Mánudagur, 11. júní 2007
Hálf hissa á að hann skuli vera á lífi
Enn einu sinni er Michael Moore á ferðinni að mynda skuggahliðar mannlífs í Bandaríkjunum. Það eru ófáar myndirnar og heimildaþættirnir sem maðurinn hefur framleitt og vakið athygli á ýmsu sem betur má fara. Stundum hefur hann hreyft við stórum og voldugum hópum, málsmetandi eintaklingum og ríkum og öflugum fyrirtækjum. Hann er áreiðanlega hataður af afar mörgum fyrrgreindra.
Maður er eiginlega hálf hissa á því að enginn skuli hafa kálað honum "óvart" á "slysalegan" hátt.
![]() |
Moore sakar Bandaríkjastjórn um áreitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. júní 2007
Kominn heim
Þá er ágætri utanför starfsmanna Vallaskóla til Leeds lokið. Helmingur hópsins kom heim í nótt en hinn hlutinn ákvað að framlengja ferðinni og vera yfir helgina.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel og uppúr stendur hversu vel ensku skólarnir 9 tóku á móti okkar fólki. Hlýan og alúðin sem birtist okkur í heimsókninni var meiri en ég hef kynnst í mörgum sambærilegum skólaheimsóknum til annarra landa.
Aldrei að vita nema ég skelli nokkrum myndum á netið úr ferðinni. Allavega var mikið tekið af myndum.
Sunnudagur, 3. júní 2007
Leeds
Þá er komið að utanför kennara og starfsfólks Vallaskóla. Á morgun fer um 80 manna hópur til Leeds að skoða þar skóla og kynnast enska menntakerfinu. Hópurinn kemur svo til baka á föstudaginn kemur. Svona ferðir eru alltaf bæði skemmtilegar og gagnlegar.
Nú eru börnin mín orðin svo "sjálfbær" að það þarf aðeins lágmarks pössun á meðan skroppið er útfyrir landssteinanna. Svo ekki þarf að gera stór plön á þeim vígstöðvunum.
Best að halda áfram að pakka og undirbúa sig...
Laugardagur, 2. júní 2007
Og þrátt fyrir nútímatækni..
Það er ekki óalgengt að það sé greint frá einni og einni nýrri dýrategund, sem finnst á fáförnum slóðum t.d djúpt á hafsbotni. En ég varð steini lostinn þegar í ljós kom fyrir tveimur árum eða svo að fundist hefði eyja norður af Grænlandi, því maður hefði haldið að heilar eyjur færu ekki framhjá könnuðum með sína nútímatækni.
Nú finnst heill ættbálkur af fólki 2007. Þetta er eins og ævintýri. Hvað finnst næst...ný byggð neðansjávar eða ...
Þetta er skrýtin tilfinning að lesa svona frétt.
![]() |
Áður óþekktur indíánaþjóðflokkur kemur fram í Amazon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. júní 2007
Skólaslit yfirstaðin
Jæja þá er ég búinn að slíta skólanum. Skólaslitin voru fyrr í kvöld og gengu vel. Búið að útskrifa 100 nemendur úr 10.bekk. Þar með er 11. árinu mínu í skólastjórn að ljúka.
Í kvöld skyggði það ekki á gleðina að Keli fékk tvær viðurkenningar við útskriftina fyrir góðan námsárangur m.a viðurkenningu fyrir besta heildarárangur á grunnskólaprófi.
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Áfram ÍBK
Þegar ég var lítill og var að alast upp í sveitinni vestur í Dölum var leikinn fótbolti öllum stundum þegar færi gafst. Börn í sumardvöl og við heimabörnin gátum dundað við þetta í öllum veðrum. Það var náttúrulega ekki hægt að halda með Ungmennafélaginu í fótboltanum því það tók ekki þátt í neinni keppni í fótbolta nema hérðasmóti. Ekki veit ég afhverju ÍBK (Íþróttabandalag Keflavíkur) varð fyrir valinu, en frá því að ég var polli hélt ég með ÍBK. Frændi minn sem var frá Akranesi hann var ÍA og þannig spiluðum við á móti hvorum öðrum; ég var ÍBK og hann var ÍA.
Ég hef haldið með ÍBK síðan, en aldrei farið á leik. Á Siglufirði hélt maður náttúrulega með KS og nú með Umf. Selfoss...eins langt og það nær.
Ég er reyndar ekki viss um að ÍBK sé til lengur..en Keflavík með stóru K-i keppir alltaf í úrvalsdeild.
Áfram Keflavík.
Laugardagur, 26. maí 2007
Til hvers er pallurinn ?
Föstudagur, 25. maí 2007
Hvítasunna
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Mikil spenna hjá júdobræðrum
Það var mikil spenna hjá þeim Kela og Stulla í gær en þá héldu þeir af landi brott á alþjóðegt júdomót í Lundi í Svíþjóð. Þeir keppa í dag og verða svo í æfingabúðum fram á sunnudag. Dagskráin er þétt þessa daga og m.a æfa þeir meira eða minna í 6 tíma á dag í þrjá daga.
Mótið heitir Bodu Nord 2007 og er árlegur viðburður í júdóheiminum.
Þriðjudagur, 15. maí 2007
Miðjan var kosin niður
Í kosningunum var miðja íslenskra stjórnmála kosin niður. Þeir flokkar sem hafa verið inni á miðju stjórnmála; Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin töpuðu fylgi. Flokkarnir sem eru lengst til hægri og vistri unnu fylgi. Fylgið leitaði frá miðjunni í þessum kosningum.
Ef ný stjórn á að endurspegla það ætti stjórn Vistri grænna og Sjálfstæðisflokks ekki að vera kostur heldur stjórn sem teigir sig í aðra hvora áttina þá með aðeins annanhvorn flokkinn innaborðs.
Ef það verður stjórn til hægri með Sjálfstæðisflokknum ætti hann að leiða hana og ef það er stjórn til vinstir með Vistri grænum ættu þeir að leiða hana. Aðrir flokkar ættu ekki leiða ríkisstjórn.
![]() |
Biðstaða í viðræðum stjórnarflokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar