Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 13. maí 2009
Kominn vestur
Jæja þá er ég byrjaður að undirbúa skólahald í Dölum fyrir skólaárið 2009 - 2010. Er kominn með vinnuaðstöðu í stjórnsýsluhúsinu og gisti á Brunná. Skila síðasta verkefninu á mánudag í Háskólanum.
Gott veður í Dölum þessa stundina.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 10. maí 2009
Arnarhreiðrið
Reykhólamenn hafa nú komið vefmyndavél fyrir við eitt af fáum arnarhreiðrum landsins og senda þaðan út dag og nótt. Þar er hægt að fylgjast með össunni liggja á eggjum sínum.
Til að komast á slóðina er best að fara inn á www.reykholar.is og þar til hliðar vinstra megin er borði sem stendur á "Arnarsetrið". Ef smellt er á hann kemur upp rammi með áletrunni "no image", hún hverfur og hreiðrið birtist.
Frábært framtak hjá Reykhólamönnum !
Mánudagur, 4. maí 2009
Er þá ekki tryggast að setja maka sinn í Trabant ?
![]() |
Líklegastir til þess að halda framhjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Talsmaður neytenda til sóma
Það sem mér finnst standa uppúr þessu er að Gísli Tryggvason talsmaður neytenda lætur álitamál í kjölfar bankahrunsins ekki lönd og leið. Hann tekur skýra afstöðu með neytandanum og kemur með tillögur. Hann bendir á fjölmörg rök máli sínu til stuðnings.
Afstaða Gísla og tillögur hans eru í raun afar mikilvægt innlegg í umræðuna. Neytendur geta nú í framhaldinu vitnað til álita hans í allri sinni umfjöllun.
![]() |
Viðskiptaráðherra skoðar niðurfærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Myndir komnar á vefinn
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.4.2009 kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. apríl 2009
Mikill leikur
Við Gugga fórum vestur í Dali um helgina með Rikka og þremur vinum hans. Ferðin gekk vel og við heppin með veður. Krakkarnir léku sér algjörlega allan tímann bæði úti og inn. Rétt gáfu sér tíma til að sofa. Tók nokkuð af myndum sem ég set inn á næstu dögum.
Kom mér verulega á óvart að ekki skuli vera opið í sundlauginni á Laugum á laugardögum þegar komið er þetta langt fram á vorið. Fullt af fólkið á ferðinni.
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Vestur í Dali
Nú er helgin að nálgast. Við skreppum vestur í Dali á morgun og verðum þar um helgina. Rikki býður þremur vinum sínum með svo við verðum samtals sex. Og svo tíkin. Krakkarnir voru að hittast áðan og bökuðu saman skúffuköku til að hafa með sér í nesti.
Veðrið virðist ætla að verða þokkalegt.
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Lokasprettur í náminu
Þá er að hefjast hjá mér lokasprettur í náminu. Þarf að klára nokkur verkefni og taka eitt heimapróf á næstu þremur til fjórum vikum - og þá er mesta álagið búið í bili. Svo er það blessuð MA ritgerðin, henni miðar hægt en örugglega. Þarf að taka daga í maí og sjá svo til. Reikna svona frekar með að ég salti framhaldið fram á haust frekar en að klára í sumar. Þá myndi ég útskrifast í febrúar 2010.
Kemst þó hægt fari.
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Páskar
"Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum? En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
En hann sagði við þær: Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.
Mark 16.1-7
Laugardagur, 11. apríl 2009
Bensín í stað Dísel
Þar kom að því. Á Pálmasunnudag, á bensístöð Olís við Rauðavatn , setti ég bensín á díselbílinn minn. Reyndar uppgvötvaði ég mistökin þegar ég var búinn að dæla um 9 lítrum á bílinn.
Starfsmaður á stöðinni sagði að það væri hægt að fá aðstoð Olíudreifingar til að dæla af bílnum, en það kostaði um 20.000 kr um helgar. Mér leist ekkert á það. En þegar ég talaði við starfsmann hjá Olíudreifingu sagði hann mér að ég gæti leyst þetta með því að setja einn líter af tvígengisolíu á bílinn og fylla hann svo af díselolíu. Bílnum yrði ekki meint af þessu.
Það reyndist rétt. Ég tróð svo mikilli díselolíu á bílinn að nálin hefur ekki enn hreyfst á mælinum, þrátt fyrir að hafa keyrt talsvert og m.a eina ferð til Reykjavíku.
Eiginlega var ég alltaf viss um að þetta myndi henda mig einhverntímann, því ég get verið hræðilega utangátta.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar