðan þegar maður fær ilinn í kropinn á nýjan leik.
Svo drekkum við kaffi og kók þegar við (eins og aðeins fá prósent jarðarbúa geta) eigum kost á því að drekka hreint og ómengað vatn.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar