Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Látin móðir fæðir barn
Laugardagur, 10. janúar 2009
Bara búinn að taka niður skrautið
Þetta var snörp viðureign og erfið. Sex kassar. Fjölgar alltaf kössunum þótt húsið sé alltaf jafnstórt.
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Vaknaði eins og venjulega
Þá er maður farinn að sofa og vakna eins og venjulegur maður aftur eftir gott jólafrí. Framundan er seinni námsönnin í Háskólanum. Er aðeins byrjaður að lesa.
Það er aldrei gaman að pakka jólaskrauti niður í kassana aftur en það er jú eitt af því sem þarf að gerast næstu daga. Held að þetta séu fyrstu jólin sem ég sé ekki fram á það að þurfa að bæta við kassa með jólaskrauti í geymsluna.
Ég er nokkuð ánægður með það að þetta eru önnur jólin í röð þar sem engin breyting verður þyngd minni yfir hátíðirnar.
Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Gleðilegt nýtt ár
Miðvikudagur, 24. desember 2008
Gleðileg Jól
Ég óska öllum gleðlegra jóla og farsæls komandi árs.
Hef verið í jólabloggfríi og verð það fram yfir áramótin.
Guð veri með ykkur.
Lói
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Mótmælin bera greinilegan árangur
Það má óska okkar duglegu mótmælendum til hamingju með árangurinn. Mótmæli þeirra bera greinilegan árangur. Trúlega verður einnig breyting á landsstjórninni innan tíðar. Ætli þeim líki til lengdar að horfa á fréttir af þeim sjálfum að væflast um bakgarða í lögreglufylgd.
Þetta virkar gott fólk !
![]() |
Tryggvi hættur í Landsbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. desember 2008
Jólafrí
Það tókst og stóð á endum. Er að skila síðustu ritgerðinni minni á þessari önn í dag og er þar með kominn í jólafrí í skólanum. Í mánuð.
Vár í Jólaboði hjá mömmu í gær. Það hefur lítil breyting orðið á matarlyst fjölskyldunnar sýnist mér.
Þá er næst að halda áfram að mála og leggja svolítið af parketi fyrir jólin.
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Safna jólaorku eða bíð eftir áfallahjálp
Ég þarf að fara að safna saman minni jólaorku, svo ég hafi það nú af að setja upp jólaseríur í húsið. Er núna að klára stóra ritgerð sem ég skila á mánudaginn. Hlýt að fyllast jólaanda eftir það og drífa í jólaskreytinum.
Ég hef hinsvegar ekki haft neina lyst til að taka eina einustu mynd eftir að diskur með 2000 fullunnum myndum stafrænum myndum fór í gólfið og eyðilagðist. Einu myndirnar sem eftir eru, eru hér á síðunni og svo um 100 á flikr síðunni minni.
Held að ég verði að fá síðbúna áfallahjálp svo ég byrji aftur að taka myndir.
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Sannar að það þarf að mótmæla
![]() |
Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. desember 2008
Dæmist á ríkisstjórnina ?
Á meðan svona óvinsæl ríkisstjórn situr með þorra landsmanna á móti sér og neitar lýðræðislegum kosningum þá verða stöðugt til fleiri öfgamenn í landinu. Hlaut að gerast og á hugsanlega eftir að versna... það verður að taka fóður öfgahópanna burtu...annars bara vaxa þeir og dafna.
Og sannið til...það verða margir til að hugsa með þessu fólki, sem hingað til hefur verið einangrað í aðgerðum sínum.
![]() |
Ólæti á þingpöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar