Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Sunnudagur, 25. mars 2007
Umhverfisumræða - þökk sé Kárahnjúkum
Það verður greinilegra og greinilegra að umhverfissinnum á Íslandi hefur vaxið mikið fiskur um hrygg síðustu ár. Þótt umhverfissinnar hafi tapað "stríðinu" um virkjun við Kárahnjúka þá hefur hreyfing þeirra elfst. Þessu reiknuðu ríkjandi valdhafar eflaust ekki með. Hin umdeilda virkjun og hvernig var staðið að henni hefur " búið til" heilu fylkingarnar af umhverfissinnum, gert það að verkum að mun erfiðara verður að virkja almennt og mjög örðugt að fá sett niður álver jafnvel þótt síkt væri hagstætt eða nauðsynlegt fyrir þjóðarbúið.
Útgáfa Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnússon og ganga Ómars Ragnarssonar niður Laugarveginn voru tímamót í þessari umræðu. Og þegar vel gengur og mörg þúsund manns ganga saman, stofna hreyfingar og stjórnmálaflokka saman, safna þúsundum undirskrifta saman...verður sífellt auðveldara fyrir hinn venjulega "Jón" að hrífast með.
Ég er ekki alltaf sammála málflutningi þessa fólks, en ég tek ofan fyrir dugnaði þess og elju. Það holla við þetta allt saman er hversu gott dæmi þetta er um hvernig minnihlutahópur vinnur sig í að verða stór og ráðandi með lýðræðislegum vinnubrögðum.
Í raun má þakka öfluga sveit umhverfissina nú því að farið var út í að virkja Kárahnjúka.
![]() |
Leikhúsgestur rökræddi við leikara í miðri sýningu á Draumalandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Og skyndilega er orðið slys
Kona á ferðalagi í bíl sínum er látin.
Enn einu sinni hefur umferðin um Suðurlandsveginn kostað mannslíf.
Blákaldur raunveruleiki, sem stendur hvernig sem við hugsum.
Ég votta aðstandendum samúð mína.
![]() |
Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. mars 2007
Íslandsmeistaramótið í Júdó
Í gær, laugardaginn 17. mars, fór fram Íslandsmeistaramót Júdósambands Íslands. Mótið var haldið í salarkynnum Júdófélags Reykjavíkur. Sú aðstaða er með allra þrengsta móti til slíks móts, áhorfendaaðstaða af skornum skammti og þröngt um alla, bæði áhorfendur og keppendur.
Þeir Stulli og Keli voru skráðir til leiks á vegum Júdódeildar Ungmennafélags Selfoss og var þetta annað mót Kela og fyrst mót Stulla eftir að þeir hófu æfingar í haust.
Þeim gekk báðum vel og kræktu sér í verðlaun fyrir árangurinn. Stulli lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki og Keli lenti í þriðja sæti í sínum flokki. Að auki náði sveit Selfoss í 15 -16 ára öðru sæti svo Keli fékk þar silfur.
Við Gugga tókum nokkrar myndir og hefur þeim verið komið fyrir í myndaalbúmi á síðunni. Hægt er að nálgast þær á þessari slóð: http://loi.blog.is/album/IsandsmeistarmotidiJudo2007/
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Gott að fá þessa staðfestingu...
Þar sem umræða um tölvuleiki er oft á neikvæðum nótum er maður nú ekki alltaf tala um áhuga sinn á tölvuleikjum. Því fannst mér gott að fá þá staðfestingu að um 40 % fullorðinna hafi gaman af slíkum leikjum. Trúlega fer þessi tala hækkandi með árunum.
![]() |
Tölvuleikir ekki lengur bara fyrir börn og unglinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Ótrúlega lélegt myndband
Hakan féll, augun stækkuðu og andlitið stífnaði þegar horft var á frumsýningu myndbands með Júróvisjónlaginu hans Eiríks í Kastljósinu í gær. Það er alveg með eindæmum hvað þetta er lélegt og mislukkað. Ein ferð upp í Hvalfjörð þar sem myndefnið var alveg ferlegt í einu orði sagt og marg endurtkekið þar að auki. Afar viðvangingslegt eða þá að sjónvarpið hefur ekki átt krónu eftir í buddu sinni. Myndir úr úrslitakeppninni eru mörgum sinnum viðkunnalegri og betri en þessi framleiðsla.
Svo til að kóróna allt var söngurinn algjörlega óskiljanlegur og viðlagið hvarf í skrýtnum hljóðum.
Úff....hvar er gamla góða Silvía nótt
Laugardagur, 10. mars 2007
Toyota ekki best ?
Toyota hefur auglýst að undaförnu bíla sína á þann veginn að þeir séu gallalausir. Auglýsingar um Toyotur sem fara alltaf í gang og það sé aðeins í draumum sem slíkt klikkar og framvegis. Nýverið las ég svo að Masda væri að taka sæti Toyota sem bilannaminnsti bíllinn og þegar þessi frétt birtist virðist mér sem mítan sé endanlega dauð.
Toyota er hugsanlega ekki lengur sú allra best.
![]() |
Öxulgalli í Land Cruiser |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 4. mars 2007
Hundasýning
Fjölskyldan skrapp á hundasýningu Hundafélags Íslands í Reykjavík. Sjálfur hef ég ekki farið áður á svona hundasýningu. Eftir að hafa horft á keppni í nokkrum deildum (eftir hundakyni) varð mér ljóst að þetta er talsvert mál. Mér sýndist t.d keppnin hjá Sheffer vera hátt í tvo tíma þannig að keppinstörn þeirra var nú allnokkur. Þá var merkilegt að sjá hversu fáir hundar geltu, þrátt fyrir aðstæður. Við kunnum því miður ekki á þessar leikreglur né þekktum til einstakra hunda. T.d vitum við ekki til dæmis ekki til hvers þessum mislitu borðum er dreyft af dómurum.
En uppúr stóð samt hversu margir hundarnir þarna voru aðlaðandi, fallegir og vel uppaldir. Káta okkar er svo sem allt þetta þótt ekki geti hún keppt meðal hreinræktaðra hunda.
Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Hætt að koma á óvart...en alltaf jafn skelfilegt
Ætli það gerast einn daginn að atburðir sem þessir verði það algengir að maður hættir að kippa sér upp við þá ? Þetta er allavega búið að ná því marki að þetta kemur ekki beinlínis á óvart lengur...sífellt berast fréttir af ofbeldi og morðum foreldra á börnum sínum.
Atburðurinn sjálfur er svo skelfilegur að maður getur ekki hugsað hann til enda.
![]() |
Kona í Belgíu stakk fimm börn sín til bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Gleðileg útrás Thelmu
Á hverjum degi nánast því berast fréttir af útrás hinna ýmsu fyrirtækja. Það er orðið svo mikið og flókið mál að fylgjast með slíku að maður kippir sér ekkert upp við slíkar fréttir lengur. Hinsvegar rak ég upp augu yfir því að saga Thelmu hefði verið valið af ELF Films til þess að búa til kvikmynd eftir. Gleðilegt það.
Hvaðan þessar ískensku systur koma er veit ég ekki...enda hættur að geta fylgst með því venjulegri viðskiptaútrás.
![]() |
Samið um sögu Thelmu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Tottenham - vann í dag
Um svipað leiti og það varð flott að halda með einhverju ensku liði þá fór ég að halda með Tottenham. Hef aldrei fundið út hversvegna svo var. Tengi það lítillega því að mér fannst ekki stórmannlegt að halda með besta liðinu þá og þá stundina. Stulli minn virðist vera með sömu heilkennin, en hann hélt sem barn lengi með Manchester U. en hætti því snögglega 12 ára gamall og fór að halda með Fullham, sem nánast enginn maður heldur með.
En ég hef verið sannur fylgismaður Tottenham í rúm 20 ár og aldrei hvarflað að mér að halda með öðru. Er ekki á leiðinni að hætta því þótt ég tapi mér nú engan veginn yfir þessu. T.d horfi ég næstum aldrei á beinar útsendingar úr enska boltanum...alltof tímafrekt að eiga við það.
Þeir sem halda með Tottenham eru reyndar ótrúlega margir (komst að því þegar ég fékk Internetið) og klúbburinn okkar heldur úti heimasíðu og skipuleggur ferðalög á leiki liðsins. Heimasíðan er http://www.spurs.is/
![]() |
Keane með tvö mörk og rautt spjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 206405
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar