Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Júdó
Á Selfossi er starfrækt Júdódeild á vegum Ungmennafélags Selfoss. Um tilvist þessarar deildar vissi ég fyrst þegar Keli sagðist síðastliðið haust hafa prufað að fara á júdóæfingu. Hann hélt áfram að sækja æfingar og áður en langur tími var liðinn fór Stulli líka að sækja æfingar. Stuttu síðar urðu þeir helteknir af íþróttinni. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta kom í ljós að deildin er nokkuð virk með um 50 iðkendur á sínum snærum.
Hér á Selfossi fer mest fyrir handbolta, fótbolta og fimleikum. Það er kannski í samræmi við íþróttina að deildin fer ekki mikinn í umræðunni en hlúir vel að sínu. Ég vil allavega vekja athygli á þessari deild og þeirri frábæru starfssemi sem fer þarna fram. Þarna er virkilega gott starf í gangi og deildin sendir ekki félaga á mót án þess að þeir komi ekki heim með fullt af verðlaunum. Íþróttin reynir á snerpu, jafnvægi, lipurð og úthald. Allir sem leggja rækt við hana fá mjög góða alhliða hreyfingu.
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Ellimerki ?
Með árunum hef ég einhvernveginn orðið sannfærðari og sannfærðari um að ég hafi hlotið afar gott uppeldi og notið mikillar ástúðar og búið við örvandi og uppeldisvænar aðstæður. Er farinn að horfa um öxl og hugsa um liðna tíð í slíkum ljóma að mér hitnar. Ekki sé ég nema örfáa lítilsverða galla á uppeldi mínu.
Á hinn bóginn sé ég allstaðar galla á mínum aðferðum í uppeldinu. Aðeins ein heit máltíð á dag og næstum aldrei hafragrautur. Kók í lítravís og sofið frameftir í öllum fríum. Algjörlega vonlaust að keppa við mömmu í þrifum, tiltekt og saumum. Bjargar vísu heilmiklu hversu auðvelt er að kaupa heilu máltíðirnar. Vantar samt enn tæki sem gengur frá þvottinum.
Þetta eru sennilega ellimerki; allt svo gott í "denn" og allt að fara úr böndunum í "núinu".
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Og gröfin var tóm
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. apríl 2007
Bridge á netinu
Ég var mjög glaður þegar ég fann loksins stað á Netinu þar sem hægt er að spila Bridge ókeypis. Virkar mjög fínt og hægt að velja um nokkra staði eftir getu. Síðustu daga hef ég svo verið að spila þarna. Staðurnn er www.bridgebase.com er einn sá vinsælasti í dag. M.a er hægt að fylgjast með beinum útsendingum frá mótum og þessa helgina er t.d Íslandsmeistarmótið í sveitarkeppni sýnt.
En ég var samt að furða mig á því hversvegna þetta væri frítt, því engar auglýsingar voru heldur sjáanlegar og yfirleitt voru um 6000 manns að spila í einu á svæðinu. Svo fóru að koma svona popp upp gluggar af og til þar sem verið var að auglýsa mót og keppni þar sem spilað var Bridge uppá peninga. Svo þetta frábæra bridgesvæði var þá ef vel var að gáð spilavíti og þaðan komu að sjálfsögðu allir peningarnir.
Já ekkert er alveg frítt, þegar að er gáð, nema rigningin og af henni er oftast of mikið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Það er fullkomnað
Á hjálagðri slóð er að finna afar góða hugvekju eftir Skúla Svavarson. http://www.sik.is/pistlar/pistill.asp?id=52 sem á einfaldan hátt gerir grein fyrir atburðum dagsins í dag.
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Fermingamyndirnar komnar í albúm
Nú er kominn góður slatti af myndum frá fermingardegi Stulla inn í albúm. Hægt er að skoða í albúmin hér til hliðar eða smella á þessa slóð: http://loi.blog.is/album/FermingStulla/
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Ferming Stulla
Í dag; Pálmasunnudaginn 1. april, var Stulli fermdur í Selfosskirkju. Stulli mætti kl. 10. 30 í kirkjuna og gerði sig kláran fyrir ferminguna. Í kirkjunni gekk allt eins og í sögu og tók athöfnin um 90 mínútur í allt.
Veislan var síðan haldin í Básum í Ölfusinu í uppgerðu fjósi og hlöðu. Veislugestir (rúmlega 50 manns) gæddu sér að ýmsu góðgæti og stóð veislan í rúma tvo tíma.
Í heildi sinni var dagurinn bæði skemmtilegur og minnisstæður.
Hér fylgja tvær myndir með en seinna verður sett inn albúm með fleiri myndum úr veislunni.
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Í gær var það gemsi í dag er það bíll
Í dag afrekaði ég það helst að skipta um bíl. Er búinn að vera á 7 manna Hyundai Trajet árgerð 2001 í tæp tvö ár. Ég var mjög frumlegur í viðskiptunum í dag. Fékk mér sko Hyndai Trajet aftur. Nú árgerð 2005, sjálfskiptan með dísel vél. Að öðru leiti alveg eins bílar (reyndar annar litur)...já þetta var nú öll breytingin.
Á morgun ætla ég að skipta um hús... ef ég finn eitthvað sem er alveg eins.
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Þriðji gemsinn minn er Samsung x820
Já það er alveg ótrúlegt hvað GSM símarnir mínir duga lengi. Frá 1998 er ég bara búinn að eiga tvo síma. Sá sem ég er að leggja núna er ekki einu sinni alveg ónýtur... heyrist víst brak og brestir þegar aðrir heyra í mér. Fyrri síminn dugði í 4 ári og sá seinni í rétt tæp 5 ár.
Síminn sé ég fékk núna (reyndar að gjöf) er ansi flottur miðað við þann gamla allavega og kannski er hann bara flottur á heildina litið. Endalausir möguleikar. Fatta ekki til hvers ég á að nota sumt reyndar.... Sniðugast finnst mér að ég get sett hann við hliðina á fartölvunni minni og náð infrarauðu sambandi við hann og notað símann þannig sem módem hvar og hvenær sem er í heiminum( hmm þar sem er GSM samband sko) og þannig komist m.a á Internetið í tölvunni. Dáldið töff.
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Margur er vorboðinn
Framundan eru fermingar með öllum þeim veislum og gjöfum sem fylgja. Af hverju mér finnst svo oft vera gott veður þegar fermt er veit ég ekki, en sól og fermingar eiga einhvernveginn samleið í huga mínum. Ég hugsa að flestir fari í minst eina fermingaveislu um og yfir páskana. Á mínu heimili er bæði á dagskránni að fara í fermingaveislur og halda fermingaveislu. Blessaðar veislurnar setja nú strik í heilsufæðisreikninginn ásamt páskaeggjunum.
Stulli á að fermast á sunnudaginn kemur; pálmasunnundag. Ekki er nú verið að halda neinar svakalegar veislur, en þetta verður samt dágóður hópur ef allir komast af nánustu ættingjum og vinum. Við erum orðin svo vön þessu höfum fermt annaðhvert ár undanfarið svo við erum pollróleg...ennþá allavega.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 206405
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar