Laugardagur, 19. janúar 2008
Nú þarf ég víst að fara að gera eitthvað
Nú sit ég uppi með 12 mánuði eða eitt ár í óuppgerðu reikningsári Júdodeildar Umf. Selfoss, en þar er ég gjalkeri. Mér var náttúrulega sagt að þetta væri engin vinna að standa í þessu...en það hefur nú ekki alveg verið þannig.
En ég er búinn að bretta upp ermarnar (gerði það strax í morgun) og gjóa augunum í allan dag á möppurnar. Líka búinn að hressa mig á sterku kaffi (ítrekað). Já og er nú að blogga um málið....þannig ég er allur að skríða af stað í verkið.
Nú finn ég fyrir próteinskorti svo rétt að fara og skoða í ískápinn. Maður verður nú að vera hlaðinn orku áður en þetta byrjar.
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Snjór og aftur snjór
Í dag setti ég persónulegt met á Selfossi, því ég þurfti að fara tvo daga í röð út að moka snjó. Ég einu sinni á þeim tæpum 6 árum sem ég hef búið hér farið út að moka snjó. En nú eru komnir tveir dagar í snjómokstri ! Það er bara talsverður snjór hérna...loksins.
Þetta er afar notalegt. Snjór út um allt. Snjóar heilu dagana. Allt hvítt, hreint og fallegt.
Vonandi verður meiri snjór til að moka á morgun.
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Stafrænar ljósmyndir
Með þessum frábæru starfrænu tækni er nú ekkert auðveldara en að taka helling af stafrænum ljósmyndum. Smella af við öll tækifæri, taka fjöldann allan af myndum af sama viðfangsefninu. Minniskortin taka mörghundruð myndir og það þarf oft aðeins að styðja á einn takka og myndirnar eru komnar í tölvuna.
Og hvað svo ?
Nú vandast málið. Hvernig er best að geyma myndirnar til frambúðar ? Hvernig er hægt að vinna með myndirnar ? Hvernig geri ég þær aðgengilegar öðrum ? Hvað þarf ég öflugan tölvubúnað ? Og framvegis. Staðreyndin er að myndir hlaðast upp í þúsundatali á mörgum heimilum...og of lítill tími finnst til að vinna með þær.
Hjá mér er þetta stöðugur hausverkur og hef talsvert fyrir því að vinna með myndir, koma þeim á netið, eða á flakkara, finna hugbúnað til að sýsla með myndir og myndasöfn, bjarga þeim úr einni tölvunni í aðra og framvegis. Nú hef ég setið drjúgan hluta helgarinnar og verið að vinna með ljósmyndir 2007. Með miklum viljastyrk og reyndar talsverðum áhuga og ánægju hefur mér tekist að halda í horfinu í þessum geira ....eðahvað ?
Nei...ótalin er nefnilega vinnan við stafrænu vídeómyndirnar...ó mig auman....þær á ég óunnar frá 2005.....og ég kann eiginlega ekket á klippiforit.
Föstudagur, 11. janúar 2008
Spennitreyja verktakanna
Víða um land eru sveitarfélög í erfiðleikum með hina "áköfu" verktaka. Verktakarnir beita ýmsum ráðum til að komast yfir eignir á "reitum". Þeir leggja afar oft til að byggt sé hærra en íbúar í nágrenninu kæra sig um. Þeir hafa lóðir í heilu hverfunum svo litlar að ómögulegt er að hafa á þeim tré og þeir hafa heilu hverfin í nauðalíkum parhúsum. Allt þetta þó nóg sé af byggingasvæði í landinu. Ekkert er heillagt og markmiðið er aðeins eitt...að græða sem mest á hverjum fermetra.
Fátt er svo með öllu illt þegar kemur að samdrætti sem er víða á landsbyggðinni. Þar hafa verktakar ekki neina löngun til að byggja og þar fá götumyndir og saga að vera í friði.
Eg segi því: Gott hjá Húsfriðunarnefnd og gott fyrir gömlu Reykjavík.
![]() |
SUS: Laugavegshúsin verði ekki friðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. janúar 2008
Gleðilegt nýtt ár
Það má segja að ég hafi verið í jólabloggfríi. Las varla blogg allar hátíðirnar og opnaði varla tölvupóstinn minn. Sneri mér af fullum krafti að uppáhalds tölvuleiknum mínum yfir jólin.
Nú er orðið opinbert að Ólafur Ragnar ætlar að bjóða sig aftur fram. Miðað við þátttöku tæplega 150 manns í skoðanakönnuninni á síðunni minni eru skiptar skoðanir um þessa ákvörðun hans. Skiptist nálægt til helminga. Hef grun um að innst inni skipti þetta fólk ekki miklu máli. Mér er eiginlega alveg saman.
Stulli er að fara að keppa í handbolta, best að drífa sig á leikinn.
Þriðjudagur, 25. desember 2007
.
Kæru vinir og vandamenn
Gleðileg jól
Fjölskyldan á Víðivöllum 14
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 21. desember 2007
Er allt að koma...held ég
Ætli fjölskyldan á Víðivöllum 14 sé ekki orðin nokkuð örugg með að það verði haldið uppá jólin með svipuðum hætti og undan farin ár. Búið að öllu hinu og þessu svo nú er hægt að slaka aðeins meira á og bíða jólanna. Nokkur hefðbundin verk þó eftir; sjóða hangikjötið, skreyta jólatréð og strauja jólafötin.
Við Gugga og Rikki vorum í bænum áðan, eða frá kl. 17. 00 - 21.00 og náðum að gera ótrúlega margt. Rifjaðist upp fyrir mér þegar ég gekk inn og út úr verslnunum að það mun víst vera að færast í vöxt að fólk helli sér yfir verlsunarfólkið. Er talið að þar sé tvennu um að kenna; annarsvegar að fólk sé almennt strektara og spenntara en undanfarin ár og svo að sífellt yngri og óreyndari starfsmenn eru að afgreiða og fá út á það minni virðingu. Börnin mín hafa svo sem oft haft orð á þessu en þau hafa öll unnið við afgreiðslu.
Sunnudagur, 16. desember 2007
Sigríður Símonardóttir
Sigríður Símonardóttir varð 80 ára þann 6. desember síðastliðinn. Sigríður eignaðist aðeins eitt barn; Birnu móður mína. Silla amma eins og hún er nú oftast kölluð er semsagt amma mín og langamma barnanna minna.
Amma Silla er ern; hún býr ein í parhúsi hér á Selfossi, sem hún byggði sér sjálf þegar hún var 75 ára, hún ekur um á Hondu Accord, hún gengur reglulega og iðkar vatnsleikfimi, þá föndrar hún einnig heilmikið og hefur náð frábærum árangri í vinnu með gler. Í sumar hafði hún fyrir því að hoppa á skóflu og kanntskera hjá sér. Amma hugsar að öllu leyti um sig sjálf og húsið hennar er alltaf nýskúrað og hreint.
Amma Silla er mjög gestrisin og því kemur ekki á óvart að þar eru oft gestir. Hún hefur einstakt lag á því að koma ofan í fólk miklu magni af kökum og sætindum af öllu tagi. Börn í nærliggjandi húsum reka oft inn kollinn í hjá henni enda mega þau eiga von á hlýjum orðum og sætum bita.
Haldið var uppá afmælið hennar ömmu laugardaginn 8.desheima hjá Siggu systir og var aðeins nánasta fjölskylda hennar í boðinu. Amma vildi ekkert tilstand enda ljóst að ef hún hefði haft opið hús hefði vel á annað hundrað manns mætt.
Afmælið var fínt, reyndar vantaði pabba, sem þurfti að fylgja frænda okkar til grafar vestur í Dölum þennan sama dag.
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Lucia
Í dag er ljósahátíð. Dagurinn er til heiðurs dýrðlingnum Luciu sem þýðir "sá sem ber ljósið" enda er Lucia vel þekkt sem verndardýrðlingur blindra og sjónskertra. Lucia er ítölsk og er á þeim slóðum mikilsverður dýrðlingur og þá sérstaklega meðal kvenna. En vegna tengsla við birtuna og nálægðar 13. des. við vetrarsólstöður varð hún persónugervingur sólstöðuhátíða á Norðurlöndunum. Um siðaskiptin reyndu mótmælendur að losa sig við dýrðlinga úr kaþólskum sið en ekki tókst að losna við Luciu.
Á 18. öld fór að bera á þeirri Lúsíu sem þekkist í dag þegar elsta stúlka heimilisins var klædd sem Lucia og bar fram kaffi og brauð til heimilisfólks. Snemma á 20. öldinni var síðan farið að halda skipulagðar Lúsíuhátíðir í Svíþjóð. Á Íslandi er siðurinn að færast í aukana, þó mest meðal Svía, Norðmanna og Íslendinga sem hafa búið á Norðurlöndunum.
Svo skemmtilega vill til að hjá okkur býr skiptinemi frá suðru Ítalíu, sem heitir Lucia. Hún segir að móðir sín hafi viljað að hún héti sama nafni og dýrðlingurinn. Og viðurkennir að uppáhaldsdýrðlingur sinn sé Lucia.....já svo það var eiginlega út af því sem ég ákvað að lesa mér aðeins til um þessa hátíð.
Vinir og fjölskylda | Breytt 15.12.2007 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 9. desember 2007
Allt komið á 100
Þá má segja að allt sé komið á 100aðið. Nú er verið að keppast við að klára skólann og undirbúa jólin. Stulli var á fimmtudaginn í "gráðun" í júdoinu og gekk vel. Kominn með appelsínugula rönd, sem verður að appelsínugulu belti eftir áramót. Amma átti 80 ára afmæli síðastliðinn fimmtudag og það var haldið upp á það hjá Siggu systur og aldrei þessu vant steingleymdi ég myndavélinni og er upp á aðra kominn með að fá myndir úr veislunni. Keli er búinn í Hraðbraut fyrir jól og kominn í jólafrí og Birna á eitt próf eftir. Gengur báðum bara vel.
Svo bíða mín blessuð jólakortin; tekur sinn tíma að skrifa á þau. Búinn að setja upp slatta af jólaseríum...en slatta eftir.
Ég og Kejld erum komnir í jólafrí í Bridgeinu og hefjum leikinn aftur með klúbbnum eftir áramót.
Já og Tottenham vann í dag.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 206535
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar