Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fyrsti vetrardagur

Eitt helsta gaman yngri nemenda í frímínútum þessa dagana er að fanga fiðrildi.  Þegar rölt er um þorpið má sjá Vallhumal í fullum blóma ásamt Fíflum, Hvítsmára og einstaka Gulmuru.  Úlpur og aðrar yfirhafnir hafa varla verið notaðar það sem af er hausti.  Það virkaði því eins og löðrungur þegar einhver nefndi við mig "nagladekk", ... svo fjarlægur virðist vetur konungur vera.  Og fyrstu jólaauglýsingarnar ...eru að berast inn um lúguna.

En það dimmir og Aspirnar hafa loksins fallist á að láta lauf sín af hendi.  Fyrsti vetrardagur nálgast og  virðist í fyrsta sinn vera á réttum stað í dagatalinu.

 


eyjolfur.is

Ég var að ganni að skoða lén eða nafnþjóna eins og það heitir held ég á íslensku.  Mér til mikillar furðu er enginn að nota lénið www.eyjolfur.is .  Þetta þykir mér nokkuð skondið því það var næstum alveg saman hvaða nafn var prufað með endingunni .is -  þau voru öll upptekin eða í notkun.

Það liggur við að hégómagirnin verði mér að falli og ég freystist til að skrá lénið á mig.


Ennþá hægt að fara í berjamó

Nú er algjör veðurblíða í Dölum.  Sól og hlýindi.  Í gær fór ég í góðan göngutúr og mér til undrunar sá ég að næstum öll krækiber eru í góðu lagi.  Einnig hægt að finna fín bláber á einstaka stað.  Það virðist því vera svo að næturfrostið hafi ekki náð að skemma berin þar sem einhver gjóla hefur leikið um þau.

 


Ómar Ragnarsson

Ómar Ragnarsson er ekki bara þjóðþekktur, elskaður og dáður af íslensku þjóðinni...hann er líka ansi góður bloggari.  Læt hér fylgja slóð á bloggið hans þar sem hann fjallar um kvótakóngana okkar:   http://blog.eyjan.is/omarragnarsson/

 


Kaupmannahöfn - Búðardalur

Það er í raun furðulegt að labba um á Strikinu í Kaupmannahöfn fram eftir degi og vera svo kominn vestur í Búðardal í kvöldkaffið.  Það er ótrúlegt hvað heimurinn hefur skroppið saman.  Ekki svo margir áratugir síðan að fólk þurfti jafnlangan eða lengri tíma til að koma sér frá Búðardal og til Reykjavíkur.

Fróðlegt

Námsferðin gengur vel hjá okkur skólastjórunum.  Í dag lukum við skólaheimsóknum í Svíþjóð og höldum snemma í fyrramálið yfir til Kaupmannahafnar og heimsækjum þar skóla.

Er nú búinn að heimsækja þrár borgir hér á Skáni; Malmö, Lund og Kristianstad.   Skánn er flatur en sérlega fagur í haustbúningnum.


Nýp á Skarðsströnd

Þegar ég var lítill og ók með mömmu og pabba Skarðsströndina fórum við framhjá "draugahúsinu" á Nýp.  Aldrei man ég eftir öðru en að húsið hafi staðið autt og aldrei datt mér í hug að þar ætti eftir að verða stofnsett fræðslusetur.

En svo gerðist það uppúr aldamótunum að fólk, sem eignaðist staðinn, hefur ekki bara gert upp íbúðarhúsið, heldur einnig gert staðinn að listasetri.  Á vefsíðunni www.nyp.is má finna bæði upplýsingar um staðinn og dagskrá lista- og fræðslusetursins.

"Nýp á Skarðsströnd stendur við Breiðafjörð gegnt Reykhólum og er í Dalasýslu. Að Nýp er unnið að uppbyggingu lista- og fræðaseturs. Nú þegar er vísir að aðstöðu fyrir stofutónleika, smærri málþing og fyrirlestra auk aðstöðu fyrir verklegar smiðjur á sviði myndlistar, hönnunar og handverks. Leirbrennsluofn sem reistur var sumarið 2006, stendur ofan við bæjarhúsið að Nýp, en ofninn er vel fallinn til leir- og glerungabrennsl".

Þetta er alveg frábært framtak eigenda staðarins.

 


Ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal

Sá mikli fjöldi nemenda sem kemur í Ungmennabúðirnar að Laugum í Sælingsdal veldur því að fáir staðir í Dölum koma upp með jafnmikið af ljósmyndum og myndböndum eftir Google leit á Netinu.  Krakkarnir eru duglegir að taka myndir og skella þeim í loftið og eru óafmeðvitað afskaplega dugleg að koma staðnum á framfæri á heimsvísu.  Flestar myndirnar endurspegla kátinu og skemmtun. Eiginlega skemmtilega sjálfbært markaðsátak Smile

Hér fylgir eitt myndband af youtube.

 


Loksins ... Svíþjóð

Ég ætla að heimsækja Svíþjóð eftir rúma viku.  Fer með Skólastjórafélagi Vesturlands þann 28. september og ætlar félagið að kynna sér skólamál á Skáni.  Við verðum í Malmö í þrjár nætur með tveggja nátta viðkomu í Kaupmannahöfn til og frá flugvellinum.  Heimsækjum skóla í Malmö og í Lundi.   Ég hef þegar farið þrjár náms- og kynnisferðir til Danmerkur, eina til Hollands, eina til Finnlands og eina til Englands... svo það var kominn tími á Svíþjóð.

 


Ætlar þú að halda dagbók ?

Það eru margir staðir á Netinu þar sem hægt er að blogga eða koma reglulega frá sér fréttum og dagbókarfærslum, sem aðrir sjá.  Það er svona dægursveiflan í dag...að vera sýnilegur á Netinu.  Það er minna um það að boðið sé uppá dagbókarform sem er lokað og ekki ætlað öðrum.

Vefurinn www.penzu.com  býður upp á dagbók af "gamla skólanum" og leggur mikla áherslu á öryggi og notarlegt umhverfi við dagbókarskrif.  Vefurinn er þægilegur í viðmóti og líkist talsvert venjulegri bók úr pappír.  Það kostar ekkert að halda þar dagbók, en maður getur keypt sér viðbætur við hana, kjósi maður svo.

Dagbækur af "gamla skólanum" eru gjarnan sagðar á undanhaldi, en er það víst ?   Talsvert framboð er á slíkum bókum á Netinu og það er klárlega vegna þess að eftirspurn er mikil eftir þeim. Fólki finnst gott og uppbyggjandi að spjalla við dagbókina sína um allt sem því liggur á hjarta - því það veit fyrir víst að dagbókin kjaftar ekki frá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband