Leita í fréttum mbl.is

Með takkaförin á kinninni

MSN er ekki hættuleg og ekki heldur tölvuleikir.  Hvorutveggja er getur bæði verið gagnlegt og skemmtilegt.

Það er hinsvegar óhófið sem er óhollt í þessu sem víða annarsstaðar.  Þegar kastast illilega í kekki milli barna og foreldra vegna tölvunotkunar, sem farið hefur úr böndunum, er nánast í öllum tilvikum illa komið og vandinn fengið að vera óáreittur of lengi.  Hinn þjáði tölvufíkill er í raun búinn að tapa áttum í svo mörgu; vansvefta, félagslega einangraður og með nám eða vinnu í klúðri. 

Ég man eftir dreng sem kom eitt sinn í skóla hjá mér, reyndar alltof seint, með takkaförin á kinninni.  Hann hafði lognast útaf við tölvuna kl. 5.00 hélt hann og hrökk upp þegar móðir hans vakti hann kl. 9.00.


mbl.is Lögregla kölluð til vegna deilna um tölvunotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt í framkvæmd

Ég er eiginlega feginn því að þetta málefni sé nú til umræðu í samfélaginu.  Þegar fyrsta beiðnin um að nemandi stundaði nám í tveimur skólum kom til mín, hélt ég að það væri grín.  Síðan þá hefur beiðnum sem þessum fjölgað en eru þó ennþá ekki orðnar margar.

Í skólanum hafa bæði verið nemendur sem hafa verið í skólum í sitthvoru sveitarfélaginu og svo nemandi sem var í skóla í sitthvoru landinu.  Hvorutveggja hefur reynst flókið í framkvæmd og í öllum tilfellum hafa foreldrar gefist upp á framkvæmdinni.  

Skólaganga í tveimur skólum getur verið flókin þótt í sama landi sé.  Ekki er sama námsefni kennt allsstaðar né á sama hátt.  Í sumum tilfellum hefur verið reynt að hafa nemandann í hálfan mánuð í senn í hvorum skóla, sem kostar mikil og tíð ferðalög.    Þá kostar þetta samninga á milli sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu.

Það er auðveldlega hægt að færa rök fyrir því í sumum tilfellum að það besta lausnin tímabundið að barnið fari í tvo skóla og búi á tveimur heimilum.  Reynsla virðist hinsvegar vera sú að það hentar ekki til lengdar... trúlega eftir því sem aðstæður barns og foreldra breytast.  Fyrir mér er þetta því að birtast sem skammtímalausn, sem skólinn reynir að leysa í samvinnu við alla aðila.

.  


mbl.is Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollusta í úlfsgæru

Nú er hægt að kaupa vítamín og steinefna bætt kolsýrt vatn, hægt að kaupa C- vítamín bættan brjóstsykur og sykurlaus gos með fullt af sætuefnum.  

 


Hugumstóru hetjurnar okkar

Undirstöðum samfélagsins er haldið uppi af hugumstórum hetjum ár eftir ár.

  • Leikskólar:  Vantar fagmenntað fólk í miklum mæli. Talað um að víðast hvar sé aðeins einn þriðji starfsfólksins með fagmenntun.  Og ekki bara það, heldur gengur víða afar erfiðlega að manna leikskóla með ófagmenntuðu fólki.  Álagið sem verður á leikskólunum í kjölfarið eykst stöðugt á þá sem þar starfa enn.  Hvar væri samfélagið á þessara stofnanna ?
  • Grunnskólar: Í marga áratugi hefur vantað kennara til starfa.  Viða á landsbyggðinni hefur hlutfall fagmenntaðra verið milli 50 - 70 % og sérstakar undanþágur hefur þurft í hundruða tali svo hægt sé að halda uppi kennslu.  Nú er ljóst að  í höfuðborgina sjálfri vantar þetta eftirsótta vinnuafl.  Hvar væri samfélagið án þessara stofnanna?
  • Lögreglan:  Lögreglumenn eru nú að yfirgefa störfin sín í meiri mæli en áður.  Milil reynsla og þjálfun hverfur í hvert sinn sem slíkt gerist.  Aðstæður lögreglumanna og álag er eitthvað sem orðið er fyrir suma ekki þess vert að vinna við.  Hvar væri samfélagið án þessara stofnanna ?
  • Hjúkrunarfræðingar:  Verulegur skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum mörg undanfarin ár. Sumarlokanir á deildum eru staðreynd.   Hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna mikla aukavinnu, og afsala sér frívöktum og sumarfríum. Hvar væri samfélagið á þessara stofnanna ?

Það sem þessi störf eiga sameiginlegt að ekki er hægt að manna þau með "nýbúum" eða erlendu vinnuafli.  Íslendingar  hafa unnið þessi launarýru störf oft af mikilli hugsjón.  Þeir sem enn eru að störfum í þessum stofnunum halda uppi samfélaginu.  Hugumstrórt fólk sem enn heldur áfram.


ÍTR

Í Blaðinu í dag rakst ég á auglýsingu frá ÍTR þar sem með ýmsum rökstuðningi er reynt að laða fólk til starfa á frístundarheimilum borgarinnar.  Þar var meðal annars talað um "skemmtilegasta starf í heiminum".  Ótrúlegt.  Fullyrða þetta þegar næstum enginn vill vinna þessi störf.

Sólber í öll mál

solber-aJæja það er komið að uppskerutíma.  Næstu helgi mun ég plokka sólber eins og ég hef orku til.  Í garðinum er þvílík ógrynni af sólberjum að ég hef aldrei séð annað eins.  Íbúarnir sem bjuggu hér á undan mér ræktuðu nefnilega sólber í atvinnuskyni þannig að í garðinum mínum eru tugir metra af sólberjarunnum.

Auðvitað sultar maður eitthvað, reikna með að frysta líka og svo langar mig að prufa að þurka berin og nota þau í te og súpur á köldum vetrardegi.

Las einhversstaðar að sóber væru hollust þeirra berja sem plokkuð væru í íslenskri náttúru.


Vestmannaeyjar

Þá er maður nýkominn heim úr tveggja daga ferð með fjölskyldunni til Vestmannaeyja.  Ferðin var hin skemmtilegasta og veðrið dásamlegt báða dagana.  Við gistum á Farfuglaheimilinu í Eyjum og var fjölskyldan (13 manns) með húsið útaf fyrir sig.  Aðbúnaður var hinn besti í húsinu og staðsetning þess góð.

Krummi í VestmannaeyjumÞegar maður skoðar sig um í Heimaey kemur eiginlega á óvart hversu allt er snyrtilegt í bænum og á stöððum þar sem ferðamenn eru að skoða sig um.  Ótrúlegustu vegir eru malbikaðir og allar gönguleiðir vel merktar.  Þá kom það eiginlega á óvart hversu margt er þarna að skoða; okkur dugði tæplega þessir tveir dagar til þess að skoða og upplifa eyjarnar.

Annað sem kemur á óvart er að bærin sjálfur er allur " skipulegslega heilbrigður eða náttúrulegur" þ.e verktakar eru greinilega ekki búnir að skemma hann eins og flest ný hverfi á "uppbyggingar" svæðum í krinum höfuðborgina. Í eyjum eru ekki heilu hverfin nákvæmlega eins, með litlar lóðir, urmul að raðhúsum og blokkir með rassinn í hverri annarri.  Hér eru margskonar hús, sem sum snúa jafnvel öðruvísi en önnur.  Og nóg af plássi milli hverfa, fullt af opnum svæðum og götur eru breiðar.

Það eina leiðinlega sem maður upplifði var Herjólfur.  Hræðilega leiðinlegt að velkjast þetta fram og til baka í 3 klukkutíma.  Það verður rosalegur munur 2010 þegar Eyjamenn verða aðeins 20 mínútur í land.  Skattfé okkar er vel varið í þá samgöngubót.

Læt fylgja fallega mynd sem ég náði af Krumma og Eyjum.


Af mér

Jæja þá er komið að árlegu fjölskyldumóti fjölskyldunnar.  Nú á að fara út í Eyjar og vera þar yfir helgina.  Skellum okkur með Herjólfi á morgun og komum á sunnudaginn til baka.  Fór síðast til Vestmanneyja fyrir nákvæmlega 8 árum.  

Settningin í Menntaskólanum Hraðbraut var í dag.  Keli byrjar þar á fullu strax eftir helgi.  Nú situr hann með stjörnur í augum og "testar" nýju fartölvuna sína.

Og ágústnóttin er dimm og falleg.


Orðið þreytt fréttaefni

Nú þegar verslunarmannahelgin er ekki lengur mesta ferðahelgi ársins er ekki nein sérstök ástæða til þess að búa til allar þessar fréttir af henni.  Það finnst mér allavega.  Mér finnst orðið ferlega þreytt að sjá fréttamenn í sjónvarpinu með Ártúnsbrekkuna í bakgrunni og segja fréttir af umferð.

Það sama finns mér um að "planta" niður fréttamönnum vítt og breytt um landið á einhverjum samkomum eða útihátíðum og láta þá þylja upp eitthvað fréttnæmt.  Flestir flytja bara engar fréttir; segja hvernig veðrið er, hversu margir eru á staðnum og hvort lögreglan hafi haft mikið eða lítið að gera.

Það ferðast gríðarlega margir um jól, páska og hvítasunnu.  Sem betur fer þurfum við ekki að horfa á Ártúnsbrekkuna með fréttamann í forgrunni  í því samhengi.


mbl.is Umferð að þyngjast í átt til borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hunsum við þessa hættu ?

Þegar íslenskir ferðalangar voru komnir til Tyrklands og um borð í rútur frá Plús ferðum, Úrval útsýn og Sumarferðum, var þeim öllum ákveðið sagt af fararstjórum ferðaskrifstofanna að vera EKKI í sólinni milli kl. 12.00 - 16.00.  Sólin væri sex sinnum sterkari en heima á Íslandi og þá er einnig hitinn mestur.  Þetta hljómaði ekki einu sinni eins og ráðlagning, meira eins og fyrirmæli; "enginn á að vera í sólinni milli kl. 12.00 - 16.00. "

Það þarf nú ekki að sökum að spyrja en Íslendingarnir voru á öllum tímum við sundlaugarbakkann, nema ef vera skyldi á morgnana; þá voru margir ekki vaknaðir.  Svo þarna hafðist blessaður landinn við á laugarbakkanum eða í lauginni yfir hádaginn (með hvíldum) í sexfaldri sól og 40 stiga hita (í skugga).  Sumir dag eftir dag í eina til fjórar vikur. Okkur sýndist á ströndinni að þar væri sama sagan hjá nágrannaþjóðum.

Eins og fréttin greinir frá, þá vitum við af þeirri hættu, sem getur fylgt stífum sóböðum...en hvað er það sem veldur því að við hikum ekki við að hunsa þessa hættu í flestum tilvikum... og það þótt hún geti leitt til dauða ?

 


mbl.is Sóldýrkendur meðvitaðir um hættuna á húðkrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 206546

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband