Leita í fréttum mbl.is

1. mars - bjart framundan

Þegar 1. mars rennur upp er orðið bjart kl.8.00 á morgnanna þegar maður fer til vinnu.  Semsagt frá þessum degi er bjart allan daginn og fram á kvöld.  Febrúar er sá mánuður sem leiðir mann úr myrkrinu yfir í ljósið. Mars er alfallegasti vetrarmánuðurinn; þá getur allt verið á kafi í snjó á meðan hiti og birta hellist yfir mann.

Mér hefur einhvernveginn þótt sem skammdegið sé alltaf styttra og styttra eftir því sem ég eldist.


Einu húsi færra

Nú eru komnar stórvirkar vinnuvélar í götuna til að fjarlægja annað húsið við hliðina á okkar.  Það hefur ekki verið búið í húsinu síðan 28. maí síðastliðinn; eftir jarðskjálftann.  Húsið fór það illa að íbúarnir þurftu að hverfa á braut.  Þeir hafa keypt sér nýtt og nú fellur þetta tæplega 50 ára gamla hús í vikunni.

En þótt það sé eftirsjá í húsinu og tómleg óbyggð lóð verði við hliðina á okkar, þá er nú meiri eftirsjá í þessum góðu nágrönnum.


Góð helgi

Við fórum þrjú vestur í Dali um helgina; ég Gugga og tíkin Káta.  Við áttum góða og notalega helgi í litla bláa húsinu á Brunná.  Káta var þó ekki hin kátasta með dvölina...held að henni hafi þótt hálf asnalegt að hanga þarna.  Hún var óróleg og síkvartandi yfir ástandinu.

Við reyndum að heimsækja nokkra; bæði í Dölum og Reykhólasveitinni, en það vildi ekki betur til en að það var hvergi neinn heima.  Á leiðinni heim komum við hjá Kidda og Ranní í Borgarnesi.  Kiddi var ekki heima en Ranní tók á móti okkur með glænýjum rjómabollum og kaffi. 

 

 


Dalir

Við Gugga ætlum að skreppa aðeins vestur í Dali yfir helgina.  Orðið langt síðan maður fór síðast og enn lengra síðan Gugga fór.  Krakkaherinn er orðinn svo sjálfbær að þetta er orðið lítð mál að fara eitthvað án þeirra.

Sorgarviðbrögð sem ber að virða

Fyrir nokkrum árum hefðu margir lagt við eyrun og jafnvel fundið hjá sér áhuga á að trúa einhverju sem Frjálshyggjufélagið sendi frá sér.  Sá tími er liðinn.  Eftir standa þó eins og saltstólpar einhver hópur fólks, sem áttar sig ekki á raunveruleikanum.   Frjálshyggjan var blindgata, sem framdi sjálfsmorð.

 Auðvitað þyrfti fólkið sem trúði á frjálshyggjuna á hjálp að halda.  Hér er um dæmigerð sorgarviðbrögð að ræða sem engu að síður  ber að virða.


mbl.is Fagna andláti nýfrjálshyggjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keli farinn að keppa aftur

umfs (2)

Nú um síðustu helgi ákvað Keli að keppa aftur í júdo eftir nærri tveggja ára hlé.  Hann keppti á fjölmennu KYA móti hjá ÍR.  Kela gekk reyndar vel og var aðeins hársbreidd frá því að fara með sigur af hólmi í sínum flokki. 

Hér er hann með silfurverðlaunin sín.


Hvað skuldum við ?

Það er rosalega skrýtið að hlusta á mjög misvísandi tölur um hvað íslenska þjóðarbúið komi til með að skulda í árslok 2009.  Það eru að birtast tölur frá 430.000 milljörðum upp í 2.000.000 milljarða.  Það verður að teljast ansi mikill munur.

Þetta er eiginlega glöggt dæmi um hvernig umræðan sveigist í pólitískri umræðu. Og einnig gott dæmi um hvernig slík umræða skapar óvissu hjá fólki.  Því hér er nefnilega ekkert gaman mál á ferðinni. 


Ég man eftir fyrstu spjallrásinni.

Ég man eftir því þegar ekki var sjálfvirkur sími heima og allir gátu hlustað þegar aðrir voru að tala saman.  Maður heyrði andardrátt á línunni og einnig þegar einhver tók tólið af eða setti það á.

Einu sinni á ári var okkur unglingunum í sveitinni leyfilegt að "hlusta og ærslast" í símanum.  Það var kvöldið þegar þorrablót sveitarinnar var haldið.  Þá fóru unglingarnir, sem heima sátu, ásamt einstaka barnapíu og slógu á létta strengi í símanum.  Þetta var í raun þrælfín spjallrás...sú fyrsta sem ég kynntist.

Merkilegt eftir á að hyggja að fullorðna fólkið skyldi ekki taka kvöld og kvöld svona saman líka og fara með kveðskap og gamanmál.


Súrmat borðar nær enginn

Mér hefur smátt og smátt verið ljósara að sífellt færri leggja sér til muns súrmat.  Flestallt fólk 35 ára og yngra hefur ekki smekk fyrir þessu bragði.  Á þorrablótum eru t.d bringukollar eitthvað sem afar fáir borða.  Það er helst hrútspungar sem einhver eftirspurn er eftir.

Ég spái því að innan  næstu 50 ára borði nær enginn lengur súrmat.


Frábær birta

Í morgun þegar ég fór af stað frá Selfossi til Reykjavíku var fullt tungl með ótrúlega mikilli birtu.  Það var einnig snjór yfir öllu, talsvert frost, heiðskýrt og það glampaði á hjarn og svell til fjalla.  Hreint ótrúlega falleg lýsing á umhverfinu.

 Mér þótti svo bjart að ég ákvað að prufa að aka án ljósa og var það ekkert mál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband