Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Afhjúpunin mun halda áfram
Það er nokkuð ljóst að ekki hefði komist upp um styrkina tvo til Sjálfstæðisflokksins, nema af því að fyrirtækin sem voru svona rausnaleg fóru á hausinn. Óvænt örlög ollu því að ekki var lengur hægt að fela slóðina. Hvort þetta er einstakt tilvik vegna skulda sem sjálfstæðismenn freistuðust til að gera upp eða hvort hér var um viðtekna venju að ræða...skal ósagt látið. Lyktar af siðleysi, siðferðisbresti og valdabrölti. Mjög slæmt fyrir alla þá fjölmörgu sem hafa trúað því að flokkurinn sé vel rekinn, skipulagður og heiðarlegur.
Það er að fjúka í flest skjól spillinga og græðgi. Afhjúpunin mun halda áfram næstu árin...örlagavaldurinn var hrunið.
![]() |
Skilað til lögaðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Norðvesturkjördæmi
Ég horfði á beinar umræður í sjónvarpinu í gærkveldi milli frambjóðenda í Norðvesturkjördæmi. Það verður nú að segjast að það er miklu skemmtilegra að hafa nýu framboðin með. Bæði Borgarahreyfingin og Lýðræðishreyfingin koma með ný og skemmtileg sjónarhorn inn í umræðuna. Annars einkenndist þessi hópur af nýju fólki í heildi sinni.
Hinn nýji forystumaður sjálfstæðismanna Ásbjörn Óttarsson hljómaði ekki vel. Röddin og talandinn var ekki sjónvarpsvænn. Þetta mun að sjálfsögðu smálagast. Þetta sást vel í samanburði við Svein Braga frá Framsókn. Hann er líka nýr, en rödd hans, framkoma og talandi var mjög þægileg. Jón Pétur Líndal, minn gamli skólafélagi, stóð sig vel. Rólegur og skipulagður eins og hans er vandi.
Könnunin á fylgi flokkanna kom ekki á óvart. Ég á þó frekar von á því að sjálfsæðisflokkurinn tapi öðrum manni og Frjálslyndir komi kjördæmakosnum manni að.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Pálmasunnudagur
Fjölskyldan mætir í tvær veislur í dag. Fyrst er það súpa fyrir stórfjölskylduna hjá Helgu systur kl. 12.30 og svo fermingaveisla hjá frænku Guggu kl. 15.30.
Svona eiga Pálmasunnudagar að vera.
Föstudagur, 3. apríl 2009
Megi mál ykkar leysast á farsælan hátt
Ég óska þess að mál Guðnýjar og fleiri í hennar sporum fái lausn hið fyrsta. Megi þjóðin bera dug til að forgangsraða betur svo ekki gleymist að gera ráð fyrir dýrmætum mannverum. Leggjumst á eitt svo að þannig megi verða.
Innilegar kveðjur frá mér til Guðnýjar, Steinunnar og fjölskyldu.
Lói
![]() |
Lokað á langveika stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Af hverju horfa óánægðir Sjálfstæðismenn ekki til Framsóknar ?
Ég skil ekki hversvegna Framsóknarflokkurinn fær ekki meira fylgi ef fólk leitar frá Sjálfstæðisflokknum. Þannig hefur það oftast verið. Það virkar ekki rökrétt að hætta við að kjósa hægri flokk og fara að kjósa vinstri flokk. Næsti viðkomustaður ætti að vera annar hægri flokkur eða miðjuflokkur eins og Framsókn. Hversvegna horfa óánægðir Sjálfstæðismenn ekki til Framsóknarflokksins ??
![]() |
Samfylking áfram stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Fleiri íbúar
Sunnudagur, 29. mars 2009
Brrrrr
Ég hélt í einfeldni minni að það væri að vora aðeins. Nú er bara frost og skafrenningur með snjókomu á degi hverjum. Reiðhjólin sem bjartsýnir Selfyssingar tóku út fyrir nokkrum dögum eru að snjóa í kaf.
Og bylur fyrir norðan og vestan.
Huggulegast væri að fá sér kaffi að hætti Íra....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Kardemommubærinn
Mamma og amma buðu yngstu barnabörnunum sínum þremur ásamt foreldrum á Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu. Ég hafði aldrei séð sýninguna áður, en hlustað 1000 sinnum á hana í gegnum æsku mína og æsku barna minna. Því kom sumt nokkuð á óvart þegar maður sá þetta svona beint á sviðinu; t.d það að umhverfi bæjarins var greinilega suðrænt, þ.e þarna var mikið sólskin og mikið af pálmatrjám.
Þegar maður horfði yfir salinn sá maður að fullorðna fólkið sat með sælubros á vör af áhuga og ánægju. Yngri kynslóðin var ekki jafn heilluð...þó held ég að allir hafi skemmt sér vel.
Föstudagur, 20. mars 2009
Lifðu heill Hörður Torfason
Kærar þakkir fyrir þitt framlag hingað til. Framganga þín hefur reynst mér ómetanleg.
Lifðu heill Hörður Torfason.
![]() |
Hlé á fundum Radda fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. mars 2009
Hæpin ummæli
Ég get ekki almennilega áttað mig á því hversvegna Sigmundur lætur svona orð falla um samstarfsflokk framsóknarflokksins. Í fljótu bragði er ekki hægt að sjá neinn pólitískan ávinning með svona framkomu formannsins. Maður greinir einhvern pirring sem fær á sig þessa undalegu mynd.
Ekki ætla ég að efa það að Samfylkingin geti verð erfið í samstarfinu (þótt ég viti ekkert um það), en það er tæplega snjallt að orða hlutina með þessum hætti um leið og formaðurinn talar um að framsóknarflokkurinn vilji í vinstri stjórn eftir kosningar.
![]() |
Undrandi á orðum Sigmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar