Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Enn um BUGL

Mér er alveg nákvæmlega sama hver stendur að því að bæta ástand það sem nú er á BUGL.  Það þarf bara að hefjast handa og útrýma 18 mánaða biðlista og tryggja neyðarvistun, og ráðgjöf.

Ég hef áður bloggað um BUGL og hvernig mér ofbýður gjörsamlega ástandið og sú niðurlæging sem geðfatlaðir unglingar verða fyrir og aðstandendur þeirra í annars góðu samfélagi okkar.


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst gaman af skoðanakönnunum

Mér finnst gaman af skoðanakönnunum um fylgi stjórnmálaflokka.  Ég bíð spenntur eftir hverri nýrri könnun.  Þetta er svona eins og að fylgjast með íþróttamóti; HM í fótbolta í heilan mánuð eða eitthvað í þá áttina, þar sem maður heldur með einhverju ákveðnu liði.   Stundum er Sjálfstæðiðsflokkurinn með yfir 40 % fylgi og stundum undir.  Afar tvísýn og skemmtileg keppni milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um hvor verði stæri stjórnmálaflokkur eftir næstu kosningar.  Frjálslyndir berjast fyrir tilveru sinni; sem minnsti flokkurinn.  Og svo má ekki gleyma Framsóknarflokknum í hans baráttu við að halda velli.  Og keppnin er hörð, spennandi og tvísýn.

Það leiðnilega er að ekki geta allir unnið; en það skemmtilega er að öllum flokkum finnst að þeir hafi unnið að afloknum kosningum.

Því miður hef ég ekki fundið neinn stað á Netinu þar sem allar kannanir eru á sama stað.  Það væri samt afar skemmtilegt að geta skoðað og borið saman slíkar kannanir. Svona eins og að spá í úrslit á milli leikja.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BUGL rugl

í dag eru 170 ungmenni sem bíða eftir þjónustu á BUGL.    Vegna álags og starfsmannaskorts er jafnvel bið á viðbrögðum vegna neyðartilvika.  Foreldrar/forráðamenn þurfa í þeim tilvikum að vaka yfir börnum sínum svo þau grípi ekki til óyndisúrræða.

Það versta í þessari stöðu er að hún rænir svo marga voninni.


BUGL

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans annar ekki þörf á sínu sviði.   Börn og unglingar hafa með aðstandendum þurft að bíða lengi, stundum talið í árum, eftir meðferð.   Bráðtilfelli fá forgang, þ.e þegar svo illt er í efni að hætta stafar af.   Ef barni t.d mistekst að taka líf sitt, þá fær það inni á BUGL....en ekki á meðan vandi þess var minni.

Þessi bága staða barna og unglinga með geðraskanir heldur velli árum saman þótt rækilega sé á stöðuna minnt í ræðu, riti og í sjónvarpi.  Aðstandendur, læknar og fjölmiðlafólk reynir hvað eftir annað að koma málum á hreyfingu og fá ríkisvaldið til að bæta stöðu þessa þjáða fólks.  

Efitt að skilja þetta í landi þar sem smjör drýpur af hverju strái.


Karíus og Baktus

Amma Birna bauð yngstu barnabörnum sínum í leikhús í dag.  Var farið á leikritið Karíus og Baktus sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.  Rikki fór með mömmu sinni, afa Stulla (amma Birna var veik) og Sillu langömmu ásamt Daníel frænda og Siggur frænku.   Allir skemmtu sér hið besta.

Annars er að verða nokkuð vorlegt og garðurinn farinn að hrópa á hreinsunar- og standsetningarverk. Blush  


Myndir úr gönguferðinni

Búinn að setja inn tíu myndur úr gönguferðinni á Ingólfsfjall sem nokkrir starfsmenn Vallaskóla fóru síðasta vetrardag.  Því miður varð myndavélin rafmagnslaus á fjallinu og þrátt fyrir talsverðar birgðir af rafhlöðum tókst mér ekki að koma henni af stað aftur.  Kaupi bara Duracell héðan í frá !

Slóðin á albúmið er: http://loi.blog.is/album/GonguferdstarfsmVallaskola/


Káta fundin

Nú rétt áðan fannst Káta loksins eftir talsverða leit um Ölfus, Grafning og Ingólfsfjall í morgun.  Hún hafði ekki farið langt; var á brúninni þar sem hópurinn hafði farið niður.  Hún er mjög sárfætt og nokkuð þreytt eftir nótt á fjallinu en að öðru leiti amar ekkert að henni.

Við vissum það fyrir að hún hefur óttast hljóðin Kátaí jarðýtu sem vinnur í fjallinu. Trúlega hefur hún fælst til baka upp fjallið þegar jarðýtan fór niður af fjallinu í lok vinnudags í gær um svipað leiti og hóurinn fór niður.  Ýtan fór svo aftur upp snemma í morgun og var að vinna í fjallinu. Trúlega hefur hún ekki hætt sér niður vegna þess.


Ingólfsfjall og Káta

Ég er nýkominn úr fjallgöngu á Ingólfsfjall með starfsfélögum úr Vallaskóla.  Alls 30 manns. Fórum að stað um kl. 18.00 og vorum komin niður uppúr kl. 20.00.  Sól, heiðskýrt og fallegt veður, vísu nokkuð napurt á fjallinu sjálfu.  Ferðin var hin besta líkamsrækt og skemmtun og bauð stjórn starfsmannafélagsins uppá veitingar bæði uppi á fjallinu og niðri í lok göngunnar.

Það hinsvegar skyggir á ferðina að á niðurleið, hvarf frá mér hundurinn; hún Káta.  Sást síðast til hennar á niðurleið í miðju fjalli.   Hvernig sem leitað var og kallað í allar áttir með fjallinu og víðar fengum við ekkert svar.  Hundurinn barasta hvarf.

Svo nú er sorg á Víðvöllunum...höldum leitinni áfram í fyrramálið.

Og takk fyrir veturinn....hann er víst að verða búinn.


Eflum hjólreiðar

Þessi frétt er lifandi dæmi um mikilvægi þess að efla hjólreiðar um allt land.
mbl.is Kona föst í gjótu í brimgarðinum við Ánanaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rikkablogg

Þá er Rikki orðinn bloggari.   Upphaf þess er að Begga frænka hans gaf honum starfræna myndvél, sem hún var hætt að nota.  Rikki tekur nú myndavélina með sér hvert sem hann fer og tekur myndir.  Því var tilvalið að nota vefinn til að koma þeim á famfæri og geyma myndirnar.

Nú eru hans fyrstu myndir og fyrsta blogg semsagt komið í loftið.  Endilega lítið inn til hans.

Slóðin er www.rikki.blog.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 206397

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband