Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ekki traustvekjandi fyrirtæki

Olíufélögin hækka verð á eldsneyti öll sem eitt.  Engin sýnilega ástæða finnst og Neytendasamtökin og Félag Bifreiðaeigenda gera athugasemdir.  Þá lækka félögin öll verðið aftur.

a) Afhverju eru öll olíufélögin samstiga í að bæði að hækka og að lækka ?

b) Hvernig í ósköpunum á maður að mynda farsæl viðskiptatengsl við þessi fyrirtæki ?


mbl.is Verð á eldsneyti hefur lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafbækurnar eru enn á leiðinni

KindleUm nokkurt skeið hefur því verið spáð að rafbækur séu við það að ryðja hinum hefðbundnu pappírsbókum úr vegi.  Slík breyting hefur látið á sér standa, þótt að vegur rafbókanna hafi reyndar aukist  jafnt og þétt.  Þannig tilkynnti Amazon í sumar að nú seldust í fyrsta skipti fleiri rafbækur hjá þeim en innbundnar bækur. 

Það sem meðal annars stendur rafbókum fyrir þrifum er að víða eru þær en of dýrar miðað við pappírsbókina og er ástæða þessa ekki síst að venjuleg bók ber 7 % skatt en rafbókin 25 % skatt.  Það er svo spurning hvort það sér réttlát.


Og borga svo ...

„Ég veit ekki betur en að bankarnir hafi fengið 420 milljarða afslátt af lánum heimilanna þegar þau voru færð til nýju bankanna frá þeim gömlu. Af hverju eiga þeir að sitja á þeim pening? Er það réttlæti eða lögmál að þegar bankakerfi setur hagkerfi á hliðina, þá eigi skattgreiðendur að borga fyrir uppbyggingu bankakerfisins og bankakerfið eigi síðan að eignast allar eignir heimilanna?“

Þetta eru orð formanns Hagsmunasamtaka heimilianna...eftir að stjórnmálamenn sögðu flata niðurfærslu of dýra leið.  Og er nema von að blessaður maðurinn spyrji sig að þessu.  Auðvitað höldum við svo áfram að borga...eða er það ekki ?

http://www.heimilin.is/varnarthing/ 

 


Kannski

Hvernig væri að skoða vefinn www.kannski.is ?


Alvöru kreppa

Það er nú ekki ósjaldan sem maður lendir í samtölum um þá kreppu sem talið er að hafi skollið á í október 2008.   Í slíkum umræðum er ekki óalgengt að mér eldra fólk telji að þetta sé ekki alvöru kreppa.  Ég mótmæli því aldrei enda erfitt að sjá að hér sé allt á heljarþröm þótt þeim hafi fjölgað sem ekki hafa það gott.  Las líka nýlega að landið er talið það 17 besta í heiminum að búa í. 

Var númer eitt 2007.


Krítík

Þessa dagana er verið að safna áskrifendum að nýju vikublaði.  Blaðið ber heitið Krítík og eins og nafnið felur í sér er því ætlað að vera gagnrýnið.  Það ætlar að fjalla um allt annað en frægt og fallegt fólk.

Áhugaverð tilraun:  www.kritik.is     


Ölvisholt

Nú er verið að taka Brugghúsið í Ölvisholti til gjaldþrotaskipta.  Það er alveg skelfileg tllhugsun ef ekki verður haldið áfram að framleiða þær bjórtegundir sem þaðan komu.  Áhugamenn hafa víða um heim haldið uppi bjórsmökkun.  Á Netinu má m.a.  lesa hver íslensku bjóranna er bestur að mati áhugafólks.  Ef grant er skoðað hefur bjórinn frá Ölvisholti haft verulega sérstöðu.  Mörgum þykir hann bera af. 

Set hér með að ganni slóð á einn vef sem heldur úti stigagjöf á bjóra - líka þá íslensku.   http://www.ratebeer.com/Ratings/TopBeersByCountry.asp?CountryID=95


Heilagur sannleikur Heimssýnar

"Heimssýn leyfir ekki að þjóðin kynni sér Evrópusambandið. Enda er það óþarfi, því sannleikur Heimssýnar liggur fyrir og efist menn um hann er stutt í landráðastimpilinn. Heilagur sannleikur Heimssýnar er eftirfarandi:

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er aðför að fullveldi landsins. Þeir sem styðja hana vilja varpa sjálfstæði þjóðarinnar fyrir róða. Evrópusambandið ætlar að sölsa undir sig auðlindir Íslendinga. Evrópusambandið mútar Íslendingum og flækir þjóðina í aðlögunarferli sem ekki verður aftur komist út úr. Forysta VG liggur flöt fyrir Samfylkingunni og hefur svikið kjósendur sína. ESB-umsókn jafngildir landsölusamningi.

Heilagur sannleikur Heimssýnar er yfirlýsing um að Danmörk, Svíþjóð og Finnland séu ekki fullvalda ríki. Hann er yfirlýsing um að Eva Joly sé útsendari markaðsafla í Evrópu en ekki umhverfissinni sem hvetur Íslendinga til inngöngu í ESB. Heilagur sannleikur Heimssýnar felur í sér skilgreiningu á orðinu mútur sem er ný á Íslandi, því engir peningar hafa verið taldir blóðpeningar fyrr en evrópskir nú. Heilög Heimssýn lýsir því líka yfir að samþykktir VG séu ekki pappírsins virði. Þótt stofnanir flokksins hafi samþykkt að gert yrði út um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu gildir það einu."

Tekið úr pistili sem Björg Eva Erlendsdóttir skrifar í Smuguna.  


Glæsilegt

Þeir eru margir Íslendingarnir sem vonast til þess að stjórnarskráin þeirra taki miklum breytingum á næstu árum.  Áhugi fólks á málefninu er sem betur fer miklu meiri en vonir stóðu til.  Það má búast við mikilli og frjórri umræðu um stjórnarskránna á öllum vígstöðvum á næstunni.  Það er verður ekki síst þessi umræða og það sviðsljós, sem mun gera niðurstöðuna ígrundaðri.

Sjórnlagaþing er frábær hugmynd og tilraunarinnar virði.


mbl.is 525 framboð til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

saku

Saku_Originaal_2009Vínbúðirnar eru nýbyrjaðar á að selja bjór frá Eistlandi.  Bjórinn heitir Saku originaal og er 4,6 %.   Dósirnar eru fallega bláar og hvítar og flöskurnar eru aðlaðandi.   Saku Brewery er gömul ölgerð, sem hefur vaxið og dafnað í Eistlandi en hefur nú verið alþjóðavædd.  Í dag er ölgerðin í eigu Carlsberg breweries eins og fjöldinn allur af ölgerðum og flytur út bjór til margra landa.  

Bjórinn sjálfur fannst mér einstaklega slakur, eiginlega með þeim verri sem ég hef smakkað.  Ég get ekki með nokkru móti fundið ljósan punkt nema ef vera skyldi að froðan hélt sér vel.  Ég er hreinlega hissa á velgengi bjórsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 206409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband