Leita í fréttum mbl.is

Burtu með viðskiptafréttir !

Ég sá línurit í morgun sem sýndi hagvöxt síðustu árin.  Þar kom skemmtilega á óvart að síðasta rísandi hagvaxtartímabil stóð aðeins yfir í um 5 ár.  En á þessum árum lærði þjóðin að fylgjast með viðskipta- og fjármálafréttum, sem urðu eftir þvi sem leið á tímabili stöðugt fyrirferðameiri í fjölmiðlum landsins.  Á sama tíma smá hurfu fréttir úrhefðbundnum atvinnugeirum.

Þetta var sko góð tilbreyting fannst mér.  Flott að fá bleik viðskiptablöð með fullt af ferskum fréttum um gott gengi íslenskra útrásafyrirtækja.  En nú í öldudalnum horfir öðruvísi við.  Það er hreinlega hundleiðinlegt að hafa svona mikið af fréttum úr þessum geira.  Niðurdrepandi að hlusta, horfa og lesa um þetta allt saman.

Svo nú kalla ég á að fá fiskifréttirnar, landbúnaðarfréttirnar og aðrar gamaldags fréttir aftur inn í fjölmiðla.  Þær þurfa ekki endilega að vera svo upplífgandi en allavega er ljóst að þær verða í versta falli mun skárri en viðskiptafréttirnar.

Burtu með þessar viðskiptafréttir.


Blaut gönguferð

Skrapp í gönguferð með pabba og Hornstrendingaförum á Reykjarnesið á laugardaginn.  Genginn var skemmtilegur hringur frá Þorbirni til Eldvarpa og þaðan brauðstíginn með viðkomu hjá Tyrkjabyrgjunum. Endað niðri í Staðarhverfi (þar sem gólfvöllurinn er)  Allst tók gangan um 5 tíma. 

Eftir gönguna var farið í sund, gufu og heita potta. Þaðan svo í mat í Saltfiskhúsinu. Ljómandi alveg.

Veðrið var samt í aðalhlutverki.  Helli, helli rigning og rok....því tók ég því miður enga mynd.


Fráhvarfseinkenni

Líkamsrækt mín hefur fyrst og fremst byggst upp á tveimur þáttum; sundi og gönguferðum á Inglólfsfjall.  Ég hef gjarnan farið 3 í viku í sund og 1 sinni - 2 sinnum í viku á fjallið.

Nú er sundlaugin búin að vera lokuð í meira en viku og ekki ráðlagt að ganga á fjallið næstu misseri vegna hættu á grjóthruni.

Jú...ég hef sko fráhvarfseinkenni.


Rauði krossinn

Í öllum þeim hamagangi sem verið hefur í kjölfar stóra skjálftans er Rauði krossinn áberandi.  Það var alveg einstök tilfinning að vera í fjöldahjálparstöðinni frá opnun hennar og fylgjast með sjálfboðaliðunum týnast inn allt kvöldið. 

Í fyrstu var einungis um heimafólk að ræða.  Fólk sem hafði yfirgefið heimili sín og ástvini við erfiðar aðstæður til að hjálpa öðrum.  Siðar bættust við aðilar frá Reykjavík og þá léttist álagið mikið.

Það er aðdáunarvert að sjá þetta fólk að störfum og mikið er starf Rauða krossins mikilvægt og dýrmætt á tímum sem þessum.


Vonsvikinn veitandi - vanþakklátur neytandi

Jesús sagði við hann:" Maður nokkur gerði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum.  Er stundin kom að veislan skyldi vera sendi hann þjón sinn að segja þeim er boðnir voru: Komið, nú er allt tilbúið.  En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni.  Hin fyrsti sagði við hann: Ég hef keypt akur og verð að fara og líta á hann.  Ég bið þig, haf mig afsakaðan.  Annar sagði: Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau.  Ég bið þig, haf mig afsakaðan.  Og enn annar sagði:  Konu hef ég eignast, ekki get ég komið.

Þjóninn kom og tjáði herra sínum þetta.  Þá reiddist húsbóndinn og sagði við þjón sinn:  Far þú fljótt út á stræti og götur borgarinnar og leið inn hingað fátæka, örkumla, blinda og halta. Og þjóninn sagði:  Herra, það er gert sem þú bauðst og enn er rúm.  Þá sagði húsbóndinn við þjóninn:  Far þú út um stíga og vegi og þrýstu á menn að koma inn svo að hús mitt fyllist.  Því ég segi ykkur að enginn þeirra sem fyrst voru boðnir mun smakka kvöldmáltíð mína."
(Lúkas 14. 16 - 24)


Sá stóri

Jæja ég sem hélt að ég væri alveg öruggur með að lenda ekki í stórum jarðskjálfta þegar ég flutti á Selfoss 2002.  Nýbúinn stór Suðurlandsskjálfti.

En það kom ansi hressilegur skjálfti sem hafði mikinn eyðileggingarmátt. Hér á heimilinu splundruðust brothættir mundir út um allt hús.  Eyðileggingin grúfði yfir öllu. Misstum mikið af leirtaui, myndum og styttum.  Stórt safn af sérstkökum kristal sem Gugga var búin að safna síðan hún var 14 ára fór næstum allt.  Einnig erfðarmatarstell...bara eftir 4 gripir.  Hillur, borð, skápar og rafmangstæki skemmdust eða eyðulögðust. Húsið sjálft virðist vera furðu stekbyggt...en þetta er annar jarðskálftinn á 8 árum og það sér ekki á því....gæti reyndar komið eitthvað í ljós síðar.

En allir sluppu heilir í fjölskyldunni.  Enginn inni í húsinu nema hin ítalska Lucia.  Hún hafði auðvitað aldrei reynt annað eins en náði sér furðu fljótt.  Rikki minn var að leik við aðra stráka heima hjá einum þeirra og varð upplifun hans erfið.

Búið að vera mikið um að vera í Vallaskóla, en skólinn hefur verið fjöldahjálparmiðstöð síðstu sólarhringa.  Bæði skólahúsin stóðu skjálftan vel af sér.

 


Ofneysla

Þegar við heyrum orðið "ofneysla" leiðum við helst hugan að því að einhver sé að nota fíkniefni úr hófi og skaði þannig heilsu sína.

Ofneysla í vestrænu samfélagi er í mínum huga ýmislegt meira. Ef ofneysla er "neysla í svo miklum mæli að hún skaðar heilsu fólks " þá er ljóst að hún er afar víða.   Þetta á glögglega við um mat.  T.d eiga margir í erfiðleikum með þyngd, því þeir borða of mikið og þá oftast af orkuríkum mat.  Slík ofneysla er hættuleg eins og fíkinefnaneyslan.  

En á þetta þá ekki  einnig við um húsbúnað, hús, ferðalög og fl. og fl. ?  Bara ekki eins auðvelt að benda beint á það né benda beint á heilsubrestinn.  Sá sem velur að kaupa sér ýmiss þægindi sem verða til þess að hann hreyfir sig minna og minna endar með að skaða heilsu sína.  Eða að fjárfest er í miklum eignum (bílum og húsnæði) og svo unnið myrkranna á milli til að borga upp kaupin.   Hvorutveggja er ofneysla....eða minnsta kosti heilsuspillandi neysla.

Orðið langsótt kannski... en er ekki aukinn frítími sem fólk eignast einmitt mikið notaður í það að vinda ofan af  svona neyslu... fara í líkamsræktarstöðvar, slökun, nudd og námskeið um heilsufæði ? 


Orðinn 44

Þá er maður orðinn 44 ára.   Góður afmælisdagur í dag.  Þakka öllum sem komu við á Víðivöllunum fyrir innlit, kökur og gjafir.   Hlakka sérstaklega til að prófa þessa fjallagrasaspápu sem ég fékk.

 


Rosalega er umræðan að snúast

Fyrir áratug eða svo hefði ekki nokkur fjölmiðill birt frétt sem þessa.   Enginn eftirspurn eða áhugi var á upplýsingum eða rannsóknum sem þessum.

Nú er öldin önnur.  Svona upplýsingar og svona fréttir eru lesnar og settar í samhengi við líðandi stund.  Rosalega hefur umræðan verið að snúast síðustu misseri.  Sem betur fer :)


mbl.is Offita stuðlar að loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæðradagurinn

Móðir er kona sem á annasömum degi getur skrifað innkaupalista um leið og hún útskýrir ástæðurnar fyrir hundrað ára stríðinu, blandar græna málningu, finnur týnda ballettskóinn, þerrar hundinn nýkominn inn úr rigningunni, fylgist með kökum í ofninum og afgreiðir farandsölumann svona í leiðinni. Pam Brown.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 206535

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband