Leita í fréttum mbl.is

Umbun fyrir hvað ?

Það er með ólíkindum að fyrrverandi kosningastjóri Framsóknarflokksins skuli vera umbunað í formi kaupréttar í risastóru orkufyrirtæki.  Framsóknarflokkurinn dó næstum því í kosningunum í vor.  Ég er ekki hissa á að ekki gangi vel á þeim bænum ef mælikvarðarnir eru þessari línu.

Þetta minnir mig á tyrkneskt máltæki sem  er eitthvað á þessa leið:  "Það skiptir ekki máli hver þú ert heldur hverja þú þekkir".


Rauðrunni - rooibos

RooibosFyrir nokkrum vikum (eiginlega mánuðum) keypti ég mér rooiboste eða "rauðrunnate" eins og það heitir á íslensku.  Ég síðan drukkið þetta te reglulega og klárað hvern pakkann á fætur öðrum.  Prufað það í ýmsum bragðbættum útfærslum og líkað vel við þær allar.

Rauðrunninn á uppruna sinn að rekja til Suður-Afríku. Frumbyggjarnir notuðu rauðrunnann til að gera sér ávaxtamikið og sætt te, en seinna tóku Evrópubúar það upp eftir þeim. Greinar runnans voru þurrkaðar og síðan saxaðar í kurl. Teið var fyrst flutt út til fjarlægra landa á 18. öld, og útflutningurinn hefur aukist jafnt og þétt síðan. Þessi útflutningsaukning
varð til þess að menn fóru að rækta runnann skipulega og undir eftirliti. Hágæða rauðrunnate er hægt að þekkja á rúbínrauðum lit þess og hinu mjúka, sæta og ilmríka bragði sem gefur því þetta sérstaka bragð.  Teið er m.a gott við þunglyndi, svefnleysi, þynnku, öldrunareinkennum og magakrampa.

Nú áhrifin láta ekki á sér standa.  Þetta er algjört kraftaverkate, ef te skyldi reyndar kalla.  Nær væri að tala um jurtaseyði.  Fæst í öllum heilsubúðum og stærri kjörbúðum t.d Nóatúni.


Karlar í kotinu

Hin árlega kvennaferð fjölskyldunnar er þessa helgi.  Þá fara allar konur yfir fermingu í ferðalag og skilja karlana eftir í kotinu.  Alltaf í september.  Hreint og beint lögmál.

Við karlarnir fjórir ætlum að dúlla ýmislegt á meðan.   T.d er haustmót JSÍ í júdó og þangað stormum við á sunnudaginn.


Jói lögga á nýjum bíl !

Það er mjög gleðilegt að Jói sé nú loksins laus við gamla bílinn, sem alltaf var bilaður.

Til hamingju Dalamenn !

http://www.dalir.is/Default.asp?sid_id=7353&tId=2&fre_id=61786&meira=1


Evran og Davíð

Ég hef reynt að fylgjast með umræðunni um að taka upp evru í stað íslensku krónunnar.  Nú verð ég að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð ruglaður hvað þetta varðar og erfitt að henda reiður á hvað sé nú rétt og hvað ekki.  Heyrði t.d um daginn það álit sérfræðings að Íslendingar væru orðnir svo skuldugir að ekki væri hægt að taka upp evruna.  Er það rétt eða rangt ?

Hitt virðast allir skyndilega nú vera sammála um að hávaxtastefna Seðlabankans sé ekki að virka.  Keppast nú allir að gagnrýna bankann eða öllu heldur Davíð Oddsson.   Enginn gagnrýnir hinsvegar lengur þenslustefnu ríkisvaldsins undanfarin ár.  Svo það er endanlega Davíð sem liggur í því hvoru megin sem hann starfar....og á þá Davíð bæði að hafa skapað aukna verðbólgu og háa vexti.


Þú Kristur

Þú, Kristur, ástvin alls sem lifir. Sb. 51

Þú, Kristur, ástvin alls, sem lifir,
ert enn á meðal vor.
Þú ræður mestum mætti yfir
og máir dauðans spor.
Þú sendir kraft af hæstum hæðum,
svo himinvissan kveikir líf í æðum,
og dregur heilagt fortjald frá.
:,: Oss fegurð himins birtist þá. :,:

Þín elska nær til allra manna,
þótt efinn haldi þeim,
og lætur huldar leiðir kanna
að ljóssins dýrðarheim.
Vér skulum þínir vottar vera
og vitnisburð um stórmerki þín bera,
því þú ert eilíf ást og náð
:,: og öllum sálum hjálparráð. :,:


Valdimar V. Snævarr.
W. A. Mozart



Káta nær árangri

Hún Káta er nú búin að vera í fimm mánaða strangri megrun.  Eftir að hún týndist uppi á Ingólfsfjalli var fjölskyldunni ljóst að holdafar hennar hafði ekki verið að hjálpa henni.  Svo eftir lestur og fréttir af alltof feitum gæludýrum var ekki annað hægt en að setja Kátu í strangt aðhald.

Það verður að segjast að þrátt fyrir að stöðugt væri minni og minni  matarskammtar settir í dallinn hennar  virtist mittismál Kátu ekki breKátaytast neitt.  Reynt að var að auka hreyfingu hennar um leið og bar það helst þann árangur að þol hennar jókst....en ekki breyttist mittismálið.

Í ágúst var farið með Kátu til dýralæknis sem ákvað að farsælast væri að breyta mataræðin hennar og fóðra hana á fitu- og orkusnauðu hundamat.  Eitthvað sem dýralæknirinn seldi náttúrulega sjálfur.  Örvæntingarfull fjölskyldan kinkaði strax kolli yfir þessari hugmynd og nýtt fóður var keypt.

Svo gerðist það um daginn að  vitni varð að því að Káta var að troða sig út af hundafóðri með hausin á kafi í fóðurpokanum.   Runnu nú á menn tvær grímur.  Þetta var auðvitað ástæða þess að Káta léttist ekkert mánuðum saman og vissulega fannst okkur alltaf grunnsamlega oft "búið " úr fóðurpokanum.

Nú er búið að ganga þannig frá fóðurpokum að Káta kemst ekki í þá...og viti menn....Káta hefur náð árangri og er að lettast.


Moska í miðbæ Reykjavíkur

Félag Muslima á Íslandi hefur beðið lengi eftir þvi að fá svör við því frá Reykjavíkurborg hvar þeir megi reisa moskuna sína.  Þetta kom m.a fram í fréttum nýlega.   Ekki veit ég hvað tefur skipulagsyfirvöld en í landi trúfrelsis ættu öll viðurkennd trúfélög að geta komið sér upp húsnæði.moska 

Moskan er hinn heilagi samkomustaður múslima og bænahús þeirra. Í moskunni skal ríkja friður og kyrrð og þar eru því hvorki myndir né tónlist. Í moskunni á að einbeita sér að því að finna nálægð Allah.  Allar moskur hafa turna (mismarga eftir stærð) sem kallaðir eru mínarettur (minaret). Úr turnunum er kallað til bænagjörðar fimm sinnum á sólarhring.

Allra skemmtilegast væri ef hin nýja moska gæti verið nálægt miðbænum þannig að gangandi vegfarendur heyrðu bænakallið frá turnunum.  Þannig myndi moskan lífga upp á umhverfi og mannlíf í borginni.


Úff

Nú bíður maður frétta af því hvort þetta sé einhver sem maður þekkir.  Úff

Annars held ég að það hljóti að átt sé við bæinn Klukkufell en ekki Klukkuberg, sem ég veit ekki að sé til á þessum slóðum.


mbl.is Karlmaður mikið slasaður eftir bílslys í Reykhólasveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálmur 23

Sálmur 23 er afar fallegur og hefur þá sérstöðu að fólk notar hann jafnt þegar það þarf á huggun að halda og þegar það þakkar Guði fyrir allt milli himins og jarðar.

Við sálminn hafa verið samin mismunandi lög og er  hann fluttur á ýmsan hátt við ólík tækifæri.  Læt hér til gaman fylgja fluttning lítillar stúlku á ensku, sem ég rakst nýlega á.  http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=9e7c4b40cf5a13cea6ca

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 206538

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband