Leita í fréttum mbl.is

Blómin fríð

Við Rikki löbbuðum á Hest í Hörðudal í dag. Veðrið var gott og gangan falleg. Það sem vekur athygli er hvernig blómin eru að blandast í blómgun sinni þetta árið.

Þetta langa kalda vor og sumarbyrjun hefur seinkað svo blómgun margra plantna. Þær eru nú að blómgast ásamt plöntum sem eiga blómgunartíma núna. Eiginlega er allt fullt af blómum og blandan er sérstæð.


Útskrift Helgu

Helga student

Hér kemur mynd sem tekin er á stofu á Akureyri í tilefni þess að Helga lauk stúdentsprófi (samt er Sólveig höfð á miðri myndinni).  Hátíð hjá fjölskyldunni og allir mættu í myndatökuna.  Reyndar vantar á myndina mig og mína fjölskyldu - man nú ekki hversvegna það var.  

En það sem er sérstakt við myndina eru tengdasynirnir þrír.  Þeir eru allir fyrrverandi og  hafa sennilega ekki myndast fyrr né síðar svona saman.  Einstök mynd.


80´s hvað ?

Systur mínarEkki veit ég nákvæmlega hvenær þessi mynd er tekin,við hvaða tækifæri né hver tók hana af systrum mínum.  En góð er hún og minnir vel á 80´s stílinn.  Ég giska á að myndin sé tekin árið 1988.  

Veit ekki einhver betur ?


Gamlar myndir

Gugga og Gulla

Þegar ég útskrifaðist úr MPA náminu mínu fékk ég í útskriftargjöf; splunkunýjan og fullkominn ljósmyndaskanna.   Nú er ég byrjaður að safna saman gömlu fjölskyldumyndum til skönnunar. Ætlunin er að breyta í rafrænt form öllu, sem tekið hefur verið á myndavél í gegnum tíðina, af stórfjölskyldunni.

Hér læt ég fylgja gamla mynd, sem líklega er tekin 1986, en þó er ég ekki viss. Myndir er af Guggu og Gullu með kálfi nokkrum í Ártúnum.   Amma Silla tók myndina (held ég).


Ný röð á styrkleikalista ...kætir Færeyinga

„Sambært nýggjasta styrkilistanum hjá FIFA er føroyska fótbóltslandsliðið betri enn íslendska landsliðið. Sigurin á Estlandi hevur lyft Føroyar 22 pláss upp eftir listanum, har vit nú eru nummar 114, ájøvn í stigum við Wales.

Hjá íslendsku vinunum fyri norðan hevur gingið minni væl seinastu tíðina. Fyri einum ári síðani lógu íslendingar nummar 79 á hesum sama lista, men ein javnleikur og fýra tap í fimm dystum í EM-undankappingini geva ikki nógv stig á styrkilistanum hjá FIFA.

Tískil er liðið rapað aftur eftir og er nú nummar 122, sum er ringasta støðan hjá Íslandi á hesum lista nakrantíð.“

 

Úr færeyskum miðli.   http://sportal.fo/grein/vit_eru_betri_enn_island

 


Heyskapur er hafinn

Rikki hóf í dag heyskap hér í Búðardal. Hann þurkar nú hey til vetrarins, en naggrísirnir hans þurfa á slíku fóðri að halda allt árið. Vantar ekki þurkinn.

Hann hefur reyndar verið að beita naggrísunum nokkuð í vor, en vegna veðurs hefur orðið minna úr beitinni en tilstóð.


Gönguferð

Ég og Rikki vorum í gönguferð í allan dag. Lögðum að stað héðan úr Búðardal kl. 9.00 og mættum kl.10.00 að Hofstöðum í Þorskafirði. Þaðan gengum við með 30 manna hóp undir leiðsögn Gauta Eiríkssonar að Stað á Reykjanesi; allt í allt 15, 3 kílómetra. Káta fékk að koma með en hún varð sárfætt og hölt á leiðinni.

Á morgun á svo að klífa Baulu.


Sumarfrí í dag

Síðasti vinnudagur í bili hér í Auðarskóla hjá okkur Guggu. Förum í sumafríið á morgun.

Vetrarveðrið virðist að baki og nú er vorveður hér í Dölum. Sumarveðrið bíður líklega í einn mánuð enn.


OECD segir íslenskan landbúnað bagga á þjóðinni

"Landbúnaður nýtur tvöfalt meiri verndar á Íslandi en gengur og gerist innan Evrópusambandsins og er verndinmeiri en í flestum löndum OECD. Nauðsynlegt er að aflétta henni sem fyrst að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar.

Skýrsla OECD um Ísland var kynnt í dag en skýrsluhöfundar skoða þar auk annars landbúnaðinn í landinu og komast að þeirri niðurstöðu að miklir styrkir og vernd til handa bændum sé þungur baggi á neytendum og beinlínis haldi niður framleiðni í landinu.

Er mælst til þess að stjórnvöld minnki stuðning við landbúnaðinn verulega með því að afnema alla kvóta og draga úr öðrum beinum styrkjum til landbúnaðarins. Aðeins þannig færist auður frá landbúnaðinum og til annarra atvinnugreina þar sem sóknarfærin eru fleiri og betri. Þá er fullyrt að við slíkt lækki matarverð neytendum til hagsbóta."

Tekið af vef eyjunnar 21.06.2011.

OECD er traust stofnun...en erlend.  Og Íslendingar eru sko ekki fyrir erlenda ráðgjöf eða gagnrýni. Þeir eru sko snjallari en svo.  Íslendingar reka sitt eigið frábæra landbúnaðarkerfi hvað sem einhverjir útlendingar raula og tauta.  Svona málfluttningur verður sko þaggaður í hel af sönnum íslenskum hagsmunahópum.  

Sannið til.

 

 


Frjáls hugbúnaður - fylgi nýju Íslandi !

„Það er óréttlátt að eigandi hugbúnaðar stjórni notandanum. Grunnhugmynd hreyfingarinnar um frjálsan hugbúnað er að við eigum að taka stjórn á okkar eigin tölvunotkun með að hafna þeirri hugmynd að stjórn hugbúnaðar sé ekki í okkar eigin höndum,"

„Með því að taka upp frjálsan hugbúnað í skólum læra krakkarnir mun meira en þegar þeir eru háðir ófrjálsum hugbúnaði og þetta er eitt af því sem þarf að breyta."

„Stofnanir ríkja eiga að fara fram á að hafa stjórn á þeirra eigin tölvukerfum. Það er hluti af því að teljast sjálfstætt ríki. Þess vegna eiga ríkisstofnanir aldrei að leyfa sér að nota ófrjáls forrit og hugbúnað. Þau mega ekki leyfa einkafyrirtækjum að stjórna tölvukerfum sínum því ólíkt einstaklingum, sem nota tölvur fyrir sína eigin hagsmuni, þá nota ríki tölvukerfi fyrir hagsmuni samfélagsins."

 

Svo mælir Richard Stallman í viðtali við Vísi. Slóð: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP4823


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband