Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gleðileg jól

Ég óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla.  Megi gæfa fylgja hverju skerfi ykkar á nýju ári.

image


Ljóð dagsins

Ljóð dagsins 

Dagurinn vefur ljóðinu saman
býr til kúlu
og kastar því upp í loftið
grípur og kastar aftur
og aftur.....

Stundum lendir ljóðið á götunni
þá fellur skuggi á ljóðið
og skítugir krakkar traðka á því

Stundum lendir ljóðið í höndum fólksins
þá glitrar á ljóðið
og brosandi börn fagna því

Ef ljóðið nær að haldast á lofti nógu lengi
grefur það sig í minningu almúgans
það verður ljóð dagsins

Yrma

Límrúllu-blogg

Ég á hunda tvo, sem fara reglulega úr hárum.  Því er gott að eiga á heimilinu límrúllur til að ná hundahárum úr fötum.

Límrúllur eru gjarna seldar í pökkum þrjár eða fleiri saman.  Eiginlega ekkert lím er á rúllunum heldur er hafður sem mestur fjöldi af þeim í hverjum pakka.  Stundum eru allta að fimm rúllur í pakka á verði einnar.  Þannig lítur út fyrir að maður geri góð kaup; þ.e. kaupa margar rúllur í sama pakka fyrir lágt verð.

En þetta límrúllu-blöff er ekki bara dýrara heldur en að kaupa eina væna og þykka límrúllu, heldur eru þetta eilíf límrúlluskipti líka.  Það er alltaf verið að skipta um rúllur því límið er alltaf búið.

Því miður er oft ekki til sölu önnur vara í búðum heldur en svona límrúllu-blöff.  Það er orðið leitun að venjulegri þykkri og skemmtilegri límrúllu.


Hvít jól

Ef rýnt er í verðurspá fyrir jólin virðist mér sem það geti orðið hvít jól um allt land.  Gæti rignt aðeins á aðfangadagsmorgun á suðurvesturlandinu, annars virðist fátt geta komið í veg fyrir hvít jól norðan- og vestalands.

Var á Selfossi í gær og í dag.  Ekki snókorn í Ingólfsfjallinu ekki gamall skafl...ekki neinn sýnilegu snjór.  Ég man ekki eftir svona áður á þessum árstíma.


Betri vegur á Skógarströnd

Vegurinn sem tengir saman Dali og norðanvert Snæfellsnes er ansi lélegur.  Reyndar er misjafnt hversu seinfarinn hann er.  Þannig er maður fljótastur ef það er frost en lengst tekur það að keyra ef það er rigning og aurbleyta.  Þetta eru um 80 km frá Búðardal í Stykkishólm og það getur tekið frá 60 mínútum upp í 180 mínútur að aka þennan kafla.

Í bili virðist fátt benda til þess að einhverjir hafi áhuga á að forgangsraða þessum vegi á vegaáætlun ofar en hann er...ef hann er þá einhverri áætlun.


Erfitt að tala um veðrið

Ég las einhverntímann að þegar vestur Íslendingarnir voru að hefja búsetu í Vesturheimi þá hafi þeir átt í miklum erfiðleikum með að viðhalda þeirri sjálfsögðu og íslensku hefð að tala um veðrið þegar þeir hittust.  Veðrið var nær alltaf eins og breytist sjaldan.   Að lokum gáfust þeir upp á því.

Ég stend mig pínulítið að þessu.  Ég get einginlega engu bætt við veðurtal mitt frá degi til dags, það er nærri því búið að vera eins í tvo mánuði.  Logn, heiðskýrt og hið fallegast veður.


Frá undirbúningi að veisluborði

Áður fyrr var aðventan notuð til að undirbúa jólahátíðina.  Nú er aðventan veislan sjálf. 

Dagskráin hjá fullorðnum og börnum er full af atburðum og tilboðum; jólahlaðborð, jólatónleikar og jólaglögg.

Svo nú þarf undirbúningstíma fyrir aðventuna.


Að slátra hefðum á aðventunni

Aðventunni fylgja margar hefðir.  Sumar eru nær eins hjá öllum en aðrar hafa einhverja sérstöðu hjá hverju heimili fyrir sig.  Ég held að hverjum og einum væri nokkuð holt að íhuga hefðir og jafnvel flokka þær í huga sér, sérstaklega ef einhverjum finnst of mikið framundan í þeim efnum. 

Það má flokka þetta á einfaldan hátt, t.d. skipta öllum hefðum í tvennt; hefðir sem mér líkar og hefðir sem mér líkar ekki.  Það má líka flokka hefðum eftir eðli þeirra; t.d. hefðir sem byggja á samskiptum og nærveru fólks (t.d. jólaboð og aðventukvöld) og hefðir sem snúa að umgjörð (jólaþrif og skreytingar).   Ekki síst væri fróðlegt að flokka eða greina jólahefðir eftir aldri t.d. hvaða hefðir hafa flust milli kynslóða í fjölskyldunni (gæti t.d. verið laufabrauðsbakstur) og hvaða hefðir eru alveg splunkunýjar (t.d. að fara á jólatónleika með Frostrósum).  Svo er auðvitað hægt að skipta hefðum í flokk þeirra sem eru trúarlegs eðlis og þeirra sem eru það ekki.

Og hver er niðurstaðan.  Jú þegar búið er að skoða þessi mál lauslega  kemur í ljós þvílíkur aragrúi af hefðum og engan skyldi undra þótt á þessu árstíma sé stress í hámarki, skilnaðir í hámarki og vanlíðan í hámarki.

Það er kannski alls ekki vitlaust að slátra hreinlega slatta af hefðum þeim sem maður hefur ánetjast og finnst  flæktur í....og njóta betur þeirra sem maður setur á.


Loksins er verðbólgan að hverfa

„Það tókst! Verðbólgan er nú 2,6%, 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkaðinu. Hún hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2004. Það sem þurfti til var allsherjarvantraust á gjaldeyrismarkaði, gengishrun, hrun bankakerfisins, 30% höfuðstólshækkun verðtryggðra lána og, rúsínan í pylsuendanum, gjaldeyrishöft.“

Tekið af vef Egils silfursjóðs.


Sjósund í Búðardal

Á Netinu má finna þetta skemmtilega myndband af tilraunasundi í höfninni í Búðardal.  http://www.youtube.com/watch?v=hMmkt1IIGT8


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 206407

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband