Miðvikudagur, 15. júní 2011
Fyrsti sláttur
Svo kalt er vorið búið að vera að gras vex með einsdæmum hægt hér í Dölum. Nú í gær og dag var ég að slá lóðina mína í Búðardal og var það fyrsti sláttur. Sumstaðar var orðið nokkuð gras en á öðrum stöðum; áveðurs...eiginlega ekkert.
Sum tré hafa ekki enn laufgast en rababarinn vex sem aldrei fyrr. Ótrúlega harðgerð jurt.
Laugardagur, 11. júní 2011
Útskrifaðist í dag
Mæðgin útskrifast sama daginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. júní 2011
Gott mál
Ég fagna þessu framtaki bændana og vona að þeim farnist vel. Samkeppni á þessum markaði er of lítil.
Til hamingju Axel og co.
Baulu-jógúrt á markað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. júní 2011
Skotar
Það var gaman að heimsækja Skotland. Mér fannst Glasgow frekar óhrein og subbulega borg. Samt gömul og heillandi líka. Borgin er nokkuð stór (1,5 milljónir) og er lítt menguð af miklum háhýsum. Skotar sjálfur eru bara um 5 milljónir og hefur nánast því hvorki fjölgað né fækkað í 70 ár.
Skotarnir birtust mér sem hressir og vingjarnlegir. Margir lágvaxnir og feitlagnir þó. Umhverfi borgarinnar er fallegt, gróið og grænt. Mikið um vötn, tjarnir og ár.
Ég er núna að lesa sögu Skotlands og það er bara nokkuð merkileg lesning. T.d. vissi ég ekki að Skotar hafa alltaf haft eigin lagakerfi þrátt fyrir að vera innlimaðir í England uppúr 1700. Þá fundu þeir upp merkar íþróttagreinar eins og golf og curling.
En ég sá bara lítinn hluta landsins og gaman væri að ferðast þar meira um. Veit þó ekki hvort ég legg í að keyra þarna í vinstri umferðinni.
Sunnudagur, 5. júní 2011
Kominn heim
Þá erum við hjónin komin heim frá Skotlandi. Ferðin, sem var starfsmannaferðalag hjá Auðarskóla, var afar vel heppnuð. Skólaheimsóknirnar voru fróðlegar og skemmtilegar og hópurinn (44 manns) kunni að skemmta sér saman.
Eftir 5 nætur í Glasgow er samt voða gott að komast heim aftur.
Sunnudagur, 29. maí 2011
Keli farinn
Jæja þá er Keli farinn í heimsreisununa sína. Við ókum honum út á Keflavíkurflugvöll snemma í morgun. Hann gistir í nótt í Kaupmannahöfn en heldur svo áfram til Kína þar sem hann verður minnst í einn mánuð. Þaðan ætlar hann í gegnum Kampútseu og Víetnam til Thailands. Svo Indland, Pakistan, Íran, Írak Jóradanía og Líbanon. Ætlar að enda í Egyptalandi, sennilega í janúar eða febrúar.
Við fáum reglulega fréttir af honum í gegnum Facebook.
Miðvikudagur, 25. maí 2011
Vinátta
"Einu sinni var stelpa sem hét Ísabella hún var 15 ára. Hún var með brún augu og kastaníubrúnt hár sem náði langt niður á bak. Hún var mjög falleg en
samt átti hún enga vini."
...þannig hefst ritgerð stúlku einnar.
Sunnudagur, 22. maí 2011
Hvar eru litlu sætu eldgosin ?
Eftirfarandi er bloggið hans Illuga Jökulssonar frá því morgun á www.eyjan.is
Ómar Ragnarsson sagðist í útvarpinu í morgun hafa fylgst með 23 eldgosum. Það eru líklega nokkurn veginn öll þau eldgos sem orðið hafa á minni ævi.
Einhvern veginn var maður alveg gjörsamlega hættur að taka eldgos hátíðlega. Jú, ég man hvað eldgosið í Heimaey var grafalvarlegt mál, en hefur orðið eitthvert tjón að ráði í eldgosum á Íslandi eftir það? Eldgos virtust orðin bara svona lítil og krúttleg túristagos. Reglulega gaus eitthvað smávegis í Grímsvötnum, en það voru aðallega bara svona huggulegir gosstrókar í fáeina daga svo ekki meir.
Meira að segja ógnvaldurinn mikli, Hekla, virtist gjörsamlega búin að skipta um hegðun frá því sem maður les um í heimildum. Í staðinn fyrir stórhættuleg risagos, þá gaus hún allt í einu fjölmörgum smágosum.
Ekkert af þessu var neitt hættulegt, svo ég var að minnsta kosti hættur að taka mikið mark á eldgosum nema svona sem smá dægradvöl. Eldgos voru hætt að vera ógnvekjandi. Þau voru ekki lengur Mikki refur, þau voru Lilli klifurmús.
Þangað til í fyrra. Þegar Eyjafjallajökull (af öllum eldfjöllum á Íslandi!) sýndi með öskuregni sínu hvað eldgos geta verið í alvörunni. Og í útvarpinu í morgun virtist stefna í eitthvað alvarlegt líka.
Myrkur á Kirkjubæjarklaustri. Mannlíf líklega ekki í hættu að svo stöddu.
Maður varð einhvern veginn þrumu lostinn. Eldgos að haga sér svona illa? Hvað var orðið af litlu sætu eldgosunum sem við vorum orðin vön?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Kartöflurnar bíða
Hér gengur yfir leiðindar norðanhret. Hitastig rétt ofan við frostmark og brjálað rok. En úrkomulaust þó.
Ég og kartöflurnar mínar nennum þessu ekki lengur. En það er ekket vit að fara að pota þeim niður við þessar aðstæður. Við verðum víst að bíða enn um sinn.
Mánudagur, 16. maí 2011
Ég og kirsuberjatréð mitt
Mamma er nýbúin að fara á námskeið í ávaxtaræktun. Það mun víst nú vera raunhæfur möguleiki. Í kjölfarið keypti hún sér nokkur ávaxtatré og gaf mér eitt; kirsuberjatré. Hún vissi af draumi mínum að rækta kirsuber.
Um helgin gróðursetti ég tréð mitt, en nú sé ég mér til mikillar hrellingar að það er bara frost í kortum veðurstofunnar, þó síst á Suðurlandi.
Vonandi lifir það.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar