Sunnudagur, 4. maí 2008
Hversvegna ?
"Maður er af konu fæddur, lifir fáa ævidaga, fulla af eirðarleysi. Hann vex eins og blóm og visnar, hverfur sem hvikull skuggi. Samt hefur þú á honum vakandi auga og kallar hann fyrir dóm þinn." (Jobsbók 14. 1-3)
Laugardagur, 3. maí 2008
Vorstilling
Nokkrir fjölskyldumeðlimir hafa verið með hálsbólgu, nefrennsli og hita með tilheyrandi óþægindum og slappleika. Ég er einn þeirra. Einn daginn er maður nokkuð góður en svo drulluslappur með hitavellu þann næsta. Svona hefur þetta rúllað í viku.
Það er eins og líkaminnn sé að stilla sig inn á breytt veðurfar og bjartari daga. Verð greinilega orðinn vel innstilltur á sumarið fljótlega.
Mánudagur, 28. apríl 2008
Davíð Oddsson er ekki enn í fangelsi
Ég veit ekki hvernig sjálfstæðismenn hafa náð að telja stóran hluta landsmanna á það að þeir kunni að fara með fjármál landsins. Frá því ég var polli og fór að fylgjast með pólitík hafa sjálfstæðismenn oftast komið fram og kynnt sig sem "ábyrga " stjórnmálamenn sem kunni að fara með fé. Hvað ætli margir haldi virkilega að svo sé enn ?
Nú horfir maður upp á hrikaleg mistök í efnahagsstjórn undanfarinna ára. Hæstu vextir(15 %) í Evrópu, 12% verðbólga og hverfandi hagvöxtur. Eignir fólks étast upp og það gerist hratt. Lán á íbúðarhúsnæði hækka vegna verðbólgunnar og verð á húsnæði er byrjað að lækka. Hafi fólk haft 70 % lán á húsinu sínu...þá er það hlutfall að hækka jafnt og þétt og eignarhlutinn á móti að minnka. Þetta er að gerast núna hjá þúsundum Íslendinga. Hvar þetta endar veit enginn ennþá.
Í lærðum viðskiptaskólum um allan heim verður í framtíðinni tekið fyrir dæmið um Ísland. Efnahagsstjórnun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar verður notað sem lýsandi dæmi um hvernig hægt er að gera afdrifarík mistök. Og nemarnir munu taka vel eftir því þetta er þegar á botninn er hvolft ákaflega skýrt og ótrúlegt dæmi. Kinka kolli til hvers annars og brosa í kampinn meðan þeir virða fyrir sér litla mynd af krullhærðum forsætisráðherra. Og kannski spyr einhver í einfeldni sinni " Og hvað með Mr. Oddsson, var hann ekki settur inn ?"
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Gott mál
Stundum þegar ég bloggaði um eitthvað sem snerti Islam eða Tyrkland komu athugasemdir frá Skúla. Þær voru stundum svo ótrúlegar í mínum huga að ég fór að heimsækja síðuna hans svona til að átta mig á fyrir hvað maðurinn stæði. Mér ofbauð algjörlega hvernig hann fjallaði um Islam og þá ekki síst hvernig hann alhæfði hegðun, viðhorf og gjörðir upp alla múslima. Ég sá það víða í athugasemdum hjá honum og annarsstðar að svo var um fleiri. Ég velti því fyrir mér þá hvort þetta mætti bara.
Nú nokkru seinna er kominn botn í þetta. Særandi og niðrandi skrif Skúla um Islam og múslima eru ekki liðin á mbl.is. Mikið er það gott mál.
![]() |
Óánægja með lokun umdeilds bloggs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. apríl 2008
Sterkar Dalastelpur
![]() |
KR, GFD og HSÞ unnu sveitaglímuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. apríl 2008
Heimili á netinu
Þótt ég sé sáttur við að hafa bloggsíðu á Netinu og geta þar geymt myndir og deilt þeim ásamt skoðunum mínum með vinum og ættingjum þá hef ég alltaf verið spenntur fyrir því vera með eigið vefsvæði.
Slík vefsvæði hef ég eignast reglulega tímabundið í kringum áskriftir á íslenskri netþjónustu en aldrei notað þau mikið en þó er enn til gömul vefsíða http://www.ismennt.is/not/eyjst/ , sem ég hafði mikið fyrir að gera og byggja upp með þeim veftólum sem þá voru til staðar. Nú dugar ókeypis bloggsíða ágætlega í flest það sem persónuleg vefsíða ætti að geyma.
Því voru það aðrar þarfir sem ráku mig af stað í þetta sinn. Sem stjórnarmaður í Júdodeild Umf Selfoss var ég ásamt hinum sjálfboðaliðunum í stjórninni alltaf að senda tölvupóst og skjöl fram og til baka. T.d var bara í tölvunni hjá mér póstlisti. Ég fór því að leita að svæði á netinu þar sem við gætum geymt þetta allt...og auðvitað helst frítt.
Eftir mikla leit fengum við okkur frítt svæði www.judodeildin.freehosting.net (þurfum ekki á vefsíðunni að halda því við erum með www.umfs.is/judo ) Ég varð alveg hissa hvað fylgdi þessu; fullkominn netpóstur, með calander, tasklistum, póstlistakerfum, vefsíðuforrit, bloggkerfi og ég veit ekki hvað og hvað. Allavega þótt plássið sé ekki mikið þá þjónar þetta hagsumun deildarinnar í bili og við borgum ekki krónu fyrir þetta en sættum okkur við auglýsingaborða.
Í framhaldinu fór ég að hugsa þetta fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég valdi www.hostmonster.com og keypti tvö ár fram í tímann á kr. 400 á mánuði....jebb...ótrúlegt verð... frítt lén fylgir. Ég valdi mér lénið www.selfoss.net (ekki virk upphafssíða) sem var laust af einhverjum ástæðum sem ég ekki skil. Við hefðu alveg geta valið okkur vidivellir.com eða gugga&loi.com eða bara hvað sem er.
Við lénið getum við í fjölskyldunni haft eins mörg netföng og við viljum..svo nýja netfangið mitt er eyjolfur@selfoss.net Og tölvupóstviðmótið er meira segja á íslensku ! Við getum einnig haft eins mikið af undirlénum og við viljum, t.d geta börnin mín öll fengið sín svæði og þá t.d www.birna.selfoss.net (bara dæmi)
Það er hreint með ólíkindum hvað fylgir þessu. Sérstaklega er ég hrifinn af net-drifinu. Með sérstakri tengingu við svæðið birtist tákn á skjánum, sem ég hef bara við hliðina á öðrum drifum í tölvunni hjá mér. Og hvenær sem ég vil get ég dregið skjöl, myndir og hvað sem er yfir á netdrifið og hókus pókus ég er kominn með stóran stóran harðan disk á netinu sem ég get hvar og hvenær sem er vistað eða sótt skjöl í. Algjör snild !
Geymsluplássið er mjög mikið eða 1,5 Gígabæt, sem hentar fínt undir geymslu á myndum, lögum, myndböndum og fl.
Ég skoðaði 5 umsagnarvefi áður en ég valdi Hostmonster, en það eru sannarlega margir aðrir góðir á markaðnum, t.d er BlueHost öruggulega mjög gott líka. Hér að lokum slóðir á vefi sem taka út þjónustu fyrirtækja sem selja vefsvæði á netinu:
http://www.100best-free-web-space.com/
http://www.hostingtrail.com/
http://www.top-10-web-hosting.com/
http://www.web-hosting-top.com/
http://hosting-review.com/
Skoðið endilega þennan möguleika og kynnist hvað er í boði...ef þið gangið með eitthvað svona í maganum. Þetta er bæði fyrir þá sem ekkert kunna og þá sem eitthvað kunna...þeir geta alltaf bætt við.
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Suðurnesin um helgina
Framundan er "góð" helgi hjá okkur Guggu. Ætlum að vera í Keflavík í tvær nætur og slappa af. Reynum að njóta þess besta sem Reykjanesið hefur uppá að bjóða.
Föstudagur, 4. apríl 2008
Ríkið á ekki að lækka álögur á bensín
Ég held að Ríkið eigi ekki að fara út í að lækka álögur á bensínið. Miklu frekar að leggja fé í að styðja og styrkja leiðir til að nota nýja orkugjafa. Olían er bráðum búin í heiminum og mikilvægt er fyrir jörðina okkar að finna umhverfisvænni orkugjafa.
Svo ekki lækka álögur á bensínið...það leysir engan vanda til lengri tíma.
![]() |
Gagnslaus fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. mars 2008
Svana er Dalamaður
![]() |
Kóngur og drottning glímunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Kannski er bara rétt ...
Maður er nú afar efins hvort það sé réttlætanlegt að fara út í skærhernað í umferðinni. En hugsanlega er það hinsvegar rétt hjá vörubílsstjórnum að aðrar leiðir til þess að fá ríkið til að minnka hlutdeild sína í verðlagningu olíu hafi ekki virkað neitt hingað til.
Og innst inni hefur maður náttúrulega ekkert á móti því að olía og bensín lækki. Kannski er bara rétt að ganga í lið með blessuðum vörubílstjórnunum.
![]() |
Aðgerðir á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 206535
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar