Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Er tiltrú fólks að dvína á Vantrú ?

Málið allt gegn Bjarna Randveri hefur snúist í höndum Vantrúarmanna. Verður svo bara að koma í ljós hvort ein töpuð orusta snúi stríði.
mbl.is Vantrú svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Stundum þegar ég bloggaði um eitthvað sem snerti Islam eða Tyrkland komu athugasemdir frá Skúla.  Þær voru stundum svo ótrúlegar í mínum huga að ég fór að heimsækja síðuna hans svona til að átta mig á fyrir hvað maðurinn stæði.  Mér ofbauð algjörlega hvernig hann fjallaði um Islam og þá ekki síst hvernig hann alhæfði hegðun, viðhorf og gjörðir upp alla múslima.  Ég sá það víða í athugasemdum hjá honum og annarsstðar að svo var um fleiri.  Ég velti því fyrir mér þá hvort þetta mætti bara.

Nú nokkru seinna er kominn botn í þetta.  Særandi og niðrandi skrif Skúla um Islam og múslima eru ekki liðin á mbl.is.  Mikið er það gott mál.


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bannfæring Siðmenntar"

Ég er mikið að velta því fyrir mér hvað félagið Siðmennt gerir næst.   Þetta virðast vera öfgasinnaðir trúleysingar, sem berjast fyrir minni áhrifum trúar í samfélaginu.  Ég hef ekki nokkra trú á því að þeir láti staðar numið eftir að litlu jólunum hefur verið snúið í ljósahátíð og námi í kristnum fræðum snúið í siðamenntarnám.

Ég er nefnilega kristinn skólastjóri og miðað við hreintrúarstefnu Siðmenntar verð ég að viðurkenna að það gæti orðið mér fjötur um fót í starfi mínu í framtíðinni að finnast Jesú bestur.   Mér dettur í hug að  "siðmenntaða fólkinu" finnist það vera ansi mikið á það hallað að stórir skólar þurfi að lúta stjórn skólastjóra sem hefur kristin gildi í huga.  Eins og allir vita geta áhrif bæði bein og óbein af hálfu skólastjóra verið mjög mikil.   Kristinn skólastjóri, sem hefur vanið sig á að tala reglulega við Jesú,  gæti hugsanlega misst út úr sér í barna viðurvist orð eins og " Guð hjálpi þér" þegar einhver hnerrar eða " Drottinn sé oss næstur" þegar barn dettur í hálku, eða " Guð minn góður" þegar hann veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið.

Reyndar gæti ég hugsanlega sloppið þar sem ég er hvorki kona né verið áberandi í kristnu samfélagi. En ef svo hræðilega stæði á að skólastjórinn væri líka meðhjálpari, formaður sóknarnefndar eða bara í kirkjukórnun...já þá væru nú "kardinálar Siðmenntar" komnir í feitt.   Ef kristinn skólastjóri er nú kona, sem hrifinn er af skarti verður auðvitað að gæta þess vel að hálsmen með krossum séu alls ekki í augsýn viðkvæmra barna siðmenntaða fólksins.  Ef framangreindir  skólastjórar stíga eitt feilspor biði þeirra ekki annað en "bannfæring Siðmenntar" frá öllu kristinlegu starfi. 

Já kæru opinberlega kristnu skólastjórar í almennum skólum...við hljóum að vera næstir.  Áhrif okkar kunna innan tíðar að verð  mesta ógnin gegn  "viðkvæmum" sálum trúleysingja.

En vitanlega getum við skólastjórarnir ástundað trú okkar á laun.  Og það munum við auðvitað gera frekar en að verða bannfærðir af "páfum Siðmenntar."


Moska í miðbæ Reykjavíkur

Félag Muslima á Íslandi hefur beðið lengi eftir þvi að fá svör við því frá Reykjavíkurborg hvar þeir megi reisa moskuna sína.  Þetta kom m.a fram í fréttum nýlega.   Ekki veit ég hvað tefur skipulagsyfirvöld en í landi trúfrelsis ættu öll viðurkennd trúfélög að geta komið sér upp húsnæði.moska 

Moskan er hinn heilagi samkomustaður múslima og bænahús þeirra. Í moskunni skal ríkja friður og kyrrð og þar eru því hvorki myndir né tónlist. Í moskunni á að einbeita sér að því að finna nálægð Allah.  Allar moskur hafa turna (mismarga eftir stærð) sem kallaðir eru mínarettur (minaret). Úr turnunum er kallað til bænagjörðar fimm sinnum á sólarhring.

Allra skemmtilegast væri ef hin nýja moska gæti verið nálægt miðbænum þannig að gangandi vegfarendur heyrðu bænakallið frá turnunum.  Þannig myndi moskan lífga upp á umhverfi og mannlíf í borginni.


Og gröfin var tóm

Þá er hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum? En þegar þær líta upp, sjá þær, að steininum hafði verið velt frá, en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju og þær skelfdust. En hann sagði við þær: Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjá, þarna er staðurinn, þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann, eins og hann sagði yður. (Mark. 16.1-7)

Hann er enn meðal vor

c_gogn_myndirnar_minar_mislegt_sigurbjorn_einarsson.jpg

Nú um jólin var þáttur helgaður Síra Sigurbirni Einarssyni fyrrverandi biskupi.  Það var afar gott og athyglisvert að hlusta á viðtalið við hann.  Eins og fyrri daginn snertir það sem hann segir mann einhvernveginn þegar hlustað er á hann.   Þessi maður hefur til að bera ótrúlegt þel sem skín af honum.

Í Sigurbirni fer einhvernveginn saman guðfræðimaður og trúarreynslumaður.  Hann virtist eiga meira upp á pallborðið hjá fólki í prédikunum sínum en aðrir prestar samtímans.  Allavega man ég vel eftir mér eldra fólki sem lagði niður störf sín til að hlusta á hann ef hann var með prédikun í útvarpinu.  Og oftast nær var viðfangsefni prédikana hans "Guð og maður".

Eftir síra Sigurbjörn liggja fjölmargar bækur, pistlar, sálmar og þýðingar og ef marka má sjónvarpsþáttinn virtist hann enn vera að kominn á tíræðisaldurinn.  Ef maður les þá stuttu pistla sem finna má á vefnum er ljóst að maðurinn hefur haft mikil áhirf á kirkju og samfélag þjóðarinnar.

Á eftirfarandi slóðum má finna meiri fróðleik um "gamla biskupinn":  Sigurður Árni Þórðarsson skrifar um  "Kennimanninn Sigurbjörn Einarsson" og Pétur Pétursson skrifar um "Guðfræðinginn og guðsmanninn Sigurbjörn Einarsson".

Morgunsálmur
Roðinn af morgni rís í austurvegi
rýmir í hljóði nóttin fyrir degi.
Risnir af beði, Guð með þökk og gleði
göfgum og biðjum.

Bænin skal vekja vora sál og hjarta
vermir og lýsir orðið Drottins bjarta.
Yfir oss niður ljós og líf og friður
líður af hæðum.

Dýrð sé þér, faðir, Drottinn geims og stjarna,
dýrð þér, Guðs sonur, lausn vor sekra barna,
dýrð þér, sem talar, helgar, huga svalar,
heilagi andi.
(Sigurbjörn Einarsson)


Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 205893

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband