Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Veislur að baki
Á laugardaginn var síðbúin fermingarveisla hjá Páli Sigurgeirssyni "Palla" hjá tengdaforeldrum mínum. Palli býr ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku svo þau komu öll gagngert á Frón til að halda upp á ferminguna sem fór fram í vor hið ytra. Svo þar kom öll Guggufjölskylda saman.
Svo í dag átti Daníel "Sigguson" 6 ára afmæli. Ekki var svo lítið á boðstólnum þar heldur og þar kom öll mín fjölskylda saman.
Alltaf gott að hittast í stórfjölskyldinnu af og til og finna hvað maður eldist hægt.
Föstudagur, 8. ágúst 2008
N1 þarf að bæta sig !
Í mínum huga er alveg ljóst að N1 þarf að bæta ímynd sína. Þeir taka einir ekki þátt í www.gsmbensin.is þar sem neytendur geta skoðað hvar hagstæðast er að kaupa eldsneyti. N1 er eina olíufélagið sem ekki birtir verðin sín á heimsíðu sinni. Með þessu framferði gera þeir neytendum erfitt fyrir með verðsamanburð. Ég hvet neytendur til að gera þeim erfitt fyrir á móti og sniðganga þá.
Þeir þurfa að bæta sig til að vinna traust neytenda.
![]() |
Misjafnt bensínverð á stöðvum N1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Tímamót
Þann 1. ágúst hófst hjá mér nýtt tímbil. Þá byrjaði eins árs launað námsleyfi. Því er ég ekki kominn til starfa í Vallaskóla eins og venjulega í byrjun ágúst, heldur bíð ég þess að hefja nám í Háskóla Íslands. Það ætti að vera 1. september sem ég sest svo á skólabekk. Marmiðið er að ljúka MPA í opinberri sjórnsýslu í vetur.
Þetta er allt svolítið einkennilegt að upplifa en ég er mjög þakklátur Verkefna- og námssjóði Kennarasambands Íslands að gefa mér þetta tækifæri.
Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Rólegt um helgina
Fjölskyldan hefur verið að mestu heimavið þessa helgi. Birna Björt fór þó á föstudaginn á þjóðhátíð í Eyjum. Keli er að vinna þessa helgi en skreppur á kvöldin eitthvað. Gugga er enn að glíma við bakmeiðslin. Stulli kom óvænt í helgarfrí úr sveitinni og hefur verið að ryfja upp kynnin við vini sína.
Það eru helst við Rikki sem höfum aðeins verið að skoða okkur um. Við fórum í gær á Stokkseyri og heimsóttum þar Töfragarðinn, Draugasetrið, Álfa, trölla og norðurljósasafnið og Veiðisafnið. Litum inn í nokkur gallerý og listamannstofur í leiðinni. Í dag skuppum við á Unglingalansmótið í Þorlákshöfn og heilsuðum upp á fólk úr Dölum og Reykhólasveitinni.
Vorum rétt áðan í mat hjá tengdó, en hún var að halda uppá það að nú voru allar hennar dætur heimavið.
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Hangir ekki meira á spýtunni ?
Slæmur rekstur stjórnenda Sparisjóðs Mýrasýslu er ekki bara að færa Kaupþingbanka þennan eina sparisjóð. Meira hangir á spýtunni. Að því er ég best veit þá á Sparisjóður Mýrasýslu meirihluta í Sparisjóði Siglufjarðar (elstu peningastofnun landsins) og Sparisjóði Ólafsfjarðar.
Og hvort skyldi Kaupþingbanki á næstu árum loka útibúi sínu í Borgarnesi eða Sparisjóðnum ?
![]() |
Hornsteininum ekki stjórnað af Borgarbyggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Bilun
Eftir bilun í kerfum Morgunblaðsins hefur bloggumhverfið mitt ekki náð sér aftur. Mér er sagt að lagfæring sé í gangi.
Helstu vandamál eru: Hausmynd birtist ekki. Skoðannakönnun birtist ekki. Fréttaflokkar birtast sem ekki eiga að birtast. Myndir nýjar sem gamlar eru komnar í rugl.
Ég ætla að bíða aðeins lengur áður en ég fer í að laga þetta þetta sjálfur...reyna að spara mér vinnu.
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Fólk af erlendum uppruna
Nú er skoðanakönnun á viðhorfi til fólks af erlendum uppruna lokið. Niðurstöður voru eftirfarandi:
Spurning: Er mikill fjöldi fólks af erlendum uppruna á Íslandi vandamál eða kostur ?
a) Mikið vandamál 16, 9 %
b) Nokkuð vandamál 24,2
c) Hvorki né 17,9 %
d) Nokkur kostur 10,5
e) Mikill kostur 28,4 %
Alls tóku 95 þátt í könnuninni.
Samkvæmt þessu er þriðjungur sem telur mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna mikinn kost. Helmingur er hinsvegar á því að nokkuð eða mikið vandamál fylgi þessum aðstæðum.
Takk fyrir þátttökuna, nú er komin ný könnun.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Nýjar myndir frá Rikka
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Rikki á afmæli í dag
Í dag (22.07.) á Rikki afmæli. Orðinn 9 ára gamall. Birna var að koma frá Tenerife í dag svo Gugga sló í nokkrar tertur í tilefni afmælisins og heimkomu Birnu. Tengdó, frændfólk og langamma litu inn í kaffi seinnipartinn.
Annars var afmælisveislan hans á fimmtudaginn var meðan enn var 20 stiga hiti og sól á Selfossi. Í afmælisveisluna mættu 13 gestir og höfðu með sér sundföt því hápunktur veislunnar var vatnsslagur í garðinum. Notaðar voru vatnsblöðrur og garðúðarar. Tiltækið heppnaðist vel og afmælið tókst með ágætum.
Á efri myndinni er Rikki í dýragarðinum í Árhúsum, en þar var hann fyrr í sumar. Hin myndin er af afmælisgestunum í blíðunni rétt áður en vatnsslagurinn mikli hófst.
Mánudagur, 21. júlí 2008
Hlé á pallasmíðinni
Jæja það rignir eiginlega eldi og brennisteini hér á Selfossi í dag. Reyni ekki einu sinni að halda áfram með pallinn. Kannski líka innst inn bara gott að komast í eitthvað annað :)
Annars gengur pallasmíðinn hægt( byrjaði í fyrra) fyrir sig en örugglega. Smiðnum finnst líka skemmtilegra að smíða þegar sólin skín og hitinn fer yfir 20 stig í horninu. Þá er ljúft að smíða og teyga kalda svaladrykki á milli verka.
En pallurinn er að komast á lokastig. Byrjaði að leggja dekkið í gær. Það verður hægt að fara að nota hann fljótlega... á þessu ári allavega. Lofa því nokkurn veginn.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar