Leita í fréttum mbl.is

Jörðum hrepparíginn

Ég var rétt í þessu að koma af íbúaþingi, sem var bara vel mætt á af Dalamönnum. Þingið var ekki síst haldið til þess að núverandi sveitarstjórn fengi í hendur leiðbeiningar um helstu stefnumál en eins og flestir vita er sveitarstjórnin kjörin í einstaklingskjöri en ekki eftir listum og flokkapólitík.

Ein hugmyndin sem kom fram á þinginu var að "jarða hrepparíginn". Skyldi efna til jarðarfarar þar sem hrepparígurinn yrðigrafinná táknrænan hátt. Jarðaförin átti auk þess að vera skemmtileg samkoma.


Lítill snjór

Sá myndir í kvöld frá Norðausturlandi. Þar er allt á kafi í snjó. Hér er kalt og búið að vera nokkuð vindasöm og köld norðanátt dögum saman...en mestmegnis án úrkomu. Mér finnst einhvernveginn eins og það ætti að vera meiri snjór hér miðað við hvernig veðrið er búið að vera...en hér er nánast snjólaust alveg upp í fjöll.

Netið verður seint ritskoðað

Þessi ótrúlega uppfinning Netið virðist gera skoðanalöggum í Kína og USA erfitt fyrir.  Ekki langt síðan Google var í stappi við Kína og nú Twitter við USA.  Stærstu og öflugustu þjóðríki veraldar eru þegar allt kemur til alls að berjast við vindmyllur.  Netið verður seint ritskoðað.

Auðvitað þarf Birgitta ekkert að óttast, annað en auðvitað heimsfrægð. 


mbl.is „Ég hef ekkert að fela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekið um á netinu á bláum Chrome

Ég hef undanfarið verið duglegur að nota Google vörur. Það byrjaði sakleysislega með því að ég bjó til Google reikning fyrir Júdodeildina á Selfossi þegar ég var þar í stjórn. Svo fór ég að búa til minn eiginn reikning og núna hef ég bætt stöðugt við vörum.

Síðasta varan sem ég hef ánetjast er vafrarinn frá Google; Chrome. Þetta er einfaldlega stórkostlegur vafrari. Lætur nákvæmlega ekkert yfir sér en undir húddinu er frábær smíði. Eignilega eins og sportbíll í samanburði við gamla Explorerinn. Þá eru frábærar viðbætur í boði sem hægt er að tengja beint við vafrarann.

Nú þykir mér orðið nokkuð ljóst að flestir vafrarar eru betri en Explorer. Hér færðu þér Chrome: http://www.google.com/chrome/intl/en/landing_chrome.html?hl=en


Skírnarmyndir og nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár.
Kærar þakkir til allra sem nenna að fara inn  á þenna vef og lesa eitthvað mismerkilegt.

Nú er ég búinn að setja inn á Flikr síðuna mína myndir frá því í sumar og haust  (Smella hér)  og myndir frá skírn og jólum (Smella hér).


Birna skírð

Nú annan í jólum var yngri dóttir Helgu systur skírð.  Við skírnina var henni fyrst opinberlega gefið nafn og fékk hún nafnið Birna.  Þar með eru Birnunar í fjölskyldunni orðnar þrjár.   Helga sá sjálf um skírnina...skrapp bara aðeins frá til að skrýðast, greip biblíu í hönd og skírði stelpuna.  Eiríkur hélt dótturinni undir skírn og Guðrún stóra systir hafði líka hlutverk í athöfninni.

 

DSCN2684

 


Gleðileg jól

Ég óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla.  Megi gæfa fylgja hverju skerfi ykkar á nýju ári.

image


Ljóð dagsins

Ljóð dagsins 

Dagurinn vefur ljóðinu saman
býr til kúlu
og kastar því upp í loftið
grípur og kastar aftur
og aftur.....

Stundum lendir ljóðið á götunni
þá fellur skuggi á ljóðið
og skítugir krakkar traðka á því

Stundum lendir ljóðið í höndum fólksins
þá glitrar á ljóðið
og brosandi börn fagna því

Ef ljóðið nær að haldast á lofti nógu lengi
grefur það sig í minningu almúgans
það verður ljóð dagsins

Yrma

Límrúllu-blogg

Ég á hunda tvo, sem fara reglulega úr hárum.  Því er gott að eiga á heimilinu límrúllur til að ná hundahárum úr fötum.

Límrúllur eru gjarna seldar í pökkum þrjár eða fleiri saman.  Eiginlega ekkert lím er á rúllunum heldur er hafður sem mestur fjöldi af þeim í hverjum pakka.  Stundum eru allta að fimm rúllur í pakka á verði einnar.  Þannig lítur út fyrir að maður geri góð kaup; þ.e. kaupa margar rúllur í sama pakka fyrir lágt verð.

En þetta límrúllu-blöff er ekki bara dýrara heldur en að kaupa eina væna og þykka límrúllu, heldur eru þetta eilíf límrúlluskipti líka.  Það er alltaf verið að skipta um rúllur því límið er alltaf búið.

Því miður er oft ekki til sölu önnur vara í búðum heldur en svona límrúllu-blöff.  Það er orðið leitun að venjulegri þykkri og skemmtilegri límrúllu.


Hvít jól

Ef rýnt er í verðurspá fyrir jólin virðist mér sem það geti orðið hvít jól um allt land.  Gæti rignt aðeins á aðfangadagsmorgun á suðurvesturlandinu, annars virðist fátt geta komið í veg fyrir hvít jól norðan- og vestalands.

Var á Selfossi í gær og í dag.  Ekki snókorn í Ingólfsfjallinu ekki gamall skafl...ekki neinn sýnilegu snjór.  Ég man ekki eftir svona áður á þessum árstíma.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband