Leita í fréttum mbl.is

Rólegt um helgina

Fjölskyldan hefur verið að mestu heimavið þessa helgi.  Birna Björt fór þó á föstudaginn á þjóðhátíð í Eyjum.  Keli er að vinna þessa helgi en skreppur á kvöldin eitthvað.  Gugga er enn að glíma við bakmeiðslin.   Stulli kom óvænt í helgarfrí úr sveitinni og hefur verið að ryfja upp kynnin við vini sína.

Það eru helst við Rikki sem höfum aðeins verið að skoða okkur um.  Við fórum í gær á Stokkseyri og heimsóttum þar  Töfragarðinn, Draugasetrið, Álfa, trölla og norðurljósasafnið og Veiðisafnið.  Litum inn í nokkur gallerý og listamannstofur í leiðinni.  Í dag skuppum við á Unglingalansmótið í Þorlákshöfn og heilsuðum upp á fólk úr Dölum og Reykhólasveitinni.

Vorum rétt áðan í mat hjá tengdó, en hún var að halda uppá það að nú voru allar hennar dætur heimavið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Já góð helgi hjá þér Lói minn. Mér datt í hug að skreppa á unglinga landsmótið en lenti svo uppá Hlöðum í Hvarlfjarðarsveit á útihátið SÁÁ.

mikið gaman og mikið fjör og dagskrá allan daginn alla dagana.

Kveðja Guðrún Ing 

Aprílrós, 4.8.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Guðbjörg Oddsdóttir

Leiðinlegt að heyra að Gugga sé enn slæm í bakinu, bið kærlega að heilsa henni.  Þið feðgar hafir aldeilis tekið Stokkseyri með trompi um helgina.  Við vorum á Sauðárkróki um helgina.

kv

Guðbjörg Oddsd.

Guðbjörg Oddsdóttir, 5.8.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Hilmar Björgvinsson

Þetta líst mér vel á. Ekki vissi ég að þú værir svona menningarlegur og listhneigður. Svona á að nýta verslunarmannahelgina.

Hilmar Björgvinsson, 5.8.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 205910

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband