Leita í fréttum mbl.is

Moska í miðbæ Reykjavíkur

Félag Muslima á Íslandi hefur beðið lengi eftir þvi að fá svör við því frá Reykjavíkurborg hvar þeir megi reisa moskuna sína.  Þetta kom m.a fram í fréttum nýlega.   Ekki veit ég hvað tefur skipulagsyfirvöld en í landi trúfrelsis ættu öll viðurkennd trúfélög að geta komið sér upp húsnæði.moska 

Moskan er hinn heilagi samkomustaður múslima og bænahús þeirra. Í moskunni skal ríkja friður og kyrrð og þar eru því hvorki myndir né tónlist. Í moskunni á að einbeita sér að því að finna nálægð Allah.  Allar moskur hafa turna (mismarga eftir stærð) sem kallaðir eru mínarettur (minaret). Úr turnunum er kallað til bænagjörðar fimm sinnum á sólarhring.

Allra skemmtilegast væri ef hin nýja moska gæti verið nálægt miðbænum þannig að gangandi vegfarendur heyrðu bænakallið frá turnunum.  Þannig myndi moskan lífga upp á umhverfi og mannlíf í borginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá hvað þú átt eftir að fá að "heyra" það hérna í kommentakerfinu þínu núna!!:)

En ég er sammála:) 

Heiða B. Heiðars, 18.9.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

að sumu leyti er ég sammála þér, en þar sem ég var að koma af námskeiði um konur og Islam vil ég segja að um leið og komin er moska hefur reynslan sýnt að öfgatrú og bókstafstrú blómstrar, auk þess sem moska þar sem konur mega ekki biðja myndi stangast á við jafnréttislögin eða hvað?

Guðrún Vala Elísdóttir, 18.9.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Linda

þú ert ekkert smá mikill húmoristi.

Linda, 19.9.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Hmm já brot á jafnréttislögum segir þú  Vala.   Það hlýtur að verða uppi fótur og fit á hinum Norðurlöndunum þegar frændur vorir fatta þetta.  Þeir eru líka með jafnréttislög og moskur í öllum stærstu borgum.

Eyjólfur Sturlaugsson, 19.9.2007 kl. 08:07

5 Smámynd: Mofi

Þetta væri eðlileg og sanngjörn bón hjá múslimum ef trúfrelsi ríkti hjá þeim sjálfum. Fyrst að þeir drepa þá sem vilja yfirgefa trúnna þá er ekki hægt að taka svona beiðni alvarlega.

Mofi, 19.9.2007 kl. 09:16

6 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Já Halldór (Mofi) trúfrelsi gegn trúfrelsi...annars engin moska á kristnu Íslandi.

....bara hugsa.....ættu Múslimar þá ekki bara að loka kristnum kirkjum í sínum ríkjum... á móti....og trúboð í þessum ríkum yrði þá hvað ?

Eyjólfur Sturlaugsson, 19.9.2007 kl. 12:09

7 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Jú þetta eru sannarlega góðar spurningar Skúli, sem ég kann engin svör við.  Hef ekki minnstu hugmynd hvernig einhverjum tókst að byggja kirkjur í ríkjum múslima.

Já Ísland fyrir Íslendinga...ekki alveg nýtt að heyra það.

Eyjólfur Sturlaugsson, 19.9.2007 kl. 15:51

8 identicon

Komið þið sæl, gott fólk !

Eyjólfur minn ! Sannarlega kominn tími til, að afnema trúfrelsið.

Okkur er nær, að hlusta eftir spangóli íslenzka fjárhundsins, en einhverju góli, í kallara, með delluna frá Mekku, í farteskinu.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 205960

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband