Leita í fréttum mbl.is

Íslensk kornrækt í nútíð og fortíð

c_documents_and_settings_loi_desktop_gogn_myndirnar_minar_mislegt_korn.gif

Landnámsmenn komu úr Vestur-Noregi og Skotlandseyjum þar sem kornrækt hafði verið aðalbjargræðisvegur íbúanna í 3000 ár. Þeir hafa frá upphafi reynt að rækta korn hér á landi þótt sumarhitinn væri 3-4°C lægri en á heimaslóðum þeirra. Nokkrar heimildir eru um kornrækt á söguöld en hún mun hafa verið ótrygg og korn var munaðarvara. Kuldatíð á þrettándu öld varð kornræktinni þung í skauti og endahnútinn reið innflutningur á ódýru korni frá Eystrasaltslöndum sem hófst fyrir alvöru um 1300.

Litlum sögum fer af kornrækt næstu aldir þótt nokkrum sinnum væri hún reynd. Mest alvara var í tilraun sem gerð var af stjórnvöldum um 1750. Þá voru 15 norskir og danskir bændur fluttir hingað til að kenna landsmönnum kornrækt meðal annars. Sú tilraun fór í handaskolum enda var tíðarfar þá með alversta móti.

Kornrækt nútímans hófst þegar Klemenz Kristjánsson hóf tilraunir í Reykjavík 1923 og á Sámsstöðum frá 1927. Kornrækt hans gekk vel enda var árferði gott. Kornrækt var reynd af alvöru og með viðunandi árangri í öllum landshlutum. Mest umsvif urðu um og eftir 1960 á Fljótsdalshéraði og á Rangárvöllum. Ætla má að korni hafi þá verið sáð í 300–400 ha á ári þegar best lét.

Afturkippur kom í kornræktina með kalárunum 1965. Næstu 15 ár var korn aðeins ræktað á Sámsstöðum og á Þorvaldseyri. Árið 1981 hófu svo bændur í Austur-Landeyjum kornrækt með félagseign á vélum og tækjum. Síðan hefur kornrækt aukist með ári hverju. Kornrækt hófst á Fljótsdalshéraði og í Hornafirði um 1985, í Árnessýslu og Eyjafirði 1990, í Skagafirði 1993 og í Borgarfirði 1995.

Haustið 2000 var bygg skorið af um 1500 hekturum. Kornræktarbændur voru þá 295 talsins í öllum landsfjórðungum. Ætlað er að heildaruppskeran hafi verið tæp 5000 tonn af þurru korni eða um 8% af því kolvetnafóðri sem notað er hérlendis. Vissulega var árferði gott. Þyngra vegur þó þekking sem aflað hefur verið með rannsóknum og reynslu ásamt framförum í tækni og kynbótum.

Heimild: Jónatan Hermannsson, Handbók bænda 2001


Stórir skólar - litlir skólar

Tækni & vísindi | Morgunblaðið | 13.9.2006 | 05:30

Stóru skólarnir betri en þeir litlu

Oft hefur verið um það deilt hvort betra sé fyrir börn og unglinga að ganga í lítinn skóla eða stóran en danski prófessorinn Niels Egelund er ekki í vafa. Stóru skólarnir eru betri, sérstaklega þegar kemur að stærðfræði og raunar einnig varðandi lestur.Egelund, sem starfar við Danmarks Pædagogiske Universitet, hefur kynnt sér vel niðurstöður PISA-rannsóknarinnar frá 2003 um menntun og frammistöðu nemenda og segir, að þær sýni augljósa fylgni með stórum skólum og góðri frammistöðu. Kom þetta fram á fréttavef Berlingske Tidende í gær.Egelund getur sér til, að ein af ástæðunum fyrir þessu sé sú, að í stórum skólum eigi kennarar sér alltaf einhverja kollega í faginu. Þeir styðji síðan hver annan með ýmsum hætti og beinu samstarfi. Hann leggur þá áherslu á, að í öllu námi skipti félagslegar aðstæður oft mestu.Ekki er ólíklegt, að niðurstöðum Egelunds verði tekið fagnandi hjá mörgum stórum sveitarfélögum í Danmörku en hjá þeim eru uppi tillögur um að spara með því að leggja niður allt að 300 smáskóla á næstu árum. Egelund segist þó ekki kæra sig um, að álit hans verði notað sem röksemd í sparnaðarhugleiðingum sveitarfélaganna.© mbl.is/Árvakur hf, 2006

Myndir á vef

Eftir að ég ákvað að kaupa hellings pláss fyrir myndir á vefsvæðinu og fór að setja meira þar inn af eigin myndum, er ég að átta mig á því hvað þetta er í raun og veru þægilegt.   Það kemur æ oftar fyrir að maður vísar á nýjar myndir eða janfvel sýni fjölskyldumyndirnar í öðrum húsum.

Ég held að það sé núna fyrst sem ég sé einhverja glufu í því að gera allar mínar rafrænu myndir aðgengilegar.  Kannski ekki alveg allar...sumar myndir af fjölskyldumeðlimum eru þannig að viðkomandi harðbanna mér að setja þær á netið.  En samt yfir 90 % af þeim fer þangað.  Núna þarf ég bara að fara að koma myndum frá 2004 og 2005 inn á síðuna.

Og gangi mér nú bara vel.


Athyglisvert...lestu þetta !!

Þetta er kannski alls ekki einleikið ??

  1. Í New York City eru 11 bókstafir
  2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir
  3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 
    1993) eru 11 bókstafir.
  4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir

 Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:

1. New York er 11. fylkið
2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)
3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 11)
4.
Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)
5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)
 

Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....

1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254
    manns (2+ 5 + 4 = 11)
2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)
3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)
4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers.

... og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:

Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins
* Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:
"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle.
The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and
while some of the people trembled in despair still more rejoiced:
For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."
Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.

Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi:

* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:
1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.
2. Litaðu Q33 NY
3. Breyttu stafastærðinni í 48
4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1)


Bjórbókin á netinu

Af og til nota ég tímann og skoða vefsíður sem geyma fróðleik um bjór.  Ég hafði oft sett leitarorðið "bjór" inn í íslenska leitarvél en ekki fengið mikið út úr því.  Því hef ég verið að skoða og flakka um erlenda vefi sem fjalla um bjór og bjórmenningu.  Slíkir vefir eru, eins flesta grunar, fjölmargir.

Á einum slíkum vef, þar sem skráðir bjóráhugamenn, gátu gefið bjórtegundum einkunn fyrir bragð og gæði, rakst ég á íslenska bjóráhugamenn.  Sumir gáfu upp bloggsíður og smátt og smátt komst ég að því að fremur fámennt samfélag bjóráhugamanna var til staðar á Fróni.  Ein síðan vísaði mér á alíslenskan vef um bjór.  Vefurinn heitir bjórbókin og er á slóðini http://www.valli.is/bjorbok/NewBjorbok/index.htm   Þetta stórkostlega framtak Valla (eigandans) er lofsvert og kærkomið innlegg í fremur fábreyttar upplýsingar á íslensku um bjór.

Vefurinn er bæði fróðlegur og skemmtilegur.   Eigandinn skirfar m.a ferðasögur af bjórleiðangrum sínum.  Sumar ansi skemmtilegar.  Þá eru miklar upplýsingar um bjórstíl og fl.  Ég skora á alla sanna bjóráhugamenna að líta inn á vefinn og jafnvel taka þar þátt í spjalli um hinn himneska mjöð.


Busun

Hryllingurinn í búningi

Það er merkilegt hvað busun hefur verið lífseig hefð í framhaldskólum miðað við hvað margir segja neikvætt álit sitt á þessum sið.  Reyndar verður að segjast að busun í dag er mun ofbelisminni meðferð heldur en fyrir um það bil 20 árum eða svo.   Einhverjir framhaldsskólar finnast þar sem busun hefur breyst í hátíð sem snýst um að bjóða nýja nema velkomna í skólasamfélagið.

En busun gengur samt á flestum stöðum út á ofbeldi, andlegt og jafnvel líkamlegt.  Þótt enginn " meini" neitt með þessu er mörg dæmi um nýnema sem haldnir eru óstöðvandi kvíða fyrir sinni busun.

Ég skoðaði aðeins netið og fann mér til undrunar ótrulega margt um busun.  Þannig skilaði orðið "busun" hvorki meira né minna en 745 niðurstöðun í íslenskri leitarvél.  Af myndum að dæma er býsna mikið lagt uppúr hryllinginum sumstaðar. 

 


Berjaferð vestur í Dali

Úr berjafeð

Föstudaginn var héldum við vestur á boginn.  Ætluðum að vera í Bláa húsinu í Dölum  tvær nætur og leita að berjum í góða veðrinu.  Þegar við vöknuðum á laugardagsmorgni var hinsvegar ekki svo gott veður; þokufýla með vætu af norðan og ekki fýsilegt berjaveður.  En það smá skánaði veðrið og við ákváðum að fara suður fyrir Svínadal og ber að Laugum.

Á Laugum var þurrt og allþokkalegt veður og nutum við þess að tína þar ber í nokkrar klukkustundir.  Nóg var af krækiberjunum og einnig nokkuð af aðalbláberjum, en þeirra saknar maður nú hvert haust á Suðurlandinu.

Við borðuðum okkur södd af skyri, rjóma og aðalbláberjum og höfðum það notarlegt um kvöldið.  Ekki var tínt að þessu sinni til þess að sulta.   Komum svo heim í dag um kl. 16.00 og náðum í endan á mjög góðu veðri á Selfossi.

Myndirnar frá berjaferðinni komnar inn í albúm;  http://loi.blog.is/album/Berjarferd2sept076vesturiDali/


Gugga fertug

Gugga fertug

Í gær, þann 26. ágúst, varð Gugga fetug.  Í því tilefni var haldið uppá afmælið með matarboði.  Í matinn var hefðbundinn grillmatur.  Sigga systir mætti en hún varð fertug 25.ágúst og því upplagt að halda uppá afmælið saman.

Gugga fékk margt góðra gjafa og var sungið fyrir hana á fjórum tungumálum; ensku, dönsku, portúgölsku og íslensku.  Þær Gugga og Sigga bera sig vel þrátt fyrir árin fjörutíu eins og sjá má á myndunum.


Fleiri myndir

Hizbollah...unnu þeir ekki bara ?

Nú er loksins komið vopnahlé milli Hizbollah og Ísraelsmanna.   Þetta stríð náði eyrum mínum og augum mörgum sinnum meira en önnur undanfarin stríð, sem hægt hefur verið að fylgjast með í fjölmiðlum.

Eins og ég skildi það þá byrjuðu Ísraelsmenn að gera loftárásir á Líbanon til að draga úr herstyrki Hizbollah og koma í veg fyrir að þeir gætu skotið eldflaugum á Ísrael.  Eftir um viku loftárásir réðust þeir með landher inn í landið; fyrst heyrði ég töluna 2.000 hermenn, svo 3.000 hermenn, svo 11.000 hermenn og að lokum voru allt að 30.000 hermenn frá Ísrael í stríði við Hizbollah skæruliða.  Mér hefur og alltaf skilist að ísraelski herinn væri með þeim best búnu í heiminum.

En aldrei var talað um að meira en nokkuð hundruð Hizbollah skæruliðar væru í Líbanon að verjast öllum þessum velbúna og tæknivædda her.  Og síðasta daginn fyrir vopnahlé skutu Hizbollah skæruliðarnir yfir 200 eldflaugum á Ísrael svona rétt til að sanna að óvininum hefði alls ekkert gengið að minnka hernaðarstyrk þeirra.

Ég hef fylgst með þessu alveg gáttaður og eftir því sem ég les blöðin betur sé ég að Ísraelsmenn eru líka gáttaðir. Töluvert eignatjón var í Ísrael, töluvert eignatjón í hernum og nokkrir tugir ísrelska hermanna létu lífið ásamt nokkrum tugum saklausra borgara.  Ekkert í samanburði við það sem Líbanar máttu þola, samt örugglega miklu meiri skaði en Ísraelsmenn bjuggust við.

Svo kórónuðu Hizbollah skæruliðarnir þetta með því að að gefa fórnarlömbum stríðsins fullt af dollurum sem þeir veiddu uppúr ferðatöskum.  Stór skilaboð um að þeir hafi aldrei verið sprækari og aldrei verið vinsælli.  Það sama er ekki hægt að segja um Isrelsmenn.  Ég get ekki betur séð en að Hizbollah hafi staðið af sér árásir Ísraelshers með frækilegri vörn; nokkuð hundruð á móti 30.000.  Og sá óvinaherinn  verði brátt farinn úr landi.   Svo ég spyr vann þá ekki Hizbollah ?


Fjölskylduferð 2006

Fjölskylda Lóa hefur undanfarin níu ár komið saman eina helgi á sumri og notið þess að vera saman.  Upphaf þessa var að mamma (amma) Birna bauð allri fjölskyldunni til Grímseyjar 1996 á fimmtugsafmæli sínu.  Næstu ár á eftir var farið árlega út í einhverjar eyjar en svo breyttist það þegar erfiðara og erfiðara var að komast út í eyði eyjar. Fjölskylduferðirnar áttu því 10 ára afmæli í ár.

Að þessu sinni var farið að Fljótstungu í Borgarfirði.  Í stuttu máli var heppnin með okkur í flestu tilliti; gisting og aðstaða var með ágætum, veðrið hélst gott allan tímann og góð mæting var í ferðalagið.

Í raun hefst samveran ávallt á föstudagskvöldi þar sem snædd er súpa, svo var einnig nú.  Á laugardagsmorgni fóru þeir sem vildu í hellaskoðun með fararstjórn (Víðigemlir).  Það var mjög eftirminnanlegt og eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi. Eftir hádegið var síðan farin hringur; farið í sund, snætt nesti og  helstu sögu- og náttúperlur skoðaðar í rólegheitunum.  Grillað var um kvöldið en 10 ára hefð er að fjölskyldumeðlimir borði mjög mikið af öllum tiltækum mat.  Reyndar er það aðaláhyggjuefni allra sem að ferðinni koma að matur sé of lítill.  Þessvegna koma allir með talsvert meira af mat til vara en reiknað er með að þurfi. Að lokum er svo spilað fram eftir nóttu. 

Sunnudagurinn er svo notaður til heimferðar og var að þessu sinni komið við á Búvélasafninu á Hvanneyri.

Hér eru myndirnar úr ferðalaginu, þ.e þær sem ég tók með hjálp Birnu og Guggu.

http://loi.blog.is/album/Fjolskylduferd2006/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband