Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Mikið gaman

Fórum fjögur úr fjölskyldunni á leikinn.  Mátti engu muna að við yrðum að sætta okkur við sæti úti í horni svo mikil var ásóknin á leikinn.

Stemmingin var frábær og boltinn sem stelpurnar leika mjög fínn.  Serbarnir voru ekki að spila illa og á köflum spiluðu þeir ágætlega saman en íslenska liðið var einfaldlega betra.


mbl.is Fimm marka sigur Íslands á Serbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að nota prjóna

Fékk þessa yndislegu mynd frá Huldu frænku minni, sem náði henniEyjólfur með prjónana af mér í Leeds á dögunum.  Mér tókst sem sagt að borða með prjónum á þessum kínverska matsölustað.

Fréttir RÚV af bruna Bílsins

Ágætar myndir, skýringar og viðtal við slökkviliðið er að finna í kvöldfréttatíma RÚV nú í kvöld.  Slóðin á fréttatímann er hér. http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338337  

Myndir af vettvangi

Nú hef ég sett inn nokkrar myndir af vettvangi daginn eftir brunan í Bílnum.  Sést svo sem ekki mikið en lögreglan segir verkstæðið í raun gjörónýtt.  Sjá hér.

Verkstæðið hans Kela brann

"Eldur kviknaði í verkstæði í Gagnheiði á Selfossi á níunda tímanum Bíllinn í kvöldí kvöld. Slökkvilið er nú á vettvangi og var að mestu búið að ráða niðurlögum eldsins um klukkan níu. Samkvæmt lögreglu eru gaskútar í húsinu og var óttast að þeir myndu springa. " (Af sudurland.is )

Fór á vettvang og sá að verkstæðið er illa leikið... þó ekki alónýtt.  Skelfilegt áfall fyrir Kela og karlana í Bílnum.


Hálf hissa á að hann skuli vera á lífi

Enn einu sinni er Michael Moore á ferðinni að mynda skuggahliðar mannlífs í Bandaríkjunum.  Það eru ófáar myndirnar og heimildaþættirnir sem maðurinn hefur framleitt og vakið athygli á ýmsu sem betur má fara.  Stundum hefur hann hreyft við stórum og voldugum hópum, málsmetandi eintaklingum og ríkum og öflugum fyrirtækjum.  Hann er áreiðanlega hataður af afar mörgum fyrrgreindra.

Maður er eiginlega hálf hissa á því að enginn skuli hafa kálað honum "óvart" á "slysalegan" hátt.


mbl.is Moore sakar Bandaríkjastjórn um áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn heim

Þá er ágætri utanför starfsmanna Vallaskóla til Leeds lokið.  Helmingur hópsins kom heim í nótt en hinn hlutinn ákvað að framlengja ferðinni og vera yfir helgina.

Ferðin tókst í alla staði mjög vel og uppúr stendur hversu vel ensku skólarnir 9 tóku á móti okkar fólki.  Hlýan og alúðin sem birtist okkur í heimsókninni var meiri en ég hef kynnst í mörgum sambærilegum skólaheimsóknum til annarra landa.

Aldrei að vita nema ég skelli nokkrum myndum á netið úr ferðinni.  Allavega var mikið tekið af myndum.


Leeds

Þá er komið að utanför kennara og starfsfólks Vallaskóla. Á morgun fer um 80 manna hópur til Leeds að skoða þar skóla og kynnast enska menntakerfinu.  Hópurinn kemur svo til baka á föstudaginn kemur.  Svona ferðir eru alltaf bæði skemmtilegar og gagnlegar.

Nú eru börnin mín orðin svo "sjálfbær" að það þarf aðeins lágmarks pössun á meðan skroppið er útfyrir landssteinanna.   Svo ekki þarf að gera stór plön á þeim vígstöðvunum.

Best að halda áfram að pakka og undirbúa sig...


Og þrátt fyrir nútímatækni..

Það er ekki óalgengt að það sé greint frá einni og einni nýrri dýrategund, sem finnst á fáförnum slóðum t.d djúpt á hafsbotni.  En ég varð steini lostinn þegar í ljós kom fyrir tveimur árum eða svo að fundist hefði eyja norður af Grænlandi, því maður hefði haldið að heilar eyjur færu ekki framhjá könnuðum með sína nútímatækni.

Nú finnst heill ættbálkur af fólki 2007.   Þetta er eins og ævintýri.  Hvað finnst næst...ný byggð neðansjávar eða ... 

Þetta er skrýtin tilfinning að lesa svona frétt.


mbl.is Áður óþekktur indíánaþjóðflokkur kemur fram í Amazon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólaslit yfirstaðin

Jæja þá er ég búinn að slíta skólanum.  Skólaslitin voru fyrr í kvöld og gengu vel.  Búið að útskrifa 100 nemendur úr 10.bekk.  Þar með er 11. árinu mínu í skólastjórn að ljúka.

Í kvöld skyggði það ekki á gleðina að Keli fékk tvær viðurkenningar við útskriftina fyrir góðan námsárangur m.a viðurkenningu fyrir besta heildarárangur á grunnskólaprófi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband