Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hrútaber í Búðardal

Ég varð ekki lítið hissa þegar ég gekk fram á vænan flekk af Hrútaberjalyngi við einn gangstíginn hér í Búðardal.  Lyngið (ef þetta er þá lyng)  var fullt af þessum líka fallegu berjum. 

Ég man mjög vel þegar ég sá Hrútaber í fyrsta sinn.  Það var í hlíðinni beint fyrir ofan veiðihúsið í Hvolsdalnum.  Smá lyng og með einu beri.

 


Boð á þjóðfund

Mér til mikillar undrunar og gleði lenti ég í úrtaki og hef verið boðaður á þjóðfund með 999 öðrum fulltrúum, til að ræða breytingar á stjórnarskrá.  Reyndar er hluti textans feitletraður, þ.e. sá hluti textans í bréfinu sem skýrir frá því að það kunni að vera að haft verði samband við mig .

Ég er semsagt bara varamaður.Wink


Snjóskaflar frá landnámsöld eru að hverfa

Í Dölum og reyndar eflaust víðar eru snjóskaflar nánast allir að hverfa.  Snjóskaflar sem maður var vanur að hafa fyrir augunum í æsku allt sumarið og prýddu fjöll eru fyrir nokkrum vikum nær allir horfnir.   Langvarandi hlýindi ár eftir ár hefur að lokum eytt þessum sköflum. Sumir þessara skafla hafa hugsanlega ekki bráðnað alveg á fjöllum uppi öldum saman.  Leiða má líkum að því að þeir hafi jafnvel verið á til staðar á landsnámsöld.

Fækkun skafla á fjöllum uppi og í giljum hefur þau leiðu áhrif að minna er í ám en í venjulegu árferði og hefur þar með áhrif á fiskgengd og veiði.


Ískápur úr flugvél

Horfði einu sinni á kvikmynd þar sem aðalpersónan missti maka sinn vegna þess að hann varð fyrir ískáp sem féll úr flugvél.  Fræðilegur möguleiki en afskaplega litlar líkur.   Mér kemur nú í hug í þessu samhengi hverjar séu eiginlega líkurnar á að heyrúlla velti niður brekku, lendi á bíl á ferð og bani ökumanni.
mbl.is Sellóleikari ELO lést er hann varð fyrir heyrúllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíllinn kominn í lag

 Mér tókst að rífa gat á pönnuna í smá ferðalagi sem við ætluðum í kringum Strandir.  Komust ekki lengra en að Ketilstöðum og til baka að Höfn...þá kom bilunin í ljós.  Það var verið að gera við hann í dag og kostnaðurinn ja...bara 100.000 kr., sem er jú mikið.

En ef ég hefði brætt úr bílnum, þ.e ekið lengi án olíu á vélinni...þá væri matið öðruvísi og í því ljósi eru þetta litlir peningar.


Blórabögglahugsun - gerir hún litlar þjóðir stórar ?

Ég held að í góðærinu svokallaða hafi Íslendingar virkilega haldið um stund að þeir væri sérstaklega flottir og flínkir.  Kaupæðið og lántökugleðin reið ekki við einteyming.  Stór hluti almennings (alls ekki allir og sannarlega er til fátækt á Íslandi)  lét eins og fífl og súpa af því seiðið núna.     Mjög skemmtilegt innlegg um þetta og fleira er að finna á þessari slóð: http://www.smugan.is/pistlar/penninn/armann-jakobsson/nr/3795

Það versta við þetta er að enn eru menn að kenna öðrum um en sjálfum sér; að Íslendingarnir séu fórnarlömb.  Nú eru það útrásarvíkingar og Alþjóðagjaldeyrirssjóðurinn sem eru að rústa öllu.  Íslendingar þurfi bara að losa sig við öll erlend áhrif, hætta við ESB umsókn og sjá um þetta sjálfir. 

Íslendingar vilja  sannarlega verða mikilmenni...en í hverju ?


Vondur vegur alla mína ævi?

Þessir vegir hafa alltaf verið slæmir.  Þótt unnið sé að úrbótum er vandamálið til staðar. Á hverjum tíma hafa verið verri vegir á þessu svæði en á flestum öðrum stöðum. 

Þetta er eins og fordæming; einu sinni með vonda vegi = alltaf með vonda vegi.

Fæddur við vondar vegasamgöngur = í mannsaldur skaltu búa við þær.

Ég hef aldrei munað eftir þessu fallega og skemmtilega svæði nema með slæma vegi.


mbl.is Krefjast úrbóta í vegamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskeru-smakk

Af einhverjum furðulegum ástæðum hef ég verið svo sallarólegur að ég hef ekki litið undir kartöflugrösin fyrr en nú í dag.  Hefði greinilega getað byrjað miklu fyrr að borða úr garðinum því mínar íslensku rauðar eru stórar og gómsætar.  En fáar undir - trúlega vegna þurkana í sumar.

Það eru bara orðnir fáir til að borða þessar elskur með mér; bara Rikki.  Gugga má ekki borða kartöflur lengur og hin börnin 300 km í burtu.


Morð á Íslandi

Nú er þjóðin að fylgjast með morðrannsókn.  Manni kemur nú í hug hversu fá morð eru í raun framin á Íslandi þegar allt kemur til alls. 

Mikið er það nú gott


Fyrsta barnið flutt af heiman

Þá er hún Birna Björt flutt af heiman en hún og Bjarni Dagur eru nú búsett í Hafnarfirði.  Fluttningurinn fór fram á sunnudaginn var og ég gleymdi að taka mynd af viðburðinum.  Stór stund fyrir þau að búa loksins saman ein sér.   Þau eru bara með þessa fínu íbúð á leigu og furðu mikið hafa þau náð að stækka innbú sitt á þessu ári frá því að þau byrjuðu að búa á Víðivöllunum með bræðrunum fyrir ári síðan.

Birna og Bjarni; innilega til hamingju með fyrstu íbúðina !

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 206523

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband