Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Það er ekki kreppa
Nú nýverið las ég viðtal við Helga Seljan í einu dagblaðanna um helgina. Hann segir blákalt að ekki sé um neina kreppu að ræða í því efnahagsástandi sem nú er. "Á meðan allir hafa vinnu er ekki hægt að tala um kreppu" , segir hann. Þótt fólk neyðist til að kaupa sér minna af munaðarvarningi en áður er ekki verið að tala um almennan skort. Skorti fólk hinsvegar lífsnauðsynjar - þá er komin upp kreppa.
Kannski er þetta alveg rétt. Atvinnuleysi mælist nánast ekkert eða um 1% og vöruskiptajöfnuður er að lagast frá því sem verið hefur. Mikil verðbólga, háir vextir og offramboð á fasteignamarkaði er hugsanlega eitt og kreppa annað.
Mánudagur, 30. júní 2008
Að virkja meira
Það er erfitt að átta sig á blessuðu olíuverðinu. Eins og ég skil það er ekki lengur stöðugt aukin eftirspurn eftir olíu sem þrýstir ólíuverðinu upp, heldur eru það kaupmenn sem halda verðinu uppi með því að kaupa sér birgðir af olíu, sem þeir hyggjast selja þegar verðið er orðið aðeins hærra. Samkvæmt þessu eru lögmál markaðarins um jafnvægi framboðs og eftirspurnar ekki alveg að virka skilvirkt.
En olían mun klárast að lokum, þótt enn séu nokkrir áratugir í það. Því verður önnur orka að koma í staðinn. Íslendingar eiga mikla ónýtta orku, sem þeir nota nú þegar í miklum mæli t.d í rafmagnsframleiðslu og til húshitunar. En það á enn eftir að breyta bílaflota og skipaflota okkar þannig að þeir séu sem mest óháðir olíu. Það hlýtur að verða meginverkefni okkar næstu árin.
Og það á auðvitað að virkja orkuna þannig að hingað komi erlend stórfyrirtæki sem þurfa orku til framleiðslu sinnar. Það er hreinlega skynsamlegt að orkufrek framleiðsla í heiminum færist á þá staði þar sem orkan er hreinustu og ódýrust. Sé ekki hvernig annað gengi upp. Og það er líka algjörlega borðleggjandi að umhverfisvæn fyrirtæki ganga í flestu fyrir.
Brensla á olíu, gasi og kolum veldur mengun, sem komin er upp í efri mörk í einstæðri veröld okkar. Furðulega finnst mér almættið vera klókt að láta það standa nánast á endum að jarðolían er að verða búin þegar svo er komið .
Laugardagur, 28. júní 2008
Að breyta lögum sem maður brýtur
Sem betur fer þurfa allir að hlýta lögum hvort sem þeir eru ríkir eða blankir, frægir eða óþekktir. Mjög margir brjóta lögin; þótt ekki nema umferðarlög séu, og fá dóma fyrir. Margir hafa verið hundsvektir yfir lagabókstafnum og talað um "vitlaus lög". Það væri óðs manns æði að fara að elta ólar við slíkar kvartanir...jafnvel þótt þær komi frá svektum og þekktum kaupsýslumanni.
Væri ekki réttara að taka þessu eins og maður ?
![]() |
Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Nýtt myndaalbúm
Var að setja inn nokkrar myndir af Luciu eftir veru hennar á Íslandi. Endilega lítið í albúmið !
Lucia lærði aldrei almennilega að klæða sig eftir íslensku veðri. Ef það var laugardagskvöld þá fór hún fínt klædd út og þá gjarnan í háhæluðum skóm í stuttu pilsi og skipti þá engu máli hvort það var 14 stiga frost eða bylur.
Lucia var hinsvegar afar dugleg að aðlaga sig íslenskum mat og borðaði næstum því allt sem fyrir hana var borið. Slátur fannst henni gott, líka flatkökur og hangikjöt. Fiskur var þó seint í uppáhaldi nema þá lax. Hún borðið oft furðu vel og sló jafnvel Stulla og Kela við.
Hún beit aldrei í brauð (myndin sýnir heiðarlega tilraun); braut það alltaf að ítölskum sið, aldrei séð ostaskera eins og við notum og aldrei séð fyrr að pesto væri notað á brauð.
Á Íslandi upplifði hún í fyrsta skipti kvennprest við störf og jarðskálfta upp á 6, 3.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Og nýtt netfang
Bölvað bras er þetta að verða að skipta um nettenginu. loi@simnet.is er nú dottið út. Borgar sig líklega ekki að fara að taka upp netfang hjá Tal...efmaður skyldi nú seinna skipta aftur. Nýtt netfang hjá mér er eyjolfur@selfoss.net .
Gugga vildi aldrei nota netfang hjá Símanum, sem eftir á að hyggja var bara snjallt.
Mánudagur, 23. júní 2008
Aftur kominn í samband
Var að skipta ADSL tengingu frá Símanum yfir í Tal. Það tókst nú ekki betur til en ég varð sambandslaus í rúma viku. Greinilega ekki bestu vinir Síminn og Tal.
Hættur með ADSL sjónvarpið og kominn með hraðari og ódýrari Internet tengingu.
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Ísbjörn í 200m fjarlægð
Ef ísbjörn fyndist nú í 200m fjarlægð frá Selfossi, þar sem búa um 6000 manns...yrði þá ákveðið að bíða í 20 - 30 tíma eftir sérfræðinig frá Danmörku ? Fólki yrði auðvitað tryggt öryggi með lögreglu og björgunarsveitum þannig að ef bangsi myndi fara á ról...þá yrði hann skotinn. Og að sjálfsögðu yrðu íbúar á Selfossi að halda sig innandyra í þessa 20 - 30 tíma. Öryggisins vegna.
Ég held að aldrei hefði komið til þessa. Skelfing og reiði hefði gripið um sig og dýrið verið aflífað á stundinni.
En þarna á bænum Hrauni á Skaga býr bara ein fjölskylda og hún varð að lúta ákvörðunum um útgöngubann og sætta sig við raunverulega hættu við bæjardyrnar klukkustundum saman og horfa upp á bangsa greyið hakka í sig æðarvarp, sem hefur tekið árin að rækta. Enda ákvörðunin um að reyna að ná dýrinu lifandi tekin í Reykjavík þar sem enginn bangsi var nálægur, enginn hræddur og enginn í útgöngubanni....því alveg sjálfsagt að bjóða þessum bændum þarna á Hrauni uppá þessar aðstæður. Góður staður fyrir svona tilraunastarfssemi.
En tilraunin mistókst.
Mánudagur, 16. júní 2008
Suðurland
Nú líður að því að Lucia kveður Ísland. Við notuðum því alla helgina í að ferðast með hana um Suðurlandið. Laugardagurinn var mjög fallegur, bjartur og hlýr og því tilvalinn til að njóta náttúrunnar. Við fórum hefðbundna ferðamannaslóð; Kerið, Geysir og Gullfoss.
Á sunnudeginum blés af suðvestri og gerði skúri á Selfossi. Við ókum hinsvegar beint upp í Þjórsárdal og svo áfram upp á hálendi. Og merkilegt nokk. Í Þjórsárdal var um 11 stiga hiti en uppi við Hrauneyjarfossvirkjun var 16 stiga hiti og sól. Fórum allaleið að Þórisvatni, sem skartaði sínum sérstaka blá lit í sólskininu.
Föstudagur, 13. júní 2008
Bíll sem gengur fyrir vatni
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Til hamingju Maddý
Ég óska Maddý til hamingju með að vera orðin forseti bæjarstjórnar í Árborg. Maddý er vel að því komin, margreynd, ákveðin og sanngjörn.
![]() |
Nýr forseti bæjarstjórnar í Árborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar