Fimmtudagur, 12. maí 2011
Snakk
Mér finnst snakk mjög gott og frekar veikur fyrir slíku. Ég get látið nammi alveg vera en á bágt með að halda mér frá snakkskál.
Þegar maður fer að lesa utan á snakkpakka kemur ýmislegt í ljós. T.d. er talsvert magn af sykri í flestu snakki og í sumu er reyndar sett koffín. Orkan í einum snakkpoka getur hæglega farið í 2000 kaloríur...eða dagsþörf karlmanns.
Sunnudagur, 8. maí 2011
Hefðbundin norðanátt
Eftir góða byrjun með sunnan- og vestanáttum er skollin hér á á nokkuð ágeng norðaátt. Hefur heldur hvesst eftir því sem liðið hefur á daginn.
Vonandi verður maí ekki svona.
Miðvikudagur, 4. maí 2011
Dalagarpar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. maí 2011
Veðurstöð
Voðalega væri ég til í það að fá veðurstöð hér í Búðardal. Það er nefnilega nokkur munur á veðurfari hér og í Ásgarði. Mér finnst svo gaman að bera saman veðurfar á milli mánaða og daga. Fylgjast með hitatölum og ríkjandi eða víkjandi vindáttum og framvegis.
Ég skoðaði aðeins þann möguleika að kaupa bara sjálfur veðurstöð...en hemm... það kostar um 300.000 að fytja inn góðan grip.
Mánudagur, 2. maí 2011
LÍÚ /ESB
Í Fréttablaðinu í dag kemur fram: "Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma.
Vill LÍÚ virkilega ekki nýtt kerfi ?
Miðvikudagur, 27. apríl 2011
Amen eftir efninu
Grímur Atlason skrifar pistil á Eyjuna um íslensku leiðina, segir meðal annars:
Hvað er síðan svona frábært við hina íslensku leið? Um mitt ár 2007 var gengisvísitalan um 110 en er í dag 215. Evran hefur styrkst gagnvart krónu um tæp 100% á þessu tímabili. Við búum við gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir algjört hrun þessa gjaldmiðils sem fólk er að fagna. Þrátt fyrir það hefur krónan verið að síga síðustu vikurnar. Verðmæti bankanna felast m.a. kröfum sem ættu með réttu að vera afskrifaðar en eru það ekki svo plúsinn batni í bókhaldinu. Sjávarútvegurinn nær ekki að standa í skilum við lánadrottna sína þrátt fyrir 100% forgjöf í gengisfellingunni. Lánsfé til handa greininni er ekkert og það hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera það er bara ekki hægt að lána gjaldþrota grein peninga. Atvinnuleysið margfaldaðist á einni nóttu þrátt fyrir að nær allt erlent vinnuafl, sem var hér við störf fyrir hrun, hafi yfirgefið landið. Þetta eru afleiðingar vitleysunnar mikilmennskubrjálæðisins.
Ísland hrundi en við höfum enn efni á óbreyttri stjórnsýslu 77 sveitarfélögum og 24 sýslumönnum. Það verður alltaf betri og betri hugmynd að virkja okkur út úr vandanum klassísk leið við vondum timburmönnum er að fá sér eins og eitt kardóglas. Við setjum okkur enn á háan hest og segjum aðra heimska. Þetta er leiðin sem við fórum hún er hættulega nálægt því að vera klassísk íslensk lausn: Míga í sauðskinsskóinn til að halda á sér hita!
Þriðjudagur, 26. apríl 2011
Að taka ástfóstri við olíufélag
Hef sett að ganni mínu nýja skoðanakönnun upp hér til hliðar. Spurt er um uppáhalds olíufélag.
Einhvernveginn er það þannig með mig að ég versla helst alltaf við sama olíusöluaðilann. Kannski er það þannig farið með fleiri.
Mánudagur, 25. apríl 2011
Lúpínan er vinur okkar
Samkvæmt niðurstöðu í skoðanakönnuninni hér á síðunni sem 90 manns hafa tekið þátt í er Lúpinan vinur okkar Íslendinga. Um 71% telja plöntuna styðja við íslenska náttúru en 29% segja hana skaða íslenska náttúru.
Megi blessuð lúpínan dafna og blómstra sem víðast um landið.
Laugardagur, 23. apríl 2011
Því er lokið
Á miðvikudaginn var kláraði ég MPA ritgerðina mína og skilaði í Háskólann. Skilað líka rafrænu eintaki í Skemmuna, sem hægt er að nálgast hér. MPA ritgerð.
Svo var ég á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og fram að hádegi í dag að pússa og lakka parketnið á Víðivöllum á Selfossi. Fékk dygga aðstoð frá Bjarna og Stulla. Nú er þar bara nýlakkað og vel lyktandi parket.
En er nú skyndilega kominn í páskafrí. Verð í mat í bláa húsinu á morgun með stórfjöldkyldunni.
Sunnudagur, 17. apríl 2011
Solus
Solus heitir fæðubótarefni eitt og er það í Lifeplan línunni. Þetta eru fjölvítamíntöflur með ýmsu öðrum lækningajurtum með, t.d. gingseni og kvöldrósarolíu. Allt í einni töflu.
Ég byrjaði að taka þetta í september 2009 og hefur þessi undursamlega tafla hjálpað mér furðu mikið. Ég var t.d. slæmur að óskilgreindri gigt um mest allan skrokkinn 2009. Þá hafði ég búið við það árum saman að þurfa að fara á klósett um nætur. Eftir um það bil 6 - 8 mánaða inntöku á töflu þessari er ég laus við hvorutveggja. Engu öðru breytti ég nema ég hætti að taka lýsi...vegna þess að þetta tvennt fer ekki saman.
Solus Lifeplan er aðeins seld í Lyf & heilsu á Selfossi og Hvolsvelli. Soldið skrýtið.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar