Miðvikudagur, 26. mars 2008
Verktakar hefna sín....ef þeim er mótmælt.
Fyrir nokkrum vikum bloggaði ég um "spennitreyju verktakanna" þar sem ég fullyrti að sveitarfélögin væru að missa forystu sína í skipulagsmálum og treystu æ meira á frumkvæði stórra verktaka. Afleiðingin væri oftar en ekki lítt ígrunduð skipulagsslys með litlausum hverfum.
Nú er umræða um yfirgefin og niðurnýdd hús í gamla miðbænum í Reykjavík. Verktakar kaupa upp hús með væntingar um að byggja ný og stærri hús á einstökum lóðum eða nokkrum lóðum saman. Síðan kemur í ljós að leyfi fást ekki til slíkra skipulagsbreytinga og verktakinn situr uppi með eignir sem hann gæti hugsanlega selt ef hann gerði slíkt strax. Það gerir hann hinsvegar ekki vegna gróðavonar um að leyfi fáist síðar og reynir þá í kjölfarið að skapa "ástand" í kringum yfirgefin hús og svæði til þess að þrýsta á skipulagsyfirvöld.
Fyrir barðinu á þessari græðgi verktakanna verða svo íbúar í nágrenninu miklu fremur en skipulagsyfirvöld. Íbúarnir horfa upp á hústökufólk, íkveikjur og draslaragang af öllu tagi. Hverfið þeirra verður verðminna. Því er best að forða sér úr hverfinu sem fyrst, því verktakarnir þeir hefna sín...ef þeim er mótmælt.
Mánudagur, 24. mars 2008
Guð valdi konur...
Konur gegdu hlutverki fyrstu upprisuvottanna og voru fyrstar til að flytja áfram fréttirnar af tómu gröfinni. Konur höfðu vissulega ekki sama rétt og karlar í því þjóðfélagi sem Kristur lifði og starfaði í. Þar var litið á konur sem annars flokks þegna og þæ t.d. ekki taldar vitnisbærar fyrir dómstólum. Því koma viðbrögð karllærisveinanna, þegar konurnar fluttu þeim fréttirnar af hinum upprisna, ekki á óvart. Í 24. kafla Lúkasarguðspjalls segir m.a.:
Og þær minntust orða hans, sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum. Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar, sem voru með þeim. Þær sögðu postulunum frá þessu. En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. (Lk 24.8-11)
Engu að síður urðu orð kvennanna til þess að Pétur hljóp sjálfur út að gröfinni til þess að komast að hinu sanna í málinu.
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Stulli er Íslandsmeistari
Laugardagur, 15. mars 2008
Rikki á tónleikum
Síðastliðinn sunnudag hélt Barnakór Selfosskirkju tónleika í kirkjunni. Rikki hefur sungið með kórnum um nokkurt skeið og haft mjög gaman af. Á þessum tónleikum söng Rikki tvísöng með vini sínum Sverri lagið : Hraustir menn.
Hér til hliðar undir nýjustu myndböndin má sjá og hlusta á söng þeirra og kórsins. Einnig hægt að smella hér.
Sunnudagur, 9. mars 2008
Mútur í stjörnuspá
Í morgun rakst ég á eftirfarandi stjörnuspá á mbl.is :
VOG 23. september - 22. október
Þú og ástvinir þínir eru ekki endilega sammála um hvað geri lífið spennandi. Reyndu að útskýra, jafnvel múta - það er betra en að rífast.
Mútur hef ég ekki séð áður í ráðleggingum stjarnanna. En það er kannski bara tímanna tákn.
Föstudagur, 7. mars 2008
Tja...ef Clinton væri nú svört ?
Ef Hillary Clinton væri nú svört kona og Obama hvítur karl hver skyldi staðan vera ? Ég held að hvítur karl vinni alltaf svarta konu í USA. En spurningin núna er hvort hvít kona getur unnið svartan karlmann. Bæði eru fulltrúar hópa sem eiga í réttindabaráttu.
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Tilbreyting
Næsta vetur sest ég á skólabekk. Ég hef fengið úthlutað launuðu námsleyfi hjá Kennarasambandi Íslands. Þannig get ég áhyggjulaus klárað MA gráðuna mína.
Ég ætla að fara í MPA námið í HÍ í Opinberri sjórnsýslu. Ég fæ nægilega mikið metið úr MA námi mínu úr Kennaraháskólanum til þess að klára námið á einum vetri.
Verð að segja að ég hlakka til, enda verður tilbreytingin kærkomin. Búinn að vera skólastjóri í bráðum 12 ár....og ætlaði bara að prófa að vera í 1 ár.
Mánudagur, 3. mars 2008
Hljómar vel...eða hvað ?
Hljómar þetta ekki vel ; "Einstæð móðir fékk lottóvininginn" ? Mörgum kann að finnast það. Sennilega vegna þess að í þessu felst vísun í að einstæðar mæður hafi það almennt erfiðara en aðrir. Að það sé "verra" að vera einstæð móðir en móðir í hjónabandi. Sennilega yrði yfirskriftin hjá mbl.is seint "móðir í hjónabandi fékk lottóvinninginn."
Á mínum vinnustað hafa í gegnum tíðina oft unnið einstæðar mæður. Sumar hafa þvertekið fyrir það að vera kallaðar "einstæðar" og vilja frekar vera kallaðar "sjálfstæðar". Þeim finnst þessi "einstæði stimpill" slæmur.
Kannski er ofangreind fyrirsögn því ekki svo góð...nema ef henni er ætlað að styrkja almennt þá skoðun að mæður án maka hafi það verra en aðir... þá gegnir hún ágætlega hlutverki sínu.
![]() |
Einstæð móðir fékk lottóvinninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Auglýsingar í blogginu
Það er ennþá alveg ókeypis að blogga á mbl.is. Hinsvegar býðst manni núna að borga 300 kr á mánuði til þess að sleppa við að fá auglýsingar á bloggsíðuna. Eins og þið sjáið þá hef ég ákveðið að spara mér 3600 kr á ári.
Já þeir eru snjallir þarna hjá mbl.is. Ég er til dæmis alveg viss að þeir raki inn fé ef þeir fara að birta stíft auglýsingar frá stjórnmálaflokkum...hver vill ekki vera laus við einhvern ákveðinn flokk ?
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Nýjar myndir
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 206535
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar