Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Laugardagur, 31. október 2009
Nú er Rikki orðinn skáti
Í gær tók Rikki vígslu sem Fálkaskáti hjá skátafélaginu Stíganda (http://dalaskatar.blogcentral.is/). Hann hélt hátíðlega í hornið á íslenska fánanum og þuldi skátaeiðinn. Svo var sungið, sprellað og allir drukku djús.
Svo í dag hélt hann í skátaútilegu að Laugum í Sælingsdal. Þar verður hann alla helgina við leiki, þrautir og störf. Sækjum hann á sunnudag og fáum frekari fréttir af skátaferðinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. október 2009
Tollvarsla er fjölbreytt starf
![]() |
Reyndi að smygla skriðdýrum með því að líma þau við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. október 2009
Metro
Merkileg frétt að við skulum hagnast á því að hætta að borða Mc Donalds hamborgara. Með því að borða Metro borgara, sem eru alfarið úr innlendu hráefni, þá verða til allt að 15 störf á landinu og borgarinn verður einni ódýrari. Ég sé ekki neitt eftir M-inu stóra.
Það leiðinlega í þessu er svo að orðið Metro skuli verða notað en ekki eitthvað íslenskt nafn.
Föstudagur, 23. október 2009
Margt að gerast í Dölum
Þessi helgi er viðburðarrík í Dölum. Í dag kom forsetinn í heimsókn í Auðarskóla og heilsaði upp á starfsfólk og nemendur. Þá voru einnig hljómleikar í skólanum í dag, en FM Belfast tróð upp í hálftíma. Svo merkilegt sem það kann nú að vera þá voru nemendur jafnspenntir fyrir því að fá forsetann í heimsókn og að fá fræga hljómsveit. Bæði forsetinn og hljómsveitin stóðu vel undir væntingum.
Nú um helgina er Vetrarfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dölum. Þetta er mikil og metnaðarfull dagsrká og m.a eru rokktónleikar. Sjá dagskrá hér: http://dalir.is/stjornsysla/frettir/nr/93198/
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. október 2009
Erfið staða hjá biskupi
Mér finnst biskup hafa leyst vel úr erfiðri stöðu hjá Selfosssöfnuðinum. Hann er klofinn í afstöðu sinni. Mörgum þykir vænt um séra Gunnar og hafa bara gott eitt af honum að segja meðan enn aðrir hafa misst traust sitt á honum.
Ég er voðalega hræddur um að ef séra Gunnar hefði snúið aftur eins og hann vildi gjarnan, hefðu viðtökurnar verið mjög blandnar og um síðir aukið mjög á deilur í söfnuðinum. Einnig tel ég fullvíst að fjölmiðlar myndu standa stöðugt á hliðarlínunni, fylgjast grant með og jafnvel veiða ýmislegt og birta.
Ég held að biskup hafi afstýrt stórslysi og hugsanlega ekki síst fyrir síra Gunnar.
![]() |
Kirkjan sé örugg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. október 2009
Svínaflensa eða ekki Svínaflensa ?
Nú er Svínaflensan farin á mikin skrið. Ekki er hægt lengur að anna sýnatöku og af þeim sýnum sem tekin eru af fólki eru 90 % jákvæð. Því þurfa læknar að reyna að meta út frá lýsingum og athugunum hverjir eru með Svínaflensu og hverjir eru með eitthvað annað. Sökum þessa er trúlega fjöldi fólks meðhöndlaður eins og um Svínaflensu væri að ræða þótt þeir séu það alls ekki. Það hefur ýmislegt í för með sér:
a) Óþægileg skilyrði til að takmarka smit. T.d að þeim er ráðlagt m.a að vera í 7 daga heima þótt þeir séu bara orðnir góðir eftir þrjá til fjóra daga og eru þar með lengur frá vinnu en nauðsynlegt er.
b) Þeir sem eru greindir með Svínflensu fá extra áhyggjur og aðstandendur þeirra líka og margir þeirra umgangast þann sjúka í meiri fjarlægð.
c) Ef einhver var eftir allt ekki með Svínflensu...getur sá hinn sami fengið hana síðar og þarf að endurtaka allt ferlið.
Bagalegt og svolítið skrýtið að ekki skyldi vera lögð meiri áhersla á að auka getu heilbrigðisþjónustunnar til að greina Svínaflensu.
Mánudagur, 12. október 2009
Ný fréttaveita
Fréttaveitur á Netinu hafa verið að skjóta upp kollinum og veita hefðbundnum fréttastofum sífellt meiri samkeppni um lesendur. Það er þó nokkuð skondið að flestir þeirra notast að stórum hluta við fréttir frá stóru fréttastofunum þremur...en samt ...þarna eru sjálfstæðir pistlahöfundar, fréttamenn að störfum, blogg og fl.
Stærstu netmiðlarnir eru Eyjan, AMX, Pressan og Smugan. Sennilega er þetta vinsældarröðin líka. Mér virðist sem Eyjan sé samfylkingarleg og Pressan framsóknarleg en þessir vefmiðlar segjast reyndar vera óháðir. AMX er greinilega hægri sinnuð fréttaveita og Smugan er tengd vinstri grænum.
Nú er komin fram enn ein fréttaveitan á Netinu; Svipan, sem er runnin undan ryfjum Hreyfingarinnar. Um að gera að fylgjast með henni líka...eða hvað er hægt að fylgjast með mörgum slíkum ?
Föstudagur, 9. október 2009
Nú förum við mamma
![]() |
Flug allt árið til Narsarsuaq |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. október 2009
Hlustum á þennan mann
Einhvernveginn þá leggur maður við hlustir þegar Gylfi Magnússon talar. Hann er sérlega skýr og áheyrilegur og ég held að það sé langt síðan við höfum haft svona góðan viðskiptaráðherra. Ég vona að honum verði ekki hent út úr ríkisstjórninni um áramótin.
![]() |
Hrunið í eðli sínu tjón á pappír |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. október 2009
Hvar varst þú 6.október 2008 ?
Það er komið ár frá því að ískenska bankakerfið hrundi...hrunið er semsagt ársgamalt í dag. Ég man mjög vel eftir þessum degi...var á leið frá Selfossi í Háskólann í tíma. Fréttirnar voru fullar af dramatískum upplýsingum.
Fyrsti tíminn var Hagfræðitími og Kristen Flygering hafði eitt og annað um málið að segja ásamt fjölda nemenda. Mig minnir líka að í kennslustundum þann daginn hafi verið óvenju mikil forföll.
Það sem mér var minnistæðast var upplifunin; manni leið eins og peði. Algjöru peði í tafli annarra.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar