Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gönguferð

Ég og Rikki vorum í gönguferð í allan dag. Lögðum að stað héðan úr Búðardal kl. 9.00 og mættum kl.10.00 að Hofstöðum í Þorskafirði. Þaðan gengum við með 30 manna hóp undir leiðsögn Gauta Eiríkssonar að Stað á Reykjanesi; allt í allt 15, 3 kílómetra. Káta fékk að koma með en hún varð sárfætt og hölt á leiðinni.

Á morgun á svo að klífa Baulu.


Sumarfrí í dag

Síðasti vinnudagur í bili hér í Auðarskóla hjá okkur Guggu. Förum í sumafríið á morgun.

Vetrarveðrið virðist að baki og nú er vorveður hér í Dölum. Sumarveðrið bíður líklega í einn mánuð enn.


OECD segir íslenskan landbúnað bagga á þjóðinni

"Landbúnaður nýtur tvöfalt meiri verndar á Íslandi en gengur og gerist innan Evrópusambandsins og er verndinmeiri en í flestum löndum OECD. Nauðsynlegt er að aflétta henni sem fyrst að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar.

Skýrsla OECD um Ísland var kynnt í dag en skýrsluhöfundar skoða þar auk annars landbúnaðinn í landinu og komast að þeirri niðurstöðu að miklir styrkir og vernd til handa bændum sé þungur baggi á neytendum og beinlínis haldi niður framleiðni í landinu.

Er mælst til þess að stjórnvöld minnki stuðning við landbúnaðinn verulega með því að afnema alla kvóta og draga úr öðrum beinum styrkjum til landbúnaðarins. Aðeins þannig færist auður frá landbúnaðinum og til annarra atvinnugreina þar sem sóknarfærin eru fleiri og betri. Þá er fullyrt að við slíkt lækki matarverð neytendum til hagsbóta."

Tekið af vef eyjunnar 21.06.2011.

OECD er traust stofnun...en erlend.  Og Íslendingar eru sko ekki fyrir erlenda ráðgjöf eða gagnrýni. Þeir eru sko snjallari en svo.  Íslendingar reka sitt eigið frábæra landbúnaðarkerfi hvað sem einhverjir útlendingar raula og tauta.  Svona málfluttningur verður sko þaggaður í hel af sönnum íslenskum hagsmunahópum.  

Sannið til.

 

 


Frjáls hugbúnaður - fylgi nýju Íslandi !

„Það er óréttlátt að eigandi hugbúnaðar stjórni notandanum. Grunnhugmynd hreyfingarinnar um frjálsan hugbúnað er að við eigum að taka stjórn á okkar eigin tölvunotkun með að hafna þeirri hugmynd að stjórn hugbúnaðar sé ekki í okkar eigin höndum,"

„Með því að taka upp frjálsan hugbúnað í skólum læra krakkarnir mun meira en þegar þeir eru háðir ófrjálsum hugbúnaði og þetta er eitt af því sem þarf að breyta."

„Stofnanir ríkja eiga að fara fram á að hafa stjórn á þeirra eigin tölvukerfum. Það er hluti af því að teljast sjálfstætt ríki. Þess vegna eiga ríkisstofnanir aldrei að leyfa sér að nota ófrjáls forrit og hugbúnað. Þau mega ekki leyfa einkafyrirtækjum að stjórna tölvukerfum sínum því ólíkt einstaklingum, sem nota tölvur fyrir sína eigin hagsmuni, þá nota ríki tölvukerfi fyrir hagsmuni samfélagsins."

 

Svo mælir Richard Stallman í viðtali við Vísi. Slóð: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP4823


Fyrsti sláttur

Svo kalt er vorið búið að vera að gras vex með einsdæmum hægt hér í Dölum. Nú í gær og dag var ég að slá lóðina mína í Búðardal og var það fyrsti sláttur. Sumstaðar var orðið nokkuð gras en á öðrum stöðum; áveðurs...eiginlega ekkert.

Sum tré hafa ekki enn laufgast en rababarinn vex sem aldrei fyrr. Ótrúlega harðgerð jurt.


Útskrifaðist í dag

Við mamma erum nú bæði komin með meistaragráðu; ég í opinberri stjórnsýslu og mamma í íslenskum bókmenntum.  Svo komust fjölmiðlar að þessu á einhvernveginn dularfullan hátt og við mamma urðum smá fræg um stund.
mbl.is Mæðgin útskrifast sama daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Ég fagna þessu framtaki bændana og vona að þeim farnist vel. Samkeppni á þessum markaði er of lítil.

Til hamingju Axel og co.


mbl.is Baulu-jógúrt á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotar

Það var gaman að heimsækja Skotland. Mér fannst Glasgow frekar óhrein og subbulega borg. Samt gömul og heillandi líka. Borgin er nokkuð stór (1,5 milljónir) og er lítt menguð af miklum háhýsum. Skotar sjálfur eru bara um 5 milljónir og hefur nánast því hvorki fjölgað né fækkað í 70 ár.

Skotarnir birtust mér sem hressir og vingjarnlegir. Margir lágvaxnir og feitlagnir þó. Umhverfi borgarinnar er fallegt, gróið og grænt. Mikið um vötn, tjarnir og ár.

Ég er núna að lesa sögu Skotlands og það er bara nokkuð merkileg lesning. T.d. vissi ég ekki að Skotar hafa alltaf haft eigin lagakerfi þrátt fyrir að vera innlimaðir í England uppúr 1700. Þá fundu þeir upp merkar íþróttagreinar eins og golf og curling.

En ég sá bara lítinn hluta landsins og gaman væri að ferðast þar meira um. Veit þó ekki hvort ég legg í að keyra þarna í vinstri umferðinni.


Kominn heim

Þá erum við hjónin komin heim frá Skotlandi. Ferðin, sem var starfsmannaferðalag hjá Auðarskóla, var afar vel heppnuð. Skólaheimsóknirnar voru fróðlegar og skemmtilegar og hópurinn (44 manns) kunni að skemmta sér saman.

Eftir 5 nætur í Glasgow er samt voða gott að komast heim aftur.


Keli farinn

Jæja þá er Keli farinn í heimsreisununa sína.  Við ókum honum út á Keflavíkurflugvöll snemma í morgun. Hann gistir í nótt í Kaupmannahöfn en heldur svo áfram til Kína þar sem hann verður minnst í einn mánuð.  Þaðan ætlar hann í gegnum Kampútseu og Víetnam til Thailands.  Svo Indland, Pakistan, Íran, Írak Jóradanía og Líbanon.  Ætlar að enda í Egyptalandi, sennilega í janúar eða febrúar.

Við fáum reglulega fréttir af honum í gegnum Facebook. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband