Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Suðurnesin um helgina

Framundan er "góð" helgi hjá okkur Guggu.  Ætlum að vera í Keflavík í tvær nætur og slappa af.  Reynum að njóta þess besta sem Reykjanesið hefur uppá að bjóða.


Svana er Dalamaður

Bara fyrir þá sem ekki vita það þá er hún Svana sterka glímudrottning úr Dölunum.  Ég hugsa að hún hafi alveg þennan Þingeying ef svo bæri til...hún er alveg rosaleg hún Svana.
mbl.is Kóngur og drottning glímunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski er bara rétt ...

Maður er nú afar efins hvort það sé réttlætanlegt að fara út í skærhernað í umferðinni.  En hugsanlega er það hinsvegar rétt hjá vörubílsstjórnum að aðrar leiðir til þess að fá ríkið til að minnka hlutdeild sína í verðlagningu olíu hafi ekki virkað neitt hingað til.

Og innst inni hefur maður náttúrulega ekkert á móti því að olía og bensín lækki.  Kannski er bara rétt að ganga í lið með blessuðum vörubílstjórnunum.


mbl.is Aðgerðir á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð valdi konur...

Konur gegdu hlutverki fyrstu upprisuvottanna og voru fyrstar til að flytja áfram fréttirnar af tómu gröfinni. Konur höfðu vissulega ekki sama rétt og karlar í því þjóðfélagi sem Kristur lifði og starfaði í. Þar var litið á konur sem annars flokks þegna og þæ t.d. ekki taldar vitnisbærar fyrir dómstólum. Því koma viðbrögð karllærisveinanna, þegar konurnar fluttu þeim fréttirnar af hinum upprisna, ekki á óvart. Í 24. kafla Lúkasarguðspjalls segir m.a.:

Og þær minntust orða hans, sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum. Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar, sem voru með þeim. Þær sögðu postulunum frá þessu. En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. (Lk 24.8-11)

Engu að síður urðu orð kvennanna til þess að Pétur hljóp sjálfur út að gröfinni til þess að komast að hinu sanna í málinu.


Stulli er Íslandsmeistari

Stulli íslandsmeistariUm helgina var haldið Íslandsmeistarmót í Júdo.  Dágóður hópur fór frá Júdodeild Umf. Selfoss og stóð hann sig mjög vel.

Stulli keppti á föstudagskvöldi og stóð uppi sem Íslandsmeistari í sínum þyngdar- og aldursflokki.


Rikki á tónleikum

Síðastliðinn sunnudag hélt Barnakór Selfosskirkju tónleika í kirkjunni.  Rikki hefur sungið með kórnum um nokkurt skeið og haft mjög gaman af.  Á þessum tónleikum söng Rikki tvísöng með vini sínum Sverri lagið : Hraustir menn. 

Hér til hliðar undir nýjustu myndböndin má sjá og hlusta á söng þeirra og kórsins.  Einnig hægt að smella hér.


Mútur í stjörnuspá

Í morgun rakst ég á eftirfarandi stjörnuspá á mbl.is :

VOG 23. september - 22. október
Þú og ástvinir þínir eru ekki endilega sammála um hvað geri lífið spennandi. Reyndu að útskýra, jafnvel múta - það er betra en að rífast.

Mútur hef ég ekki séð áður í ráðleggingum stjarnanna.  En það er kannski bara tímanna tákn.


Tja...ef Clinton væri nú svört ?

Ef Hillary Clinton væri nú svört kona og Obama hvítur karl hver skyldi staðan vera ?  Ég held að hvítur karl vinni alltaf svarta konu í USA.  En spurningin núna er hvort hvít kona getur unnið svartan karlmann.  Bæði eru fulltrúar hópa sem eiga í réttindabaráttu.

 


Tilbreyting

Næsta vetur sest ég á skólabekk.  Ég hef fengið úthlutað launuðu námsleyfi hjá Kennarasambandi Íslands.  Þannig get ég áhyggjulaus klárað MA gráðuna mína.

Ég ætla að fara í MPA námið í HÍ í Opinberri sjórnsýslu.  Ég fæ nægilega mikið metið úr MA námi mínu úr Kennaraháskólanum til þess að klára námið á einum vetri.

Verð að segja að ég hlakka til, enda verður tilbreytingin kærkomin.  Búinn að vera skólastjóri í bráðum 12 ár....og ætlaði bara að prófa að vera í 1 ár.


Hljómar vel...eða hvað ?

Hljómar þetta ekki vel ; "Einstæð móðir fékk lottóvininginn" ?  Mörgum kann að finnast það. Sennilega vegna þess að í þessu felst vísun í að einstæðar mæður hafi það almennt erfiðara en aðrir.  Að það sé "verra" að vera einstæð móðir en móðir í hjónabandi.  Sennilega yrði yfirskriftin hjá mbl.is seint "móðir í hjónabandi fékk lottóvinninginn."

Á mínum vinnustað hafa í gegnum tíðina oft unnið einstæðar mæður.  Sumar hafa þvertekið fyrir það að vera kallaðar "einstæðar" og vilja frekar vera kallaðar "sjálfstæðar".   Þeim finnst þessi "einstæði stimpill" slæmur. 

Kannski er ofangreind fyrirsögn því ekki svo góð...nema ef henni er ætlað að styrkja almennt þá skoðun að mæður án maka hafi það verra en aðir... þá gegnir hún ágætlega hlutverki sínu.


mbl.is Einstæð móðir fékk lottóvinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 206395

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband