Leita í fréttum mbl.is

Hinir öldnu

Í mörgum samfélögum áður fyrr og reyndar enn þann dag í dag voru það það öldungarnir sem réðu eða einhverskonar öldungaráð.  Þeir voru lífsreyndastir og höfðu mesta þekkingu á hlutunum.

Það er merkilegt að sjá hvernig landsmálin hafa á síðustu misserum verið að þróast í þessa átt að vissu leyti.  Eldra fólk og lífsreyndara er nú skipað í lykilstöður í landsmálum.  Ásmundur Stefánsson og Valur Valsson eru orðnir bankastjórar, Jóhanna Sigurðardóttir orðin forsætisráðherra og Indriði Þorláksson ráðuneytisstjóri.  Öllu þessu fólki er ætlað að vera skamma stund en er kallað til á neyðarstundu.


Skemmtilegir fyrirlestrar

Háskóli Íslands gekkst fyrir skemmtilegum fyrirlestrum fyrir nokkru sem báru heitið "Mannlíf og kreppur".   Fyrirlestrarnir, sem eru öllum opnir, eru stuttir og áheyrilegir.  Ég mæli með þeim.

Hér er slóðin: http://www.hi.is/is/mannlif_og_kreppur 


Takk Jóhanna

Mér finnst afar skemmtilegt til þess að hugsa að þegar maður er orðinn 66 ára gamall geti það vel verið að maður sé á toppnum í einhverju; að eitthvað nýtt ,skemmtilegt og mikilvægt sé að byrja þá en ekki að enda.  Vera Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra í 80 daga minnir mann stöðugt á þennan möguleika og hvað jákvætt og ótrúlegt getur beðið manns, þrátt fyrir öldrun.

 

 


Hlaðan er góð

Ég kann allra best við það að lesa í Þjóðarbókhlöðunni af þeim stöðum sem ég prófað í Háskólanum.  Plássið er gott, maður getur setið við glugga og svo er líka þessi ljómandi kaffitería þar sem kaffið kostar aðeins 100 kr með ábót.

Stólarnir í Hlöðunni eru hinsvegar ekki nægilega góðir og fer maður að finna fyrir því eftir um það bil tvo tíma.  Það eru reyndar líklega þrjár tegundir, sem eru misslæmar, en þær eiga það allar sameiginlegt að setan hallar of mikið aftur eða ekkert fram.  Þannig að þegar maður hallar sér fram á borðið, þá fer mann að verkja í aftanverð lærin eftir einhverja stund.

Mamma segir reyndar að þetta leysi ég bara með því að hafa með mér kodda til að sitja á....já kannski að maður prufi það.


Afmælismót JSÍ

Í gær fórum við Gugga og Rikki með Stulla á afmælismót Júdosambands Íslands.  Þetta er næststærsta júdómót ársins og voru keppendur 110 talsinsStulli með Gullið.    Stulli keppti bæði í sínum aldursflokki og svo aldursflokknum 15 - 19 ára.

Það er skemmst frá því að segja að Stulla gekk mjög vel og vann flokkinn sinn og lenti í mikilli keppni um 1. - 3. sætið í eldri flokknum.  Eftir aukakeppni þriggja efstu manna lenti Stulli þar í öðru sæti.  Hann glímdi alls 7 glimur og tapaði tveimur, báðum í eldri flokknum.

Hér til hliðar er mynd af Gullhafanum.


Áfram Hörður Torfason !

Eftirfarandi blog birtist hjá þekktum og mikið lesnum bloggara og er ég því í flestu mjög sammála.  

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/781973/   


Gott að ekki tókst að einkavæða RÚV

Nú þessa dagana virðist RÚV bera höfuð og herðar yfir fréttafluttning fjölmiðla af málum líðandi stundar.  Hugsið ykkur ef það sama gerðist þar og hefur nú gerst á Stöð 2; ....Kastljósinu breytt í glansþátt.

Það er mjög fróðlegt að fylgjast með fréttafluttningi af mótmælum, t.d fjölda mótmælenda.  Iðulega eru þeir fæstir hjá mbl.is og flestir hjá dv.is.  Vísir.is og Rúv hafa verið þarna á milli. 

Vonandi getur einhver fréttastof séð hag sinn í því að ráða þessi ágætu hjón til sín.


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pulsur

Getur verið að pulsur séu hreint ekkert góðar í maga ?  Mér hefur yfirleitt þótt pulsur góðar en hef minnkað neyslu þeirra mjög vegna þess að ég hef það á tilfinningunni að þær séu meinóhollar.  Maður ropar einhverju pulsulofti lengi á eftir þannig að maður angar eins og pulsuvagn.

Hvernig er hægt að hafa þetta sem þjóðarétt ?


Friðsæll sunnudagur og heitt kaffi.

Í dag hefur verið bjart og rólegt veður með snjóföl yfir öllu.  Við Gugga erum búin að viðra hundinn í dag og njóta áhrifanna.

En það er sumstaðar hálka og ég held að ég verði að punga út fyrir minnsa kosti tveimur nýjum vetradekkjum - þessi eru að verða ágætlega nýtt held ég.

 


Kristján Möller svíkur landsbyggðina

Kristján Möller samgönguráðherra hefur nú leyft lokun á pósthúsinu í Króksfjarðarnesi.  Óskapleg er þetta slappur ráðherra.   Því verður lokað um næstu mánaðarmót.  Þá verða 74 kílómetrar fyrir íbúa á Reykhólum á næsta pósthús.

Hér er slóð á fréttina eins og hún birtist á vef Reykhóla http://www.reykholar.is/frettir/ 

Barátta heimamanna virðist ekki ætla að breyta miklu...þeir eiga bara eftir lögsókn.  Eg vona svo að það beri árangur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband