Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Lítið bloggað
Vegna flensu komumst við hjón seinna en áætlað var vestur í Dali. Við gátum ekki hafið vinnu fyrr en 10 ágúst í nýja skólanum. Gugga startaði leikskólanum með afar hjálpsömu starfsfólki og ég fór með Kela að skipuleggja grunnskólann.
Erpur hinn nýji og Rikki voru í góðu yfirlæti á Brunná hjá afa og ömmu ásamt fleirum.
En reyndar var svo mikið að gera að ég fann ekki tíma til að blogga fyrr en nú, þegar ég er kominn aftur á Selfoss í helgarfrí.
Laugardagur, 8. ágúst 2009
Nýjasti heimilismeðlimurinn
Um miðjan júlí var farið að Erpsstöðum í Dölum og sóttur þangað hvolpur. Hvolpurinn fékk nafnið Erpur og hefur síðastliðnar vikur haldið til á Víðivöllunum. Þar hefur hann fengið margar mömmur. Ein þeirra er Káta, sem í fyrst var lítt hrifinn að Erpi, en það breyttist og í dag er hún lang duglegust að leika við hann.
Erpur er alltaf í góðu skapi og alltaf á fullu að leika sér...nema þegar hann sefur. Hér fylgja m
yndir af þessum nýja heimilismeðlim.
Föstudagur, 7. ágúst 2009
Þá fer nú verkið vonandi að hefjast
![]() |
Vegur um Djúpafjörð þarf ekki í umhverfismat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Raðskvettari gengur laus
Nú er ljóst að raðskvettari gengur laus í höfuðborginni. Hann mun endurtekið hafa skvett rauðri málningu á hús auðmanna. Við síðustu skvettu brást honum bogalistin og til hans sást þannig að hugsanlega fer lögreglan nú að ná þessum dularfulla glæpamanni.
Fórnarlömbin eru hingað til hvítir ískenskir auðmenn, sem virðast hafa bruðlað með almannafé. Þannig þarf venjulegur almenningur ekkert að óttast þennan skæða raðskvettara.
![]() |
Sást skvetta málningu á húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Hvað er venjulegt fólk ?
Ég efast um að umsvif og umgjörð öll í kringum Karl Wernersson bendi til þess að hann hafi viljað láta flokka sig sem venjulegan. Þvert á móti. Tekjur, bifreiðar, fasteignir og lífstíll var langt langt frá venjulegu fólki.
Karl Wernersson skar sig meðvitað frá fjöldanum en vill nú helst af öllu vera talinn venjulegur maður. Hvað venjulegt fólk er svo nákvæmlega er annað mál...
![]() |
Knésetja menn eigin fyrirtæki af ásetningi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Í dag
Í dag höfum við hærri byggingar og breiðari vegi, en bráðara skap og
þrengri sjónarmið.
Við höfum stærri hús, en minni fjölskyldur.
Við eyðum meiru, en njótum minna.
Við höfum meiri þekkingu, en minni dómgreind.
Við höfum meira af lyfjum, en lakari heilsu.
Við höfum margfaldað eignir okkar, en rýrt gildi okkar.
Við tölum mikið, við elskum lítið og við hötum of mikið.
Við komumst til tunglsins og til baka aftur, en það vefst fyrir okkur að
fara yfir götu eða hitta nágranna okkar.
Við höfum geiminn á valdi okkar, en ekki vald á eigin sálum.
Við höfum hærri tekjur, en lægra siðgæði.
Þetta eru tímar meira frelsis, en minni gleði.
Við höfum miklu meiri mat, en minni næringu.
Þetta eru tímar fínni húsa, en fleiri brostinna heimila.
þegar tveir afla heimilisteknanna, en skilnuðum fjölgar.
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Birna Björt tvítug
Í gær þann 28.júlí varð Birna Björt tvítug. Af því tilefni var fjölskyldum og vinum boðið í veislu. Litla húsið á Víðivöllum 14 fylltist tvívegis í gær.
Það er skrýtið að hugsa til þess að nú er liðin 20 ár síðan fyrsta barn okkar Guggu kom í heiminn.
Hér er svo mynd frá því í gær af Birnu og Bjarna (kærastanum hennar).
Mánudagur, 27. júlí 2009
Gott mál
![]() |
ESB-umsókninni vísað áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Myndir frá Látrabjargi komnar inn
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Ferðamenn flykkjast í Dalina
Svo er að sjá sem aldrei hafi verið meiri ferðamannastraumur í Dalina en í sumar. Öll tjaldstæði eru meira eða minna full og stöðugur straumur ferðamanna út um allt. Íssalan (beint frá búi) hjá Togga og Helgu á Erpsstöðum hefur farið langt fram úr vonum og hér má lesa frétt frá Dóru á Skriðulandi. http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288979/
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 206399
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar