Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Allt komið á 100

Þá má segja að allt sé komið á 100aðið.  Nú er verið að keppast við að klára skólann og undirbúa jólin.  Stulli var á fimmtudaginn í "gráðun" í júdoinu og gekk vel.  Kominn með appelsínugula rönd, sem verður að appelsínugulu belti eftir áramót.  Amma átti 80 ára afmæli síðastliðinn fimmtudag og það var haldið upp á það hjá Siggu systur og aldrei þessu vant steingleymdi ég myndavélinni og er upp á aðra kominn með að fá myndir úr veislunni.  Keli er búinn í Hraðbraut fyrir jól og kominn í jólafrí og Birna á eitt próf eftir.  Gengur báðum bara vel.

 Svo bíða mín blessuð jólakortin; tekur sinn tíma að skrifa á þau. Búinn að setja upp slatta af jólaseríum...en slatta eftir.

Ég og Kejld erum komnir í jólafrí í Bridgeinu og hefjum leikinn aftur með klúbbnum eftir áramót.

Já og Tottenham vann í dag.


Jólaseríur

Árstíminn sem maður setur upp jólaseríur er runninn upp.   Þetta er nú eiginlega ekki í uppáhaldi hjá mér.  Mér hefur í nokkur ár fundist þetta bæði þreytandi og frekar mikil vinna.  Stöðug peruskipti yfir jólin hafa heldur ekki glatt mig mjög.

En fallegt er þetta óneitanlega og lífgar upp á umhverfið.  Blessað ljósið í öllum sínum regnbogalitum.


Tottenham loksins að komast á skrið

Mikið er gott að geta farið að fylgjast með enska boltanum án þess að þurfa stöðugt að lesa um hrakfarir Tottenham.  Voðalega væri svo gaman að sjá liðið verða UEFA meistari í ár.  Held að það gæti bara orðið svo :)
mbl.is Ramos: Vörnin er vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara börn ...ekki bara tölvuleikir

Tölvuleikir eru yndislegt fyrirbæri.   Margir þeirra eru mjög uppbyggjandi og fræðandi og hafa jákvæð  og góð áhrifá þá sem spila þá.   En þar sem þeir eru svona áhrifamiklir og skemmtilegir vilja gjarnan margir vera lengi í þeim...og því miður missa alltof margir stjórn á spilum tölvuleikja.

Ég vek athygli á að ekki er eingöngu um að ræða misnotkun á spilum tölvuleikja að ræða heldur líka misnotkun á "að vera í tölvu" ; t.d að vera lon og don á MSN, sem er líka algengt vandamál.  Ég veit dæmi þess að unglingur hafi verið allt upp undir 40 tíma á MSN á viku með skóla.

Þá bendi ég á að þetta vandamál einskorðast síður en svo við börn.  Fullorðnir einstaklingar hafa í auknum mæli misst algjörlega tök á tilverunni vegna tölvufíknar.  Og gleymum því ekki að í mörgum tilvikum, meðan börnin leika sér í tölvunni, eru foreldrar þeirra líka í tölvu í öðru herbergi.  Kannski að vafra um á Internetinu, vinna, sýsla með myndir eða skoða tölvupóstinn sinn.  Þannig að fyrirmynd barnanna er meirra og meira í þá áttina að dvelja með tækjum fremur en fólki.


mbl.is Skrópa vegna tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptinemar

Úr eldhúsinu berst hlátur.  Þar eru þrír skiptinemar samankomnir og eiga í hrókasamræðum á 100_2143spænsku og ítölsku; tveir frá Ítalíu og einn frá Venesúela.  Einn þeirra, stúlkan sem er í miðjunni dvelur nú hjá okkur næstu mánuðina.  Hún heitir Lucia og kemur frá suður Ítalíu. Þær halda gjarnan hópinn þessar þrjár, enda dvelja þær allar á Selfossi og allar við nám í FSu. Þar sem þær fara er mikið spjallað og hlegið.

Hvort er betra ?

Eins og allir vita gegnur orðið illa að manna leikskólana okkar.  Nú nýlega heyrði ég í nýbúa sem spurði þeirrar einföldu spurningar; hvort er betra að ráða nýbúa  á leikskólana  eða hafa leikskólanna lokaða ?

Bara að láta vita...

Rikki minn bað mig að láta vita að hann er nýbúinn að blogga.

Þurt í júlí en blautt í október

Á Selfossi er sjálfvirk veðurathugunarstöð sem setur allar upplýsingar jafnóðum á netið.  Mjög skemmtileg þjónusta fyrir þá sem hafa gaman af því að fyljast með veðri.  Það er Verkfræðistofa Suðurlands sem heldur þessum vef úti á slóðinni http://www.verksud.is/vedur/reynivellir-nu.cfm  

Ef gluggað er í samanburðartölur sést hversu þurt og hlýtt var í júlí og blautt í október. Þetta vita náttúrulega allir, en kannski áttar fólk sig ekki hversu afbrigðilegir þessir mánuðir eru fyrr en þeir sjá samanburð við fyrri ár.  Sjá http://www.verksud.is/vedur/saga/samanburdur.htm

Ef aðeins er gripið niður í þetta sést að úrkoma var 70 % minni í júlí en meðaltal undanfarinna þriggja ára.  Ef október er skoðaður sést að úrkoma í liðnum mánuði var um 300 % meiri en meðaltal undanfarinna ára... í raun var úrkoma í okt 2007 jafnmikil og samanlögð úrkoma í okt. áranna 2004, 2005 og 2006.   Ætti allavega að vera gott fyrir orkubúskap þjóðarinnar þó það sé ekki annað.


Margt að gerast

Þetta hefur verið nokkuð viðburðarík vika.  Þurfti að játa mig sigraðan og liggja veikur heima í tvo daga; þriðjudag og miðvikudag en það er nú ekki oft sem það gerist.

Á þriðjudag mætti svo nýr fjölskyldmeðlimur í húsið.  Skiptineminn Lucia frá Ítalíu.  Virðist vera endalaust pláss í mínu litla húsi.  Lucia verður vonandi sem lengst hjá okkur og þá fram á sumar. Nú erum við á fullu að læra nýja ítalska hætti.  T.d höfum við lært að nota heita mjólk út á morgunkornið í stað þess að vera með hana ískalda beint úr ískáp. 

Í gær(laugardag) var ég svo á skemmtilegu Bridge námskeiði hjá Bridgeklúbbi Selfoss.  Vorum í sjö tíma að æfa okkur að spila og liggja yfir útspilareglum, köllum og fl.  Þetta var mun skemmtilegra en ég hafði gert mér í hugarlund um.

Í gærkveldi  var árshátðið leikskólanna í Árborg haldin með miklum glæsileik á Hótel Selfossi.   Um 150 manns mættu og skemmtu sér saman.  Hljómsveitin Pass lék undir dansi fram eftir nóttu.

Í dag er svo stærsti hluti fjölskyldunnar að fara til RVK til að vera við Kaþólska messu með Luciu, Stulli að keppa í Íslandsmeistarmótinu í handbolta.

Á morgun er 9.bekkur (alls um 100 börn) að fara vestur í Dali í skólabúðir að Laugum.  Stulli fer náttúrulega og ég ætla að vera þarna fram á miðvikudag.

...já...Blush...það er margt að gerast.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband