Leita í fréttum mbl.is

Heimili á netinu

Þótt ég sé sáttur við að hafa bloggsíðu á Netinu og geta þar geymt myndir og deilt þeim ásamt skoðunum mínum með vinum og ættingjum þá hef ég alltaf verið spenntur fyrir því vera með eigið vefsvæði.

Slík vefsvæði hef ég eignast reglulega tímabundið í kringum áskriftir á íslenskri netþjónustu en aldrei notað þau mikið en þó er enn til gömul vefsíða http://www.ismennt.is/not/eyjst/ , sem ég hafði mikið fyrir að gera og byggja upp með þeim veftólum sem þá voru til staðar.  Nú dugar ókeypis bloggsíða ágætlega í flest það sem persónuleg vefsíða ætti að geyma.

Því voru það aðrar þarfir sem ráku mig af stað í þetta sinn.  Sem stjórnarmaður í Júdodeild Umf Selfoss var ég ásamt hinum sjálfboðaliðunum í stjórninni alltaf að senda tölvupóst og skjöl fram og til baka.  T.d var bara í tölvunni hjá mér póstlisti.  Ég fór því að leita að svæði á netinu þar sem við gætum geymt þetta allt...og auðvitað helst frítt.

Eftir mikla leit fengum við okkur frítt svæði www.judodeildin.freehosting.net (þurfum ekki á vefsíðunni að halda því við erum með www.umfs.is/judo ) Ég varð alveg hissa hvað fylgdi þessu; fullkominn netpóstur, með calander, tasklistum, póstlistakerfum, vefsíðuforrit, bloggkerfi og ég veit ekki hvað og hvað.  Allavega þótt plássið sé ekki mikið þá þjónar þetta hagsumun deildarinnar í bili og við borgum ekki krónu fyrir þetta en sættum okkur við auglýsingaborða.

Í framhaldinu fór ég að hugsa þetta fyrir mig og mína fjölskyldu.  Ég valdi www.hostmonster.com  og keypti tvö ár fram í tímann á kr. 400 á mánuði....jebb...ótrúlegt verð... frítt lén fylgir.  Ég valdi mér lénið www.selfoss.net (ekki virk upphafssíða)  sem var laust af einhverjum ástæðum sem ég ekki skil. Við hefðu alveg geta valið okkur vidivellir.com eða gugga&loi.com eða bara hvað sem er.

Við lénið getum við í fjölskyldunni  haft eins mörg netföng og við viljum..svo nýja netfangið mitt er eyjolfur@selfoss.net   Og tölvupóstviðmótið er meira segja á íslensku !  Við getum einnig haft eins mikið af undirlénum og við viljum, t.d geta börnin mín öll fengið sín svæði og þá t.d www.birna.selfoss.net (bara dæmi)

Það er hreint með ólíkindum hvað fylgir þessu.  Sérstaklega er ég hrifinn af net-drifinu. Með sérstakri tengingu við svæðið birtist tákn á skjánum, sem ég hef bara við hliðina á öðrum drifum í tölvunni hjá mér.  Og hvenær sem ég vil get ég dregið skjöl, myndir og hvað sem er yfir á netdrifið og hókus pókus ég er kominn með stóran stóran harðan disk á netinu sem ég get hvar og hvenær sem er vistað eða sótt skjöl í.   Algjör snild !

Geymsluplássið er mjög mikið eða 1,5 Gígabæt, sem hentar fínt undir geymslu á myndum, lögum, myndböndum og fl.

Ég skoðaði 5 umsagnarvefi áður en ég valdi Hostmonster, en það eru sannarlega margir aðrir góðir á markaðnum, t.d er BlueHost öruggulega mjög gott líka.  Hér að lokum slóðir á vefi sem taka út þjónustu fyrirtækja sem selja vefsvæði á netinu:
http://www.100best-free-web-space.com/
http://www.hostingtrail.com/
http://www.top-10-web-hosting.com/
http://www.web-hosting-top.com/
http://hosting-review.com/

Skoðið endilega þennan möguleika og kynnist hvað er í boði...ef þið gangið með eitthvað svona í maganum.  Þetta er bæði fyrir þá sem ekkert kunna og þá sem eitthvað kunna...þeir geta alltaf bætt við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 205970

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband