Sunnudagur, 20. júlí 2008
Fallandi stjarna
Eftir að Guðjón Þórðarson þjálfari var látinn fara frá Stoke hefur hefur mér fundist sól hans hafa dofnað jafnt og þétt. Ómögulegt er að átta sig á því hversu mikils trausts Guðjón nýtur hjá stjórnarmönnum ÍA en meðan gengið á knattspyrnuvellinum er BARA niður á við getur ekki verið mikið traust eftir. Úrslit kvöldsins 6:1 er niðurlæging og fullt af gulum spjöldum í þokkabót.
Skagamenn þurfa sárlega að fara að sýna hvað í þeim býr. Fyrst þurfa þeir nýjan þjálfara og ég spái því að það verði í þessari viku.
![]() |
Blikar kafsigldu Skagamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. júlí 2008
Sturlaugur Eyjólfsson (eldri) göngugarpur
Kynnið ykkur endilega afrek pabba (það er nú ekki svo lítið). Skessuhornið
Já hann er seigur hann pápi gamli. Maður getur ekki annað en verið stoltur af karlinum.
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Og aftur komin sól
Ja maður lifandi. Það er aftur komin sól á Selfossi. Maður er farinn að undra sig á þessu veðurfari ár eftir ár. Sól dag eftir dag og viku eftir viku. Rigning í þrjá daga svona rétt til að halda gróðrinum góðum og svo bara meiri sól. Sól í kortunum út vikuna og hitinn að rokka á bilinu 16 -21 gráða.
Á Norðurlandi er ekki búið að vera jafn skemmtilegt veður. Kaldara, vætusamara og minni sól. Stöðugar og þrálátar norðanáttir seinni hluta júní og það sem af er júlí er eitthvað annað en ekta norðlensk sumur með yfir 20 stiga hita.
Já þessu er greinilega misskipt því miður.
Laugardagur, 12. júlí 2008
Siglufjörður og Þórshöfn
Jæja loksins komin blessuð rigningin. Ekki búið að vera hægt að vinna í pallinum nema með marga lítra af vökva við hliðina á sér. Búið að vera heitt á Selfossi undanfarið og allir búnir að fá góðan skammt af sól og hita.
Stulli og Keli eru í Flóanum; gistu þar í nótt í tjaldi. Þeir eru að halda þar upp á afmæli Kela ásamt rúmlega 20 öðrum. Birna er á Kanarí. Og Gugga mín er bara að verða nokkuð góð af bakverkinum.
Svo nú verða lagaðar línur í rigningunni um norðurferð. Stefnt á Siglufjörð og Þórshöfn. Orðið æði langt síðan við dröttuðumst þangað síðast.
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Auðvitað !
![]() |
Stúlkurnar fara til Makedóníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Ef, jamm og humm !
Ekkert landslið fer í keppni án þess að gera ráð fyrir því að vinna og komast á stórmót. Allar alvöru handboltaþjóðir eru stöðugt að keppa að slíku markmiði. Það væri aldeilis ótrúlegt metnaðarleysi að hafna lausu sæti á HM. Hvaða skilaboð væru það til allra þeirra stúlkna 20 ára og yngri, sem keppa að því að vera með handboltalandsliðinu og gera sitt allra besta í nafni þjóðarinnar ?
Þetta er ekkert "ef", "jamm" og "humm". HSÍ á að auðvitað að senda okkar frábæru ungu handboltakonur á HM.
![]() |
Fer Ísland á HM? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Gat nú verið
![]() |
Eftirskjálfti við Ingólfsfjall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. júlí 2008
Eru olíufélögin að rugla okkur ?
Fyrir 4 árum var bensínlíterinn minnstakosti um 50% ódýrari en hann er nú. Þá hófust krónuafslættir á hvern lítra hjá sumum félögum, oftst 2 - 3 krónur. Nú þegar hver neytandi fær um helmingi færri lítra á tankinn sinn fyrir t.d 4000 krónurnar sínar er ljóst að afsláttur olíufélaganna (sem þeir auglýsa grimmt í fjölmiðlum) er helmingi minni.
Með öðrum orðum; afsláttur olíufélaganna hefur minnkað um helming ! Lítum á dæmi:
Ég ek díselbíl. Ég er með afsláttarkort hjá Orkunni upp á 3 kr líterinn. Nú fæ ég rétt um 21 líter fyrir 4000 krónurnar mínar. Fyrir 5 árum fékk ég um 40 lítara. Þá lítur þetta svona út:
Fyrir 5 árum 40 x 3 = 120 kr. í afslátt
Núna 21 x 3 = 66 kr í afslátt.
Sparnaðurinn er orðinn svo lítill að það er leitun að einhverju sem kostar 66 kr. Tyggjópakki kostar t.d 90 -110 kr.
Olíufélögin ættu að auka afslátt sinn úr 3 krónur á líterinn upp í 6 krónur á líterinn. Úr því að þau gátu það fyrir 5 árum...hversvegna geta þau það ekki núna ?
Með rosalegum auglýsingaáróðri um 3 kr áfslátt og 5 krónaafslátt á afmælisdegi manns er verið að kolrugla almenning. Afslátturinn er stöðugt að minnka og olíufélögin að hirða mismuninn.
Föstudagur, 4. júlí 2008
Veðrið í júní
Við búum svo vel á Selfossi að hafa sjálfvirka veðurathugunarstöð, sem varpar stöðugt upplýsingum á veraldarvefinn. Sjá hér. Það er Verkfræðistofa Suðurlands sem heldur úti þessum athugunum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Veðurstöðin er á Reynivöllunum, eða rétt um 400 metra frá mínu heimili.
Verkfræðistofan hefur safnað saman upplýsingum milli ára, sem afar gaman er að glugga í. Sjá hér. Ef skoðaðar eru hitatölur frá júní sést að mánuðurinn var með hlýrra móti með meðalhita upp á 11,5 gráður.
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Sniðganga N1 ?
Ættum við að sniðganga N1 ? Kannski bara. Allavege er N1 er eina olíufélagið sem ekki hefur verð á olíu sinni á heimsíðu sinni. Verð þeirra er ekki hægt að bera saman á www.gsmbensin.is , þar sem verðsamanburður á olíu og bensíni er neytendum hvar skýrastur. Þetta finnst mér slæm neytendapólitík hjá fyrirtækinu. Svona gylliboð koma engum ljóma á reksturinn í mínum augum.
Í mínum huga er valið skýrt. Ég bý stutt frá N1 þjónustumiðstöð en versla þar aldrei. Ég versla við fyrirtækin sem sýna sig í að vera með lægsta verðið dag eftir dag og viku eftir viku...og það eru Orkan og ÓB.
![]() |
10 króna afsláttur af bensíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar