Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 25. maí 2011
Vinátta
"Einu sinni var stelpa sem hét Ísabella hún var 15 ára. Hún var með brún augu og kastaníubrúnt hár sem náði langt niður á bak. Hún var mjög falleg en
samt átti hún enga vini."
...þannig hefst ritgerð stúlku einnar.
Sunnudagur, 22. maí 2011
Hvar eru litlu sætu eldgosin ?
Eftirfarandi er bloggið hans Illuga Jökulssonar frá því morgun á www.eyjan.is
Ómar Ragnarsson sagðist í útvarpinu í morgun hafa fylgst með 23 eldgosum. Það eru líklega nokkurn veginn öll þau eldgos sem orðið hafa á minni ævi.
Einhvern veginn var maður alveg gjörsamlega hættur að taka eldgos hátíðlega. Jú, ég man hvað eldgosið í Heimaey var grafalvarlegt mál, en hefur orðið eitthvert tjón að ráði í eldgosum á Íslandi eftir það? Eldgos virtust orðin bara svona lítil og krúttleg túristagos. Reglulega gaus eitthvað smávegis í Grímsvötnum, en það voru aðallega bara svona huggulegir gosstrókar í fáeina daga svo ekki meir.
Meira að segja ógnvaldurinn mikli, Hekla, virtist gjörsamlega búin að skipta um hegðun frá því sem maður les um í heimildum. Í staðinn fyrir stórhættuleg risagos, þá gaus hún allt í einu fjölmörgum smágosum.
Ekkert af þessu var neitt hættulegt, svo ég var að minnsta kosti hættur að taka mikið mark á eldgosum nema svona sem smá dægradvöl. Eldgos voru hætt að vera ógnvekjandi. Þau voru ekki lengur Mikki refur, þau voru Lilli klifurmús.
Þangað til í fyrra. Þegar Eyjafjallajökull (af öllum eldfjöllum á Íslandi!) sýndi með öskuregni sínu hvað eldgos geta verið í alvörunni. Og í útvarpinu í morgun virtist stefna í eitthvað alvarlegt líka.
Myrkur á Kirkjubæjarklaustri. Mannlíf líklega ekki í hættu að svo stöddu.
Maður varð einhvern veginn þrumu lostinn. Eldgos að haga sér svona illa? Hvað var orðið af litlu sætu eldgosunum sem við vorum orðin vön?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Kartöflurnar bíða
Hér gengur yfir leiðindar norðanhret. Hitastig rétt ofan við frostmark og brjálað rok. En úrkomulaust þó.
Ég og kartöflurnar mínar nennum þessu ekki lengur. En það er ekket vit að fara að pota þeim niður við þessar aðstæður. Við verðum víst að bíða enn um sinn.
Mánudagur, 16. maí 2011
Ég og kirsuberjatréð mitt

Mamma er nýbúin að fara á námskeið í ávaxtaræktun. Það mun víst nú vera raunhæfur möguleiki. Í kjölfarið keypti hún sér nokkur ávaxtatré og gaf mér eitt; kirsuberjatré. Hún vissi af draumi mínum að rækta kirsuber.
Um helgin gróðursetti ég tréð mitt, en nú sé ég mér til mikillar hrellingar að það er bara frost í kortum veðurstofunnar, þó síst á Suðurlandi.
Vonandi lifir það.
Fimmtudagur, 12. maí 2011
Snakk
Mér finnst snakk mjög gott og frekar veikur fyrir slíku. Ég get látið nammi alveg vera en á bágt með að halda mér frá snakkskál.
Þegar maður fer að lesa utan á snakkpakka kemur ýmislegt í ljós. T.d. er talsvert magn af sykri í flestu snakki og í sumu er reyndar sett koffín. Orkan í einum snakkpoka getur hæglega farið í 2000 kaloríur...eða dagsþörf karlmanns.
Sunnudagur, 8. maí 2011
Hefðbundin norðanátt
Eftir góða byrjun með sunnan- og vestanáttum er skollin hér á á nokkuð ágeng norðaátt. Hefur heldur hvesst eftir því sem liðið hefur á daginn.
Vonandi verður maí ekki svona.
Miðvikudagur, 4. maí 2011
Dalagarpar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. maí 2011
Veðurstöð
Voðalega væri ég til í það að fá veðurstöð hér í Búðardal. Það er nefnilega nokkur munur á veðurfari hér og í Ásgarði. Mér finnst svo gaman að bera saman veðurfar á milli mánaða og daga. Fylgjast með hitatölum og ríkjandi eða víkjandi vindáttum og framvegis.
Ég skoðaði aðeins þann möguleika að kaupa bara sjálfur veðurstöð...en hemm... það kostar um 300.000 að fytja inn góðan grip.
Mánudagur, 2. maí 2011
LÍÚ /ESB
Í Fréttablaðinu í dag kemur fram: "Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma.
Vill LÍÚ virkilega ekki nýtt kerfi ?
Miðvikudagur, 27. apríl 2011
Amen eftir efninu
Grímur Atlason skrifar pistil á Eyjuna um íslensku leiðina, segir meðal annars:
Hvað er síðan svona frábært við hina íslensku leið? Um mitt ár 2007 var gengisvísitalan um 110 en er í dag 215. Evran hefur styrkst gagnvart krónu um tæp 100% á þessu tímabili. Við búum við gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir algjört hrun þessa gjaldmiðils sem fólk er að fagna. Þrátt fyrir það hefur krónan verið að síga síðustu vikurnar. Verðmæti bankanna felast m.a. kröfum sem ættu með réttu að vera afskrifaðar en eru það ekki svo plúsinn batni í bókhaldinu. Sjávarútvegurinn nær ekki að standa í skilum við lánadrottna sína þrátt fyrir 100% forgjöf í gengisfellingunni. Lánsfé til handa greininni er ekkert og það hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera það er bara ekki hægt að lána gjaldþrota grein peninga. Atvinnuleysið margfaldaðist á einni nóttu þrátt fyrir að nær allt erlent vinnuafl, sem var hér við störf fyrir hrun, hafi yfirgefið landið. Þetta eru afleiðingar vitleysunnar mikilmennskubrjálæðisins.
Ísland hrundi en við höfum enn efni á óbreyttri stjórnsýslu 77 sveitarfélögum og 24 sýslumönnum. Það verður alltaf betri og betri hugmynd að virkja okkur út úr vandanum klassísk leið við vondum timburmönnum er að fá sér eins og eitt kardóglas. Við setjum okkur enn á háan hest og segjum aðra heimska. Þetta er leiðin sem við fórum hún er hættulega nálægt því að vera klassísk íslensk lausn: Míga í sauðskinsskóinn til að halda á sér hita!
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar