Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Auglýsingar í blogginu
Það er ennþá alveg ókeypis að blogga á mbl.is. Hinsvegar býðst manni núna að borga 300 kr á mánuði til þess að sleppa við að fá auglýsingar á bloggsíðuna. Eins og þið sjáið þá hef ég ákveðið að spara mér 3600 kr á ári.
Já þeir eru snjallir þarna hjá mbl.is. Ég er til dæmis alveg viss að þeir raki inn fé ef þeir fara að birta stíft auglýsingar frá stjórnmálaflokkum...hver vill ekki vera laus við einhvern ákveðinn flokk ?
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Nýjar myndir
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Áhrif grimmrar efnishyggju á líðan fólks
Mig langar að setja hér inn hlekk á grein sem birtist árið 2003 og olli þá nokkru umtali.
Greinin fjallar um áhrif grimmrar efnishyggju á líðan fólks og hvernig trúin virðist hjálpa fólki við slíkar aðstæður.
http://www.raunvis.hi.is/~steindor/lund.html Ekki láta lengd greinarinnar trufla því hún er mjög athyglisverð.
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Brottnám... kannast einhver við það ?
Á fimmtudagskvöld sótti eitthvað á mig og þegar leið á kvöldið var ég orðinn "þreyttari" í höfðinu en ég á vanda til. Á föstudagsmorgni gat ég ekki lesið blöðin, það var eins og það vantaði afruglara í höfðið á mér. Enginn fókus. Fylgdi þessu einnig svimi. Lá því sem rotaður mestallan þann daginn. Varð að melda mig veikann í vinnunni.
Eitthað er mér nú að skána því ég sé núna allavega á tölvuskjá. Hef ekki hugmynd hvað er hér á ferðinni. Hallast ég helst að því að hafa orðið fyrir brottnámi, þ.e geimverur hafa náð mér út fyrir tímasvið jarðar, gert athuganir á heilanum og skilað mér aftur. Sumir segja að maður verði hreint ekkert var við brottnám en aðrir segja að í kjölfarið geti fylgt slappleiki, sérstaklega fyrir höfði. Bað Guggu um að athuga vel á mér höfuðskelina í morgun, því stundum koma geimverurnar fyrir búnaði í höfðinu og búa þá til litla ístungu, sem er falin í hárinu, svo auðveldra sé næst að tengja heilann á manni við prógrömm hjá þeim. Höfuðkúpan virðist vera alveg heil. Það verður svo bara að koma í ljós næstu daga hvort ég hef verið prógrammaður upp á nýtt.
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Bara endilega
Eiður gæti bara ekki farið í betri klúbb. Hann hefur áreiðiðanlega hikað svona mikið undanfarið vegna þess að hann var ekki farinn að sjá rétta klúbbinn. En nú leiðin ljós fyrir honum.
![]() |
Eiður Smári orðaður við Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Sér ekki högg á vatni
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Mikið búið
Jæja...loksins búinn með uppgjörið á Júdódeildinni. Þungu fargi af mér létt. Annars hefur verið nóg að gera hjá mér. Ég neyddist m.a á föstudagsmorgun til að brölta uppá þak og moka snjó af því. Það var kominn svo mikill snjór á stofuþakið og bílskúrsþakið að mér leist ekkert á það.
Nú svo á laugardagsmorgun var Marta vinkona Luciu ekið á Keflavíkuflugvöll, svona rétt á eftir óveðrinu mikla. Á tímabili vorum við nú ekki viss hvort af þessu flugi yrði. En Marta er allavega komin aftur til Ítalíu.
Búinn að sjá Brúðgumann og það fannst mér mjög góð mynd.
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Hvenær á að leyfa peningalega hvattningu ?
Það hefur hvarflað að mér í gegnum tíðina að hugsanlega kunni það að leiða til betri skólasóknar og aga ef foreldar nemenda væru sektaðir fyrir brot eða skróp barna sinna. Það að greiða nemendum fyrir að lesa er aðeins enn ein leiðin til þess að hvetja nemendur til lesturs. Og hingað til hefur bóklestur farið dvínandi ár eftir ár, þrátt fyrir lestrarátök og mikla hvattningu foreldra og skóla.
Í ofnagreindum hugmyndum er verið að nota mátt peninga til þess að skilyrða nemendur. Og peningar eru nú heldur betur notaðir í lífinu sjálfu í báðar þessar áttir; til hvattningar (t.d námsstyrkir) og til refsingar (t.d hraðaksturssektir). En er réttlætanlegt að nota peningalegar skilyrðingar með börnum...það er spurningin ?
![]() |
Vill borga krökkum fyrir að læra heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Taekwondó
Ég er búinn að vera í morgun og framyfir hádegi í dag á stóru Taekwondó móti hér á Selfossi. Ég vissi svo sem ekki mikið út á hvað þetta gekk nema að keppendur spörkuðu mikið. Ástæða þess að ég fór á mótið er hinsvegar að Kristín frænka (dóttir Siggu systur) var að keppa en hún hefur verið duglega að æfa undanfarin ár.
Kristín sagði mér eitt og annað varðandi íþróttina svo að ég gat horft á þessa bardaga og skilið þá. Þetta var mjög áhugavert og sumir furðu fimir við við að sparka hátt í loft upp og já hreinlega hálfrota andstæðingana. Selfossdeildin virtist standa sig þokkalega.
Svo var komið að Kristínu að keppa og það varð mjótt á munum. Kristín er flínk í þessu og hlýtur að hafa þessa snerpu og þetta afl úr móðurættinni sinni. Kristín lenti í öðrusæti og verður það nú að teljast góður árangur, þótt ég efist ekki um að hún hafi ætlað sér gullið.
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Gull fyrir Stulla
Stulli keppti í gær á Afmælismóti JSÍ. Hann var ákeðinn í að keppa í mínus 81 kg flokki og þurfti því að fara í megrun. (Reyndar ekkert sem hann gat tapað nema vatn held ég) Í viktuninni í gærmorgun reyndist hann vera nákvæmlega það sem hann mátti vera.
Stulli stóð sig vel í glímunum; þær voru stuttar og hann vann þær á fullnaðarsigri og stóð uppi sem sigurvegari í sínum flokki. Gull fyrir Stulla.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 206395
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar