Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hagvöxtur...ömulegur mælikvarði ?

"Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrúnaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins og hún sé hin eina og sanna skynsemi. Því er svo erfitt fyrir stjórnmálamenn að víkja af götu hennar. Þrátt fyrir að í raun sé þetta skynsemi sem er gengin af göflunum.

Hagvaxtarhyggjan í síðustu birtingarmynd sinni – þeirri örvæntingarfyllstu liggur manni við að segja – gengur út á að fólk sé í búðum frá morgni til kvölds. Við höfum þetta hroðalega ljóta orð, neytendur. Það er notað yfir fólk – líkt og það sé skepnur sem eru reknar í réttir.

Okkur er hrósað fyrir að vera svo dugleg að neyta; það eru jú neytendurnir sem halda uppi hagkerfinu – björguðu heiminum meira að segja frá síðustu kreppu með því að steypa sér í skuldir. Þjóðverjar og sumar aðrar Evrópuþjóðir fá skammir frá hagfræðingum fyrir að slá slöku við í neyslunni.

Hagvaxtarhyggjan felur í sér að því sem er gamalt er kastað á haugana. Í staðinn höfum við fengið aðgang að ofboðslegu magni af ódýrum varningi sem hleðst alls staðar upp og enginn hefur raunverulega þörf fyrir. Við höfum einnota föt, tæki sem endast varla árið, bíla sem er skipt um ótt og títt. Alls staðar í heiminum eru sömu verslunarmiðstöðvarnar með sömu vörumerkjunum – allir eru að kaupa það sama, gera það sama, horfa á það sama.

Hnattvæðingin er ítrasta birtingarmynd hagvaxtarhyggjunnar. Það skal kappkostað að ná verði framleiðslunar niður og því er henni úthýst til Asíullanda í Kína. Til að þetta borgi sig þarf að mergsjúga verkafólk og að vissu leyti framleiðendur."

Tekið af Silfri Egils á slóðinni : http://silfuregils.eyjan.is/   


Frjálshyggjufélagið - trúarhópur ?

Það er mjög fróðlegt að vafra um heimsíðu Frjálshyggjufélagsins http://www.frjalshyggja.is/  og þeirra slóðir.   Svo virðist af því sem kemur frá félaginu um þessar mundir að fólk virðist gjörsamlega blint á hvernig  frjálshyggjan hefur misboðið heimsbyggðinni undanfarin ár.   Öllu snúið upp í að Ríkinu sé um að kenna hvernig málin standa.

Þetta minnir á öfgasinnaðan sértrúarflokk.  Hvernig verður fólk svona ??


Ekki fréttir - lækkun í kauphöllinni

Fyrst þegar tók að gæta lækkunnar í kauphöllum um heim allan, þá fylgdist maður spenntur með.  En þegar fréttir berast dag eftir dag og viku eftir viku og mánuð eftir mánuð um lækkanir...er maður alveg búinn að fá nóg.  Steindauðar fréttir og alveg ótrúlegt að þeim sé hent daglega eða jafnvel oft á dag inn á mbl.  Fyrir hvaða hópa eru þessar fréttir ?  Atvinnulausa viðskiptafræðinga ? Atvinnulausa fjármálasérfræðinga ?

Það eru meiri spenna og meiri tíðindi fólgin í því  að hlusta á veðurfréttir kvölds og morgna.


mbl.is Rauðar tölur í kauphöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri arður er sjálfslagt best

Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst framkvæmdastjóra segja það í fjölmiðlum að hans hlutverk væri fyrst og fremst að tryggja hluthöfum fyrirtækisins arð.  Það er ekki svo langt síðan, trúlega um 10 ár.

Hitt man ég vel hvað mér var brugðið við að heyra þetta.  Var maðurinn snarruglaður að tala um arð og aukinn pening til þeirra sem ríkastir voru ?  Að nefna hvorki starfsmenn né viðskiptamenn...bara peningagræðgina.  Hann hlyti fyrr eða síðar að fá það óþvegið.

Ég ég hafði rangt fyrir mér.  Fleiri og fleiri töluðu ekki um annað í fjölmiðlum.  Síðar uðru til heilu fjölmiðlarnir bara til um viðskipti.  Það átti að græða, ekkert að því að því þótt þeir ríkari yrðu ríkari.

Og mér fór að verða slétt sama líka.  Já já bara hið besta mál.  Þetta væri gangur lífsins.

Sennilega væri mér enn alveg hjartanlega sama ef þessir blessaðir menn og stjórnmálamenn sem dáðu þá...hefðu ekki brugðist. 

Nú treysti ég engum nema Jóhönnu Sigurðardóttur og Ellert B. Skram.


Úff - þarf ekki að gera eitthvað í þessu ?

Ég rakst nú nýlega á tvö myndbönd um hvernig Hannes Smárason, Pálmi í Fons og Baugur hafa bruggað peninga upp úr hluthöfum. Þessi tvö myndbönd eru á þessari slóð: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/

Myndböndin vekja upp hræðilega áleitnar siðferðislegar spurningar í kreppunni í dag.


Eru olíufélögin að rugla okkur ?

Fyrir 4 árum var bensínlíterinn minnstakosti um 50% ódýrari en hann er nú.  Þá hófust krónuafslættir á hvern lítra hjá sumum félögum, oftst 2 - 3 krónur.  Nú þegar hver neytandi fær um helmingi færri lítra á tankinn sinn fyrir t.d 4000 krónurnar sínar er ljóst að afsláttur olíufélaganna (sem þeir auglýsa grimmt í fjölmiðlum) er helmingi minni.

Með öðrum orðum; afsláttur olíufélaganna hefur minnkað um helming !  Lítum á dæmi:

Ég ek díselbíl.  Ég er með afsláttarkort hjá Orkunni upp á 3 kr líterinn.   Nú fæ ég rétt um 21 líter fyrir 4000 krónurnar mínar.  Fyrir 5 árum fékk ég um 40 lítara.  Þá lítur þetta svona út:
Fyrir 5 árum 40 x 3 = 120 kr. í afslátt
Núna   21 x 3 = 66 kr í afslátt.
Sparnaðurinn er orðinn svo lítill að það er leitun að einhverju sem kostar 66 kr.  Tyggjópakki kostar t.d 90 -110 kr.

Olíufélögin ættu að auka afslátt sinn úr 3 krónur á líterinn upp í 6 krónur á líterinn.  Úr því að þau gátu það fyrir 5 árum...hversvegna geta þau það ekki núna ?

Með rosalegum auglýsingaáróðri um 3 kr áfslátt og 5 krónaafslátt á afmælisdegi manns er verið að kolrugla almenning.  Afslátturinn er stöðugt að minnka og olíufélögin að hirða mismuninn. 


Það er ekki kreppa

Nú nýverið las ég viðtal við Helga Seljan í einu dagblaðanna um helgina.  Hann segir blákalt að ekki sé um neina kreppu að ræða í því efnahagsástandi sem nú er.  "Á meðan allir hafa vinnu er ekki hægt að tala um kreppu" , segir hann.   Þótt fólk neyðist til að kaupa sér minna  af munaðarvarningi en áður er ekki verið að tala um almennan skort.  Skorti fólk hinsvegar lífsnauðsynjar - þá er komin upp kreppa.

Kannski er þetta alveg rétt.   Atvinnuleysi mælist nánast ekkert eða um 1% og vöruskiptajöfnuður er að lagast frá því sem verið hefur.   Mikil verðbólga, háir vextir og offramboð á fasteignamarkaði er hugsanlega eitt og kreppa annað.


Burtu með viðskiptafréttir !

Ég sá línurit í morgun sem sýndi hagvöxt síðustu árin.  Þar kom skemmtilega á óvart að síðasta rísandi hagvaxtartímabil stóð aðeins yfir í um 5 ár.  En á þessum árum lærði þjóðin að fylgjast með viðskipta- og fjármálafréttum, sem urðu eftir þvi sem leið á tímabili stöðugt fyrirferðameiri í fjölmiðlum landsins.  Á sama tíma smá hurfu fréttir úrhefðbundnum atvinnugeirum.

Þetta var sko góð tilbreyting fannst mér.  Flott að fá bleik viðskiptablöð með fullt af ferskum fréttum um gott gengi íslenskra útrásafyrirtækja.  En nú í öldudalnum horfir öðruvísi við.  Það er hreinlega hundleiðinlegt að hafa svona mikið af fréttum úr þessum geira.  Niðurdrepandi að hlusta, horfa og lesa um þetta allt saman.

Svo nú kalla ég á að fá fiskifréttirnar, landbúnaðarfréttirnar og aðrar gamaldags fréttir aftur inn í fjölmiðla.  Þær þurfa ekki endilega að vera svo upplífgandi en allavega er ljóst að þær verða í versta falli mun skárri en viðskiptafréttirnar.

Burtu með þessar viðskiptafréttir.


Davíð Oddsson er ekki enn í fangelsi

Ég veit ekki hvernig  sjálfstæðismenn hafa náð að telja stóran hluta landsmanna á það að þeir kunni að fara með fjármál landsins.  Frá því ég var polli og fór að fylgjast með pólitík hafa sjálfstæðismenn oftast komið fram og kynnt sig sem "ábyrga " stjórnmálamenn sem kunni að fara með fé.  Hvað ætli margir haldi virkilega að svo sé enn ?

Nú horfir maður upp á hrikaleg mistök í efnahagsstjórn undanfarinna ára.  Hæstu vextir(15 %) í Evrópu, 12% verðbólga og hverfandi hagvöxtur.  Eignir fólks étast upp og það gerist hratt.  Lán á íbúðarhúsnæði hækka vegna verðbólgunnar og verð á húsnæði er byrjað að lækka.  Hafi fólk haft 70 % lán á húsinu sínu...þá er það hlutfall að hækka jafnt og þétt og eignarhlutinn á móti að minnka.  Þetta er að gerast núna hjá þúsundum Íslendinga. Hvar þetta endar veit enginn ennþá.

Í lærðum viðskiptaskólum um allan heim verður í framtíðinni tekið fyrir dæmið um Ísland.   Efnahagsstjórnun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar verður notað sem lýsandi dæmi um hvernig hægt er að gera afdrifarík mistök.  Og nemarnir munu taka vel eftir því þetta er þegar á botninn er hvolft ákaflega skýrt og ótrúlegt dæmi.  Kinka kolli til hvers annars og brosa í kampinn meðan þeir virða fyrir sér litla mynd af krullhærðum forsætisráðherra.  Og kannski spyr einhver í einfeldni sinni " Og hvað með Mr. Oddsson, var hann ekki settur inn ?"


Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 205970

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband