Föstudagur, 8. ágúst 2008
N1 þarf að bæta sig !
Í mínum huga er alveg ljóst að N1 þarf að bæta ímynd sína. Þeir taka einir ekki þátt í www.gsmbensin.is þar sem neytendur geta skoðað hvar hagstæðast er að kaupa eldsneyti. N1 er eina olíufélagið sem ekki birtir verðin sín á heimsíðu sinni. Með þessu framferði gera þeir neytendum erfitt fyrir með verðsamanburð. Ég hvet neytendur til að gera þeim erfitt fyrir á móti og sniðganga þá.
Þeir þurfa að bæta sig til að vinna traust neytenda.
![]() |
Misjafnt bensínverð á stöðvum N1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Tímamót
Þann 1. ágúst hófst hjá mér nýtt tímbil. Þá byrjaði eins árs launað námsleyfi. Því er ég ekki kominn til starfa í Vallaskóla eins og venjulega í byrjun ágúst, heldur bíð ég þess að hefja nám í Háskóla Íslands. Það ætti að vera 1. september sem ég sest svo á skólabekk. Marmiðið er að ljúka MPA í opinberri sjórnsýslu í vetur.
Þetta er allt svolítið einkennilegt að upplifa en ég er mjög þakklátur Verkefna- og námssjóði Kennarasambands Íslands að gefa mér þetta tækifæri.
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Búinn að prófa Flickr !
Ég notaði morguninn í að skoða Flickr vefinn margfræga. www.flickr.com Í stuttu máli kom hann mér á skemmtilega óvart. Ég hafði eiginlega búist við hálfmisheppnuðu veftóli. Hann reyndist ótrúlega góður til að hlaða inn myndum, góður í að halda utan um skipulag á myndasöfnum, frábær í að deila myndum og myndasöfnum með öðrum og nothæfur í að vinna með myndir. Maður fær svæði sem hægt er að geyma einhver hundruð mynda (fer eftir stærð) en ef maður vill meira og líka tól fyrir vídeómyndir þá er hægt að greiða 2000 kr á ári fyrir ótakmarkað magn. Svo bíður vefurinn upp á slideshow, ýmsa útprentimöguleika og margt margt fleira. Eitt það sniðugasta sem ég rakst á(samt nokkuð í land með þróun) er að hægt er að merkja myndir, sem maður tekur, inn á landakort eftir staðsetningu þeirra.
Myndvinnslan er í lagi en til að fá alla eiginleika hennar þarf maður að greiða um 2000 kr hjá Picnik. www.picnik.com . Kosturinn er auðvitað sá að með þessu myndvinnslutóli er hægt að vinna myndir á netinu, hvar og hvenær sem er. En það er seinlegt. Mæli frekar með að myndirnar séu unnar áður en þær eru settar á netið og þá sé notað hið flotta, góða og algjörlega fría myndvinnslutól PhotoScape www.photoscape.org
Nú á ég 14 myndir inni á www.flickr.com/photos/guggaogloi
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Rólegt um helgina
Fjölskyldan hefur verið að mestu heimavið þessa helgi. Birna Björt fór þó á föstudaginn á þjóðhátíð í Eyjum. Keli er að vinna þessa helgi en skreppur á kvöldin eitthvað. Gugga er enn að glíma við bakmeiðslin. Stulli kom óvænt í helgarfrí úr sveitinni og hefur verið að ryfja upp kynnin við vini sína.
Það eru helst við Rikki sem höfum aðeins verið að skoða okkur um. Við fórum í gær á Stokkseyri og heimsóttum þar Töfragarðinn, Draugasetrið, Álfa, trölla og norðurljósasafnið og Veiðisafnið. Litum inn í nokkur gallerý og listamannstofur í leiðinni. Í dag skuppum við á Unglingalansmótið í Þorlákshöfn og heilsuðum upp á fólk úr Dölum og Reykhólasveitinni.
Vorum rétt áðan í mat hjá tengdó, en hún var að halda uppá það að nú voru allar hennar dætur heimavið.
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Hangir ekki meira á spýtunni ?
Slæmur rekstur stjórnenda Sparisjóðs Mýrasýslu er ekki bara að færa Kaupþingbanka þennan eina sparisjóð. Meira hangir á spýtunni. Að því er ég best veit þá á Sparisjóður Mýrasýslu meirihluta í Sparisjóði Siglufjarðar (elstu peningastofnun landsins) og Sparisjóði Ólafsfjarðar.
Og hvort skyldi Kaupþingbanki á næstu árum loka útibúi sínu í Borgarnesi eða Sparisjóðnum ?
![]() |
Hornsteininum ekki stjórnað af Borgarbyggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Bilun
Eftir bilun í kerfum Morgunblaðsins hefur bloggumhverfið mitt ekki náð sér aftur. Mér er sagt að lagfæring sé í gangi.
Helstu vandamál eru: Hausmynd birtist ekki. Skoðannakönnun birtist ekki. Fréttaflokkar birtast sem ekki eiga að birtast. Myndir nýjar sem gamlar eru komnar í rugl.
Ég ætla að bíða aðeins lengur áður en ég fer í að laga þetta þetta sjálfur...reyna að spara mér vinnu.
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Fólk af erlendum uppruna
Nú er skoðanakönnun á viðhorfi til fólks af erlendum uppruna lokið. Niðurstöður voru eftirfarandi:
Spurning: Er mikill fjöldi fólks af erlendum uppruna á Íslandi vandamál eða kostur ?
a) Mikið vandamál 16, 9 %
b) Nokkuð vandamál 24,2
c) Hvorki né 17,9 %
d) Nokkur kostur 10,5
e) Mikill kostur 28,4 %
Alls tóku 95 þátt í könnuninni.
Samkvæmt þessu er þriðjungur sem telur mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna mikinn kost. Helmingur er hinsvegar á því að nokkuð eða mikið vandamál fylgi þessum aðstæðum.
Takk fyrir þátttökuna, nú er komin ný könnun.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Nýjar myndir frá Rikka
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Rikki á afmæli í dag
Í dag (22.07.) á Rikki afmæli. Orðinn 9 ára gamall. Birna var að koma frá Tenerife í dag svo Gugga sló í nokkrar tertur í tilefni afmælisins og heimkomu Birnu. Tengdó, frændfólk og langamma litu inn í kaffi seinnipartinn.
Annars var afmælisveislan hans á fimmtudaginn var meðan enn var 20 stiga hiti og sól á Selfossi. Í afmælisveisluna mættu 13 gestir og höfðu með sér sundföt því hápunktur veislunnar var vatnsslagur í garðinum. Notaðar voru vatnsblöðrur og garðúðarar. Tiltækið heppnaðist vel og afmælið tókst með ágætum.
Á efri myndinni er Rikki í dýragarðinum í Árhúsum, en þar var hann fyrr í sumar. Hin myndin er af afmælisgestunum í blíðunni rétt áður en vatnsslagurinn mikli hófst.
Mánudagur, 21. júlí 2008
Hlé á pallasmíðinni
Jæja það rignir eiginlega eldi og brennisteini hér á Selfossi í dag. Reyni ekki einu sinni að halda áfram með pallinn. Kannski líka innst inn bara gott að komast í eitthvað annað :)
Annars gengur pallasmíðinn hægt( byrjaði í fyrra) fyrir sig en örugglega. Smiðnum finnst líka skemmtilegra að smíða þegar sólin skín og hitinn fer yfir 20 stig í horninu. Þá er ljúft að smíða og teyga kalda svaladrykki á milli verka.
En pallurinn er að komast á lokastig. Byrjaði að leggja dekkið í gær. Það verður hægt að fara að nota hann fljótlega... á þessu ári allavega. Lofa því nokkurn veginn.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar