Leita í fréttum mbl.is

Rosalegur leikur

Þriðji leikur Fram og Vals í handboltanum var í beinni útsendingu á RÚV.  Ég ætlaði bara aðeins að horfa á seinnhálfleikinn en datt niður í að horfa á tvær framlengingar og vítakastskeppni.  Fuku frá mér mínúturnar sem ég átti í raun að nota til að prófarkarlesa ritgerðina mína.

Og svo vann Valur.  Ég sem held aldrei með Val...bara aldrei. 


Kosningar

Í dag eru kosningar. Ég vinn í fyrsta skipti í kjördeild. Verð dyravörður í nokkrar klukkustundir. Ég ætti allavega að hitta marga.

Jörfagleði

Dagana 15. - 20. april næstkomandi verður Jörfagleði Dalamanna haldin.  Jörfagleði er menningarhátíð sem haldin er annað hvert ár.  Í ár hefur verið sett upp fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá sem skoða má á slóðinni  hér

Að þessu sinni eru fjölskyldumeðlimir þátttakendur.  Gugga og Rikki leika bæði í leikritinu "Baðstofan", sem sýnt er 15. april og Rikki leikur með hljómsveitinni "Details" á hljómleikunum þann 20. april. 


Góðar fréttir

Ætla má að eftirspurn eftir áli sé að aukast, sem þýðir að hagkerfi heimsins eru að rétta úr sér. Mjög góðar fréttir fyrir Landsvirkjun og ætti að koma því ágæta fyrirtæki endanlega fyrir horn.
mbl.is Verð á áli hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelrækt

Tilraunir með skelrækt í Hvammsfirði eru langt á veg komnar.  Það er hópur góðra manna er stendur að bæki ræktuninni.  Húsnæði hefur verið keypt niður við höfnina og verið að gera klárt fyrir uppskeru.

 Þó verður að segjast að íbúar norðan Gilsfjarðar eru lengra komnir.  Í fararbroddi er Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum.  Hann ræktar skel bæði í Gilsfirði og í Króksfirði og landar tugum  tona á hverju ári.  

Nú hafa skelræktendur um allt land stofnað landssamtök.  Meira um þetta það og Begga á Gróustöðum  er að finna á góðum Reykhólavef á þessari slóð hér.


Af vef Skessuhorns

Skessuhorn birti frétt af sambandsþingi UDN.  Þar kemur m.a. fram að stjötugur gögnugarpur var nærri því að verða útnefndur íþróttamaður sambandsins.  Sjá hér.

KM þjónustan

KM þjónustan í Búðardal er vaxandi vinnustaður. Þar fer ýmis smíði, viðhald og fleira fram. Allt sem viðkemur farartækjum. Hitt vita færri að á KM er með flotta vefsíðu, þar sem fluttar eru ýmsar fréttir. þar er einnig mikið myndasafn. Lítið inn á www.km.is

Hveitirækt í Dölum

Ég rakst af tilviljun á heimasíðu Lyngbrekkubúsins. Þetta er glæsileg heimasíða og á henni kemur meðal annars fram að á Lyngbrekku er ræktað korn á 30 ha og þar á meðal er ræktað hveiti. Um er að ræða vetrarhveiti enda eina hveitið sem vex á Íslandi enn sem komið er.Lítið endilega inn á síðuna. Þetta er myndarbú.  www.lyngbrekka.is  

Gott mál

Ég er feginn að þetta er í höfn. Mér hefur virst vel að þessu staðið á allan hátt. ORF er frábært dæmi um hvernig hægt er að virkja íslenskt hugvit.
mbl.is Fá að rækta erfðabreytt bygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vistbönd banka

Margir eru bundnir sínum viðskiptabanka eftir að hafa tekið hagstæð lán hjá þeim í góðærinu svokallaða. Viðskiptavinir skrifuðu undir lán með þeim vaxtakjörum að vextir myndu hækka ef viðkomandi hætti viðskiptum við bankann. Þessi vistbönd hamla nú siðferðislegri uppbyggingu bankakerfisins. Bankar geta í skóli vistbanda hegðað sér á ósvífinn hátt; t.d. haldið áfram að borga ofurlaun.

Engu að síður eru það alltaf einhverjir sem geta skipt og gera það. Því er gaman að rekast á frétt um að heil sveitarfélög skipti um banka vegna þessa. Sjá frétt um það á þessari slóð: www.visir.is/eyjafjardarsveit-haettir-vidskiptum-vid-arion-vegna-ofurlauna/article/2011110329598      


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband