Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 10. september 2008
Haustverkin
Mér hefur aldrei fundist haustverk neitt sérstaklega skemmtileg í gegnum tíðina. Eitthvað tregafullt við það að ganga frá hlutum eftir sumarið; pakka grillinu, sláttuvélinni, koma tjaldvagninum í geymslu og framvegis.
En þessi verk verða ekki umflúin nema að mjög dugleg rigning haldist viðstöðulaust fram á vor. Já það má alltaf halda í vonina.
Svo þarf að fara að klæða sig eftir veðri aftur eins og þessir tveir á myndinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. september 2008
Söguleg frétt
Það er alveg ljóst að hernaðarleg umsvif Rússa í Gergíu hafa orðið til þess að
Tyrkir og Armennar eru nú skyndilega farnir að þreifa fyrir sér með samstarf og aukin samskipti. Í gegnum tíðina hefur Rússland og síðar Sovétríkin verið aðal óvinur Tyrkja á öllum kortum. Vegna ótta þeirra við heimsveldið hinum megin við Svartahafið hafa þeir haldið uppi óvenjulega stórum her. Nú þegar rússneski björninn hreyfir sig...þá hreyfa Tyrkir sig.
Armennar hafa þurft að þola yfirráð bæði Tyrkja og Rússa hvað eftir annað í gegnum aldirnar. Bæði stórveldin fóru stundum illa með Armenna sem einnig reyndust alls ekki svo undirgefnir.
Þetta er reyndar afar söguleg frétt að þessar tvær þjóðir skuli nú ætla að reyna að sættast.
![]() |
Tyrkir og Armenar vilja sættast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. september 2008
Nýja þjóðhagsstofnum ?
"Efnahagsvandinn nú er að miklu leyti heimatilbúinn, þótt upphafið megi rekja til erfiðleika á erlendum fjármálamörkuðum. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1995-2007 ber þunga ábyrgð. Hún gróf undan góðri hagstjórn og lét ítrekaðar viðvaranir um óheyrilega skuldasöfnun og aðsteðjandi gengisfall sem vind um eyru þjóta. Hún gróf undan góðri hagstjórn með því að tvístra og loka Þjóðhagsstofnun og veikja jafnframt Seðlabankann með því að setja öðru sinni óhæfan mann úr eigin röðum yfir bankann. "
Svona hljóðar upphafið á stuttri grein Þorvaldar Gylfasonar sem hann nýverið reit í Fréttablaðið og má lesa alla á þessari slóð: http://www3.hi.is/~gylfason/Lokun.htm
Ég er alveg hjartanlega sammála manninum !
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Þá vinna 24 stundir og Mogginn !
Hér hjá mér á Selfossi hefur Fréttablaðið komið eftir dúki og diski. Oftast komið en stundum þó ekki og aldrei fyrir hádegi. Því les ég það aðeins af og til. 24 stundir koma hinsvegar alltaf inn um lúguna kl. 6.30. fimm daga vikunnar.
Úr því að 365 er að draga enn frekar úr þjónustu við Selfyssinga ættu þeir allir sem einn að hætta að lesa blaðið og snúa sér að öðrum dagblöðum.
![]() |
Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Gangan á Herðubreið
Þá er maður kominn aftur heim eftir 4 daga ferðalag. Fyrst verstur í Dali og þaðan austur í Herðubreiðalindir. Þaðan gengið á Herðbreið og svo sömu leið heim. Alls sat ég í bíl rúmlega 20 klukkustundir.
Það var gott veður í Herðubreiðalindum og einnig þegar við gengum á fjallið. Fjallið sjálft er bratt uppgöngu en hættulítið. Uppgangan tók um 3 tíma og var það 1200 metra hækkun. Það tók hinsvegar 1,5 tíma að aka að fjallinu frá Herðubreiðalindum um úfið hraun. Ferðalagið á fjallið tók því um 7 tíma í allt með stoppum.
Herðubreið er eldfjall og á toppi þess er stór og fallegur gígur. Afar víðsýnt er af fjallinu í allar áttir enda fjallið um 1600 m hátt.
Ég hef sett inn myndir sem hægt er að sjá í myndaalbúminu eða á þessari slóð: http://loi.blog.is/album/ganga_a_herdubreid_2008/
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Herðubreið
Á morgun legg ég að stað vestur í Dali þar sem ég verð samferða pabba í Herðubreiðalindir. Við ætlum að ganga á Herðubreið á laugardaginn. Spáin er því miður nokkuð tvísýn en vonandi verður ekki af þessari rigningu sem þeir eru að spá á svæðinu.
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Bremsuklossar
Fyrir 15 árum síðan skipti ég um bremsuklossa á bílnum mínum. Síðan hef ég látið bifreiðaverkstæðin um þessi mál. Þangað til í dag. Af einhverjum afar skrýtnum ástæðum tók ég upp á því að gera þetta sjálfur. Keypti mér borða í bremsuklossa að aftan ...á bílnum mínum og hófst handa.
Það er skemmst frá því að segja að ég er ekki enn búinn :( ... eitthvað var farið að snjóa yfir hvernig ég gerði þetta. Eitthvað passar ekki eins og það á að gera og ...já og eitthvað og eitthvað sem ekki gengur upp.
Stefni að því að vakan eldsnemma í fyrramálið og klára þetta.
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Barnvæni Bush
Hinn barnvæni forseti Bandaríkjanna; Mr. Bush sér til þess að bandarískum börnum sé tryggt öryggi í uppeldi sínu. Fyrirmyndum barna í skólum er nú í auknum mæli kenndur vopnaburður, svo auðveldara sé að skakka leikinn þegar skotárásir brjótast út á skólalóð eða í skólanum.
Mjög bandarísk leið til að tryggja frið.
![]() |
Kennarar fá að bera byssur í Texas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Blessuð berin
Jæja Ribsberin og Sólberin í garðinum að verða fín til átu og sultugerðar svo það er kominn tími til að fara að undirbúa sultun; þvo krukkur, kaupa sykur og fleira. Það vekur athygli mína hvað runnaberin eru stór í sumar. Stikilsberin eru líka á góðri leið.
Krækiberin eru mjög fín um þessar mundir og gaman að týna þau. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort krækiber, sem verða þroskuð snemma, stækki og stækki fram eftir sumri og hausti. Þannig er það víst ekki. Ber stækka bara upp í ákveðna stærð og er stærðin einstaklingsbundin. Þau detta ekki heldur af lynginu en haldast í sinni stærð þar til einhver tekur þau. Enda eru jurtirnar að þessari berjaframleiðslu fyrir fuglana fyrst og fremst.
En nú ætla ég að fara að kaupa mér nýja berjatýnu.
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Áfram Rice
Aldrei þessu vant er ég sáttur við stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum. Ekki verið par hrifinn af utanríkisstefnu þeirra síðustu árin. Hef í gegnum tíðinna haft mikinn áhuga á Georgíu og Armeníu og reynt að fræðst um þessar tvær þjóðir (hef ekki hugmynd um hversvegna ég hef þennan áhuga... svona eins og að finnast blátt fallegast).
Því er ég mjög sáttur við að Rússar snúi aftur heim.
![]() |
Rice sendir Rússum tóninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar