Leita í fréttum mbl.is

Heimsókn á Reykhóla

Í gærkveldi heimsótti ég Reykhólaskóla. Það eru orðin mörg ár síðan ég kom þar inn síðast; trúlega 15. 'Í Reykhólaskóla hófum við Gugga feril okkar sem kennarar svo bæði skólinn og staðurinn er okkur kær. Hún Rebekka á Stað, sem er fyrverandi nemandi minn og núverandi kennari við skólann fylgdi mér um skólann.

Þar sem búið er að byggja íþróttahús hefur gamli íþróttasalurinn verið uppfærður í glæsligt bókasafn. Þá hefur leikskólinn verið stækkaður um helming. Einnig var búið að sameina matsal og setustofu í einn stærri sal. Allt breytingar sem litu vel út.


UDN

Sambandsþing UDN verður haldið á morgun á Reykhólum. Stórt nafn yfir lítinn fund. Hér á árum áður tók þingið allan laugardaginn frá kl. 10 - 16 hið minnsta. Fulltrúar og gestir voru oft um 30 - 40. Nú er þettta kvöldstund með um 10 - 15 fulltrúum.

Það eru eiginlega bara þrjú ungmennafélög eftir á svæðinu með einhverja reglulega starfssemi; Æskan, Ólafur Pái og Afturelding. Hestaíþróttadeild Glaðs er reyndar enn að. Glímufélagið er svo nýtt aðildarfélag og þar er sannarlega helst að sjá íþróttalegan árangur.

Gömul og gróin ungmennafélög deyja hægt og ekki er grundvöllur til að sameina gamla keppinauta.


Rafmagnsleysi

Í gærkveldi gerðist það að hér í Dölum varð rafmagnslaust í rúmar þrjár klukkustundir.  Þegar ég svo kom í skólann í morgun ræddur krakkarnir mikið um þetta sérstaka kvöld. Nær undantekningalaust hafði rafmagnsleysið orskað það að þau og foreldrar þeirra gátu ekki gert það sama og venjulega.

Mörg sögðust þau hafa verið að lesa við kertaljós eða spila og spjalla með foreldrum sínum.  

Þeim fannst rafmagnsleysið alveg æðislegt.


Af hverju er Byr ekki enn sparisjóður ?

Byr var sameinaður lífeyrirstjóður fyrir hrun. Sparisjóður Hafnafjarðar, Kópavogs og vélstjóra sameinuðust í einn sparisjóð minnir mig. Þetta varð við sameininguna næst stærsti sparisjóður landsins eftir Spron.

Byr féll ekki strax, lifði fram til vors 2010 þegar ríkið tók hann yfir og skipaði nýja stjórn í april. Það skrýtna sem gerðist var að ríkið ákvað að halda Byr opnum sem banka en ekki sem sparisjóði. Þrátt fyrir allt tal um að halda sparisjóðakerfi landsins sem heillegustu var stærsta starfandi sparisjóðnum breytt í banka af ríkinu. Þetta hef ég aldrei skilið.

Þá var röðin komin að Sparisjóði Keflavíkur, sem nú var orðinn stærstur...hann var líka látin fara...látinn sameinast banka.

Hvernig væri að endurvekja nú Byr sem sparisjóð...hvað þarf eiginlega ríkið að gera til að slíkt geti orðið að raunveruleika ?


Fallegur tímapunktur

Í dag var heiðríkja með 10 stiga frosti. Snjór er yfir öllu og þetta fyrsti dagurinn sem við fáum svona bjartan með snjóbreiðu.

Nú er líka sá árstími að sólin sest nákvæmlega í fjarðarmynninu um kl. 19.00. Þetta er fallegur tímapunktur því þá gyllist særinn allur út fjörðinn og afar fagurt er að horfa á þetta úr stofuglugganum mínum.

Svo gerist þetta ekki aftur fyrr en í september.


Hvað er bóndi ?

Hvernig ætli skilgreiningin sé á hvað sé bóndi. Orðið bóndi færir manni upp mynd af sveitarbæ með búfénaði allt í kring; kindur, kýr og hestar. Kannski líka hænsni og hundur.

Hinsvegar er ljóst að í Bændasamtökum Íslands er aldeilis tegundafjöldinn mikill þegar kemur að starfsheitinu bóndi:

Félag eggjaframleiðanda
Félag ferðaþjónustubænda
Félag hrossabænda
Félag kjúklingabænda
Landssamband kartöflubænda
Landssamtök skógareigenda
Landssamband kúabænda
Landssamtök sauðfjárbænda
Landssamtök vistforeldra í sveitum
Samband garðyrkjubænda
Samband íslenskra loðdýrabænda
Svínaræktarfélag Íslands
Æðarræktarfélag Íslands
Félag gulrófnabænda
Geitfjárræktarfélag Íslands
Landssamband kanínubænda
Landssamband fóðurbænda
Landssamtök raforkubænda
Landssamband kornbænda
Samtök selabænda
Smalahundaræktarfélag Íslands
VOR-verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap


Lýbía og verðtryggingin

Nú eru menn í Lýbíu að skjóta hvern á annan og einnig á olíuútfluttningsleiðir. Olían snarhækkar og þar með eykst verðbólga á Íslandi.

Þetta hefur þau áhrif að húsnæðislánið mitt hækkar sennilega. Svona virkar nú íslenska krónan blessaða vel með systur sinni verðtryggingunni.

Svakalega er ég orðinn þreyttur á að borga fyrir séríslenskar snildarlausnir, sem enginn maður lætur sér detta í hug annarstaðar á jörðinni.


Ný heimasíða Auðarskóla

Í dag opnuðum við nýja heimasíðu fyrir Auðarskóla.  Gamla síðan var undir dalir.is í vefstjórnarkerfi frá Nepal og þurftum við að borga fyrir kerfið, vistun og netföng.  Við fengum okkur eigið lén sem er vistað hjá 1984. Vistunin er ódýr og fylgir ótakmarkaður fjöldi netfanga frítt með.  Mæli eindregið með þessu gróna og farsæla vistunarfyrirtæki.

Upphaflega var hugmyndin að smíða vefsíðuna í Joomla en eftir nokkuð jaml og fuður gáfum við það uppá bátinn.   Við tókum svo ákvörðun að gera vefsíðuna í Weebly umhverfinu en það er með öllu frítt kerfi og kostar vistun á síðunni heldur ekki neitt. 

Hér er svo síðan www.audarskoli.is   


USA myndir

Voðalega væri ég feginn ef sjónvarpsstöðvarnar keyptu nú myndir frá öðru landi en USA. Eða bíóin...þau mættu alveg fiska upp myndir frá öðrum löndum. Ég á í mesta bagsli með að halda út að horfa á hefðbundna ameríska bíómynd. Helst að maður hafi gaman að teiknimyndum frá Disney.

Eða kannski er þetta ellin, ég er jú að verða afi.


Kartaflan lengi lifi

Allt kornverð hækkar nú stöðugt. Hér á Íslandi getum við ekki ræktað hveiti en ágætur árangur hefur náðst í byggrækt og fer hún vaxandi með hverju ári. Bygg er þó ekki notað mikið til manneldis - nema þá í bjór.

Til að vega upp á móti minni kornneyslu á Íslandi má auðveldlega auka neyslu á kartöflum. Kartöflur vaxa þar að auki alveg prýðilega hér á landi.

Kartaflan lengi lifi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband