Leita í fréttum mbl.is

Að hræðast Múslima !

Guðjón Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins mun hafa sagt í sjónavarpsviðtali á dögunum að hann óttaðist múslima.   Hafa ýmsir bent á að þetta séu hreinir kynþáttafordómar.

Ég held að afar margir Íslendingar séu á varðbergi gagnvart múslimum.  Ég er veit fyrir víst um fólk, sem fékk nýja nágranna þar sem fjölskyldufaðirinn var múslimi af arabísku bergi brotinn.  Þetta friðelskandi og grandvara fólk varð talsvert óöruggt gagnvart hinu nýju nágrönnum.  Þau voru áhyggjufull en áttu mjög erfitt með að útskýra hversvegna.  Ég held að þessi ómeðvitaði ótti sé eitthvað sem fólk feli þegar hann kemur upp á yfirborðið.  Fólk vill síst af öllu vera orið sekt um kynþáttafordóma.

Þegar Guðjón Kristjánsson segist óttast muslima er hann eflaust að segja það sem margir hugsa en þora ekki að segja.  Umræða um múslima og nýbúa getur orðið til að upplýsa fólk og þá dregur úr þeirri hættu að fólk finni til öryggisleysis eða ótta gagnvart ákveðnum hópum nýbúa.

Íslendingur sem ekki kann ensku en þarf að gera sig skiljanlegan á einhvern hátt þegar hann pantar mat á matsölustað.....má hann ekki fyllast öryggisleysi án þess að það séu kynþáttafordómar ?


Umræða ekki fordómar

Þegar þingmaðurinn Magnús hóf umræðu um að við Íslendingar gætum stjórnað betur streymi og viðtöku á útlendu vinnuafli til landsins, stakk hann á stórt kýli.  Ég er einn þeirra sem tel að þessi mál verðskuldi meiri umræðu en verið hefur, ekki síst til þess að málefni þessa fólks séu ekki í þeim ólestri sem þau virðast vera.  T.d virðist það kosta alltof mikið fyrir fólkið að fara og verða sér úti um íslensku kennslu.   Þá virðist það vera alltof algengt að vinnuveitendur ætli að sjá um að fólkið fái kennitölu hjá Hagstofunni, en annaðhvort gleymi því eða dregur það á langinn...með þeim afleiðingum að börn þessa fólks kemst ekki í skóla strax að hausti.

Mér fannst Magnús vera varfærinn í umræðu sinni enda málið vandmeðfarið.  Minnsta ónærgætni er strax túlkuð sem fordómar.  Frjálslyndi flokkurinn á heiður skilið fyrir að hefja þessa umræðu.  Við Íslendingarnir sem viljum þessu fólki vel, verðum að vera skipulagðari í móttöku þess. Annars fer öllum að líða illa yfir þessu og þá er stutt í fordómana.

Ég hef hingað til ekki talið mig vera fordómafullan hvað þetta varðar.  Mér hefur samt ekki tekist að venjast því að þurfa að kunna erlend tungumál til að fá afgreiðslu í verslunum.


Það eru ennþá ber !

Krækiberjalyng

Ekki hefði ég trúað því að Krækiberin væru enn æt.  Fór með Kátu upp í Ingólfsfjall í gönguferð nú í dag.  Þegar ég var búinn að ganga framhjá nokkrum þéttsetnum krækilyngum af svörtum og gljáandi berjum, gat ég ekki stillt mig lengur og ákvað að smakka á berjunum.  Og viti menn stór hluti af þeim berjum, sem enn eru á lyngum, eru ófrosin.  Stærri berin eru reyndar frekar vatnskennd, en þau minni eru bara ferlega góð.

Ef ég fer aftur á morgun þá er það í fyrsta skipti á ævinni sem ég fer í berjamó í Nóvember.

 


Þriggja sjónarhorna sjónvarp

Nú hefur Sharp þróað sjónvarpstæki með nýrri skjágerð, þar sem hægt er að horfa á þrjár sjónvarpsútsendingar í einu.  Það er einfaldlega háð því frá hvaða sjónarhorni  horft er á skjáinn hvað sérst; hvort maður horfir beint framan á hann eða frá hliðunum.  Til dæmis getur sá sem horfir beint á skjáinn horft á aðra sjónvarpsstöð en sá sem situr til hliðar við hann.  Þetta er t.d talið hentugt í bifreið, en þar þarf bílstjórinn aðrar upplýsingar af skjánum en farþeginn.

Alveg hreint heillandi fyrirbrigði....en hvernig fer með hljóðið með myndefninu ??


Opið prófkjör Samfylkingarinnar

Ragheiður Hergeirsdóttir

Jæja nú líður að opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.  Held að það sé best að ég drífi mig og noti þetta tækifæri til að hafa áhrif.   Ég hef nú aðeins verið að skoða þá kandidata sem áhuga hafa á að vera í framvarðarsveit flokksins á Suðurlandi.  Ég held að ég munu raða efstu mönnum eitthvað á þessa leið:

1. Björgvin
2. Ragnheiður
3. Unnar
4. Gylfi
5. Horfirðingurinn

Meira hef ég ekki ákveðið.  Veit ekkert um þennan Hornfirðing en ég átti um tíma nokkra góða vini þaðan svo ég geri ráð fyrir að þessi maður sé þræl fínn.

Það verður sjónarsviptir af Margréti Frímanns, en Ragnheiður er eina konan í framboðinu sem getur fyllt hennar sæti að hluta. Heimasíða Ragneiðar.

Lúðvík vil ég ekki sjá meira á þingi, en hef fulla trú á að Björgvin sé innrættur með gott hjartalag.


Why is Big Ben so called ?

Although the name "Big Ben" is commonly used to refer to the famous clock at the top of St. Stephen´s Tower of the Houses fo Parliament in London, the nickname is more correctly applied to the bell within the tower.  It was named after Sir Benjamin Hall, who was the Chief Commissioner of Works at the time.

The orginal bell, cast in 1856 and weighing some 15 tons, was being tested in Palace Yard when it developed serious cracks and had to be scrapped.  The new bell, weighing a mere 13 tons, was installed in 1858.  There are also four Quarter bells in the clock tower weighing between 4 tons and 1 ton.


Sundlaugarsögur II

Útlendingar haga sér stundum með ólíkindum í íslenskum sundlaugum.   Margir þeirra eru mjög óvanir því að ganga um alsberir innan um aðra og fara með veggjum í slíkum hópi.   Ekki er óalgengt að þeir labbi á sundskýlum inn í búningsherbergi eftir að hafa þrifið sig án þess að fara úr skýlunni.  Ég hef bæði séð þá klæða sig úr skýlu og í brók innan undir handkæði eða bara fara beint í gallabuxur utanyfir blauta sundskýluna.

Einu sinni sá ég tvo útlendinga sem ekki höfðu fyrir því að mæta með handklæði, heldur þerruðu sig hátt og lágt með klósettpappír og stóðu svo góða stund undir hárþurrkunni.  Þeir spjölluðu léttir í lund, sennilega á pólsku, á meðan eins og ekkert væri sjálfsagðara. 

En útlendingurinn sem fór í Hagkaupsnærbuxunum sínum í sund sló samt allt út.  Hann kom svo inn, fór úr nærbuxunum, skolaði og þreif þær vel í vaski, vatt þær og þurkaði lengi lengi með hárþurrkunni.  Skellti sér svo í þær aftur, klæddi sig og fór.


Sundlaugarsögur I

Ég hef farið undanfarin þrjú ár reglulega í sund hér á Selfossi.  Það hefur tvennt komið mér á óvart; hvað þetta er nú heilsusamlegt og gott og hvað mikið er um furðulegt athæfi í lauginni.  Ég ætla hér í næstu pislum að nefna nokkur dæmi um skýtna upplifun.

Þegar ég syndi reyni ég að velja braut sem enginn er að nota.  Eftir nokkra mánuði varð ég var við það að sumt fólk syndir alltaf á sömu brautinni og skiptir þá engu hvort einhver sé að synda í brautinni eða ekki.  Ég fattaði þetta ekki strax, en einu sinni þegar ég var að synda einn í lauginni á þriðju braut koma kona í laugina að synda. Hún gekk rakleiðis að þriðju brautinni og hóf þar að synda með mér.  Ég hélt náttúrulega að hún væri ja ekki alveg í lagi og færði mig bara á næstu braut.  Síðan gerðist þetta aftur og einu sinni gerðist það á annarri braut líka; ég einn að synda þegar eldri maður kemur velur að synda bara á sömu braut og ég.  Svo var það nýlega að ég og konan syntum ein á þriðju braut að ég ákvað að prufa að færa mig ekki.  Þá fyrst byrjaði fjörið.  Konan gerið sig nánast eins breiða og hægt var á miðri brautinni og gaf mér stingandi augnaráð sem þýddi; sérðu ekki að hér syndi ég og allar hinar brautirnar eru lausar.

Jú, ég sá það og færði mig enda varla hægt að synda þarna fyrir henni.  Og síðan þá hefð ég passað að fara ekki á þriðju braut ef enginn er að synda.


Gengið á Hengil

Feðgar á fjallstoppi

Laugardaginn var fór ég með pabba í skipulagða gönguferð uppá Hengil.  Við fórum með Hornstrandarförum, sem voru í sinni árlegu hausferð.  Pabbi er búinn að vera afar duglegur að ganga í sumar.  Hefur m.a gengið í Ölpunum og farið tvær ferðir á Hornstrandir auk nokkurra ferða á Esjuna og önnur fjöll. 

Ferðin var nokkuð fjölmenn eða um 70 manns.  Leiðin sem farin var er stórskemmtileg, en farið var af stað úr Dyradal og gengið þaðan í krókum uppá hengil.  Alls var gengið með nokkrum stoppum í 6,5 klukkustundir.   Veðrið var bara þokkalegt; þurt og sólskin á köflum.  En víða var þó mikill vindur og efst á fjallinu var bara ansi líflegt veður.

Myndirnar eru komnar inn í myndaalbúm og eru á slóðinni: http://loi.blog.is/album/GonguferdaHengil07-10-06/


Tilfinningaleg vanræksla barna virðist vaxandi

Tilfinningaleg vanræksla barna virðist fara vaxandi, segir Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í fjölskyldumeðferð. Hún hefur starfað á barna- og unglingageðdeild Landspítalans síðastliðin tuttugu ár og kveðst verða vör við þetta í sífellt meira mæli."Hér áður fyrr komu ekki nokkur einustu börn hingað inn sem langaði ekki til að lifa lengur. Í dag kemur hópur barna sem langar ekki til þess að vera til. Maður heyrir meira að segja eitt og eitt sjö, átta eða níu ára barn segja að það langi ekki að lifa og þegar kemur á unglingsaldur virðist depurð hreinlega vera eins og faraldur í hinum vestræna heimi."

Baldur Kristjánsson, dósent í þroskasálfræði og uppeldisgreinum við Kennaraháskóla Íslands, segir einstaklingshyggju án efa rót þess hversu mikið uppvaxtarskilyrði og samskiptamynstur barna og uppalenda hafa gjörbreyst. Hann segir rannsóknir á aðbúnaði og hversdagslífi ungra barna og barnafólks þýðingarmiklar vegna örra samfélagsbreytinga. "Og sem gera að verkum að við, hinir fullorðnu, þekkjum okkur ekki nema að litlu leyti í reynsluheimi barna nútímans. Ein afleiðing þessa er að í fyrsta skipti búa mörg börn yfir reynslu og þekkingu á ýmsum öðrum sviðum en foreldrar þeirra og kennarar," segir hann.Þá segir Baldur að agaleysið sem oft er rætt um sé "þjóðarmein". "Ég tel að foreldrar og þeir sem sinna börnum skipti sér ekki nógu mikið af félagsþroska þeirra og hugi ekki nógu mikið að því að kenna þeim virðingu og tillitssemi og tilfinningu fyrir öðrum."Mbl.  08.10.2006


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband