Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Nokkuð þreyttir

Í gær var ég að skoða myndasafnið hjá pabba.  Þar fann ég þessa líka merkilegIMG_1292u mynd.  Hún er af okkur feðgum þegar við erum búinir að labba í rúma 18 tíma og leggja að velli 18 fjöll.  Hér erum við á hæðsta fjallinu; Kerlingu (1538 m) kl. hálf þrjú að nóttu í slyddu.  Eins og sjá má á myndinni erum við nokkuð slæptir og þreyttir að sjá, en sonurinn þó mun uppgefnari. Smellið á myndina til að stækka hana.

Google

Þetta hljómar vel. Nú er Google komið með skrifstofu á Íslandi og íslenska kennitölu þannig að brátt fara að aukast umsvif þessa ágæta fyrirtækist hér á landi spái ég.

Þar fyrir utan þá elska ég bara Google.


mbl.is Google hyggst ráða 6.200 starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löng glíma

Er nú kominn í vikufrí og sit við skriftir í húsinu mínu á Selfossi. Orðin löng og þreytandi fæðing á MPA ritgerðinni minni. Það verður hátíð þegar þessu líkur.

Klósettpappír á kílóverði

ÉG hef gert lauslega rannsókn á klósettrúllum og komist að því að illómögulegt er að gera verðsamanburð á þeim. Ódýrustu klósettrúllurnar; sérpakkaðar og sérmerktar í Bónus og Krónunni; eru með færri blöð og með styttri hólk (því er hvert blað líka minna). Þær eru hinsvegar ódýrari per stk. en klósettrúllur sem virðast gæðameiri. Trúlega er besta leiðin til þess að bera saman verð á klósettpappír að vikta hann en til þess þarf nokkuð sértæka vikt.

Því er spurning hvort ekki ætti að gefa upp kílóverð á klósettpappír líkt og á ávöxtum og grænmeti.


Jörðum hrepparíginn

Ég var rétt í þessu að koma af íbúaþingi, sem var bara vel mætt á af Dalamönnum. Þingið var ekki síst haldið til þess að núverandi sveitarstjórn fengi í hendur leiðbeiningar um helstu stefnumál en eins og flestir vita er sveitarstjórnin kjörin í einstaklingskjöri en ekki eftir listum og flokkapólitík.

Ein hugmyndin sem kom fram á þinginu var að "jarða hrepparíginn". Skyldi efna til jarðarfarar þar sem hrepparígurinn yrðigrafinná táknrænan hátt. Jarðaförin átti auk þess að vera skemmtileg samkoma.


Lítill snjór

Sá myndir í kvöld frá Norðausturlandi. Þar er allt á kafi í snjó. Hér er kalt og búið að vera nokkuð vindasöm og köld norðanátt dögum saman...en mestmegnis án úrkomu. Mér finnst einhvernveginn eins og það ætti að vera meiri snjór hér miðað við hvernig veðrið er búið að vera...en hér er nánast snjólaust alveg upp í fjöll.

Netið verður seint ritskoðað

Þessi ótrúlega uppfinning Netið virðist gera skoðanalöggum í Kína og USA erfitt fyrir.  Ekki langt síðan Google var í stappi við Kína og nú Twitter við USA.  Stærstu og öflugustu þjóðríki veraldar eru þegar allt kemur til alls að berjast við vindmyllur.  Netið verður seint ritskoðað.

Auðvitað þarf Birgitta ekkert að óttast, annað en auðvitað heimsfrægð. 


mbl.is „Ég hef ekkert að fela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekið um á netinu á bláum Chrome

Ég hef undanfarið verið duglegur að nota Google vörur. Það byrjaði sakleysislega með því að ég bjó til Google reikning fyrir Júdodeildina á Selfossi þegar ég var þar í stjórn. Svo fór ég að búa til minn eiginn reikning og núna hef ég bætt stöðugt við vörum.

Síðasta varan sem ég hef ánetjast er vafrarinn frá Google; Chrome. Þetta er einfaldlega stórkostlegur vafrari. Lætur nákvæmlega ekkert yfir sér en undir húddinu er frábær smíði. Eignilega eins og sportbíll í samanburði við gamla Explorerinn. Þá eru frábærar viðbætur í boði sem hægt er að tengja beint við vafrarann.

Nú þykir mér orðið nokkuð ljóst að flestir vafrarar eru betri en Explorer. Hér færðu þér Chrome: http://www.google.com/chrome/intl/en/landing_chrome.html?hl=en


Skírnarmyndir og nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár.
Kærar þakkir til allra sem nenna að fara inn  á þenna vef og lesa eitthvað mismerkilegt.

Nú er ég búinn að setja inn á Flikr síðuna mína myndir frá því í sumar og haust  (Smella hér)  og myndir frá skírn og jólum (Smella hér).


Birna skírð

Nú annan í jólum var yngri dóttir Helgu systur skírð.  Við skírnina var henni fyrst opinberlega gefið nafn og fékk hún nafnið Birna.  Þar með eru Birnunar í fjölskyldunni orðnar þrjár.   Helga sá sjálf um skírnina...skrapp bara aðeins frá til að skrýðast, greip biblíu í hönd og skírði stelpuna.  Eiríkur hélt dótturinni undir skírn og Guðrún stóra systir hafði líka hlutverk í athöfninni.

 

DSCN2684

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 206406

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband